Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 12

Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 12
12 28. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Norðurlönd INDÓNESÍA, AP Á þriðja tug manna lét lífið þegar hópar múslima og kristinna manna bárust á bana- spjót á Malukueyjum í Indónesíu. Eyjarnar hafa áður orðið vett- vangur blóðugra trúarbragða- deila. Aðeins eru liðin tæp tvö ár síðan friðarsamkomulag náðist sem batt enda á tveggja ára ofbeldi en þá höfðu um 9000 manns látið lífið. Hópar manna hafa gengið ber- serksgang síðustu daga, myrt fólk og kveikt í húsum og háskóla sem er rekinn af kristnum mönn- um. Í borginni Ambon börðust hópar kristinna manna og múslima, þar heyrðust skothvell- ir og sprengingar. Fjölda múslima, víða að úr Indónesíu og Suðaustur-Asíu, dreif að í átökunum sem lauk 2002. Fjölmennt lögreglulið var sent á vettvang þegar átökin brutust út á sunnudag til að koma á friði og koma í veg fyrir að átökin breiddust út. „Ég óttast að ástandið versni enn,“ sagði C.J. Bohm, leiðtogi kristinna manna í Ambon. Átökin brutust út eftir að aðskilnaðarsinnar, sem eru að mestu kristnir, efndu til mót- mæla gegn stjórn Indónesíu á svæðinu. ■ Vopnum beitt til ýtrustu sjálfsvarnar Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnir vopnaburð íslenskra friðargæsluliða í Kabúl. Segir spurningar vakna um stöðu Íslands sem hlutlaus þjóð. Halldór Ásgrímsson segir eðlilegt að starfsmenn friðargæslunnar geti varið sig. ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagn- rýndi í fyrirspurnartíma á Al- þingi í gær að Íslendingar, sem störfuðu við friðargæslu í Kabúl í Afganistan, yrðu að vera alvopn- aðir og sagði það gefa tilefni til ýmissa spurninga. Hann spurði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra meðal annars um það hvernig aðskiln- aði milli borg- aralegra og hernaðarlegra þátta í starfi Ís- lensku friðar- gæslunnar væri háttað og hvaða munur væri á þjálfun, starfs- kjörum og t r y g g i n g u m s t a r f s m a n n a , sem hefðu heim- ild til að bera vopn, og ann- arra sem ekki hefðu slíkar heimildir. Steingrímur minnti á að Íslendingar hefðu lengi státað sig af því að vera vopnlaus þjóð og hefðu verið svo um aldir. „Ríkisvald, lög og dómar tóku við vopnunum og tali þeirra. Með sambandssáttmálanum 1918 fengu Íslendingar fullveldi og skilgreindu sig sem hlutlausa þjóð og ákváðu að koma sér ekki upp her. Nú má spyrja hvort stjórnvöld séu smátt og smátt með ýmsum hætti að breyta þess- ari stöðu Íslands, sem og því að við höfum aldrei herjað á aðrar þjóðir,“ sagði Steingrímur og nefndi í því sambandi árásir NATO á Júgóslavíu og stuðning íslenskra stjórnvalda við hernað- inn í Írak. Halldór sagði að varðandi þátt- töku íslensku friðargæslunnar í friðargæslustörfum væru lagðir til borgaralegir sérfræðingar til að sinna þeim verkum, sem glímt væri við hverju sinni. Einu gilti hvort samstarfsaðilinn væri Sam- einuðu þjóðirnar, NATO, ESB eða aðrar alþjóðastofnanir. Ráðherra sagði engan greinarmun gerðan á starfskjörum eða tryggingum starfsmanna á grundvelli hugsan- legs vopnaburðar, en í ákveðnum friðargæsluverkefnum NATO eða ESB yrði ekki hjá því komist að íslenskir friðargæsluliðar bæru hernaðarlega titla á starfsstöð. „Þetta hefur viðgengist að minnsta kosti síðan 1994 þegar íslenskir læknar og hjúkrunar- fræðingar fóru til Bosníu- Hersegóvínu. Það er einvörðungu ætlast til þess að starfsmenn frið- argæslunnar beiti vopnum til ýtr- ustu sjálfsvarnar, eða ef þeir verða fyrir vopnaðri árás og telja sig vera í lífshættu. Það hlýtur að teljast eðlilegt að okkar starfs- menn geti, með sama hætti og starfsbræður þeirra, varið sjálf- an sig, ef eitthvað ófyrirséð kem- ur upp, enda getur starfs- umhverfi þeirra verið hættu- legt,“ sagði Halldór. bryndis@frettabladid.is VARIR UM SIG Danska konungs- fjölskyldan ætlar ekki að birta gestalistann fyrir brúðkaup Frið- riks krónprins og Mary Donald- son. Ástæðan er að hluta til rakin til öryggisgæslu við brúðkaupið, en skipuleggjendur hennar segj- ast hafa sérstakan vara á sér vegna aukinnar hryðjuverka- hættu í heiminum. MEISTARANÁM Í IBSEN Óslóar- háskóli hefur sett á fót meistara- nám um líf og starf leikrita- höfundarins og skáldsins Henriks Ibsen. Stjórnendur skólans segja að aðsókn í námið sé víða að, meðal annars frá Afríku og Kína, en gert er ráð fyrir fyrstu út- skrift 2006, þegar öld er liðin frá andláti Ibsens. ERLENDIR HERIR VELKOMNIR Svíar bjóða erlendum herum að koma og æfa sig í norðurhluta Svíþjóðar gegn greiðslu. Þetta er meðal þess sem lagt er til í skýrslu um hvernig eigi að takast á við fjárskort sænska hersins. Tíu ríki eru sögð hafa sýnt áhuga á að senda menn og búnað til Sví- þjóðar í þjálfun. Rússar ósáttir: Kanar greiði hærri leigu MOSKVA, AP Rússneska stjórnin er heldur súr út í Bandaríkjamenn vegna þess að þeir telja þá síðar- nefndu greiða alltof lága leigu fyr- ir sendiherrabústað sinn í Moskvu. Rússar segja Bandaríkjamenn að- eins greiða andvirði um 200 króna á ári fyrir bústaðinn en algeng leiga fyrir hundrað fermetra hús- næði á þessum slóðum er rúmar 200.000 krónur á mánuði. Greiðslan miðar við samning sem gerður var fyrir 20 árum og miðaði við rúblu sem hefur fallið um 98% gagnvart dollaranum síð- an þá. Nú vilja Rússar andvirði um 600 milljóna króna í bætur fyrir mismuninn á umsamdri leigu og markaðsvirði. ■ www.kbbanki.is Árlega veitir KB banki 15 styrki til námsmanna í Námsmannalínunni. Hver styrkur nemur 200.000 krónum. N O N N I O G M A N N I Y D D A • N M 1 1 4 9 8 / S IA .I S ÞÚ ERT FRÁBÆR! NÁMSMANNALÍNA KB BANKA Nánari upplýsingar og umsóknarform má finna á www.namsmannalinan.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. Styrkir eru veittir til: Útskriftarnema á háskólastigi innanlands. Námsmanna á háskólastigi erlendis. VIÐ ÖLLU BÚIN Vígamaður, kona af ættbálki brasilískra Cinta Larga indíana, beinir hér boga sínum og ör að fréttamönnum þar sem hún er stödd á verndarsvæði þeirra í Rondoni- aríki. Indíánarnir ræddu við fjölmiðla í fyrs- ta skipti eftir að 29 menn sem leituðu demanta voru myrtir á svæðinu í byrjun mánaðarins. Tugir létu lífið í átökum kristinna manna og múslima: Trúarbragðaofbeldi blossar upp á ný SKEMMDIR Í AMBON Lögreglumenn komu á vettvang í fyrradag en þá höfðu á þriðja tug manna látið lífið. VOPNABURÐUR GAGNRÝNDUR Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi á Alþingi í gær að íslenskir friðargæslu- liðar í Kabúl bæru hernaðarlega titla og hefðu heimild til vopnaburðar. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra benti á að slíkt hefði viðgengist frá 1994, þegar íslenskir læknar voru sendir til Bosníu-Hersegóvínu. „Það hlýtur að teljast eðlilegt að okkar starfs- menn geti með sama hætti og starfsbræður þeirra varið sjálfan sig, ef eitthvað ófyrirséð kemur upp.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.