Fréttablaðið - 28.04.2004, Síða 15
15MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004
inn í pólitísk deilumál, réttinum til
skaða.
Óvandaðar lagasetningar
Í umræðu um fjölmiðla-
frumvarp sem ríkisstjórnin leggur
fram á Alþingi og stefnt er að að
verði að lögum fyrir vorið hafa
verið uppi efasemdir um að frum-
varpið standist eignarréttar-
ákvæði stjórnarskrár. Meðal
þeirra sem sett hafa fram efa-
semdir um slíkt er Sigurður Líndal
prófessor og Ragnar Aðalsteins-
son hæstaréttarlögmaður. Ragnar
hefur einmitt rekið nokkur slík
mál gegn ríkinu og haft betur.
Uppbygging þings og dómstóla
er með svipuðum hætti hér og á
Norðurlöndunum, enda ræturnar í
dönskum yfirráðum á landinu. Al-
þingi Íslendinga hefur oftar feng-
ið lagasetningu í hausinn, en þekk-
ist á hinum Norðurlöndunum. Um
ástæður þessa eru skiptar skoðan-
ir. Ragnar Aðalsteinsson segir höf-
uðástæðuna þá að hér sé ekki
vandað nægjanlega til lagasetn-
ingarinnar. „Aðdragandi löggjafar
er óvandaður og ólýðræðislegur,“
segir Ragnar. Hann segir embætt-
ismenn oftast vinna að löggjöf.
„Þeim er ætlað að segja kosti á
löggjöf eða lausn, en ekki löst.“
Hann segir annars staðar sé unnin
skýrsla um tiltekið vandamál og
skoðað hvernig löggjöf annars
staðar sé háttað. Því næst sé unnin
skýrsla þar sem lýst er kostum og
göllum. Síðan sé komið fram með
tillögur. „Þær tillögur fara síðan í
ráðuneytið. Ráðuneytið semur svo
sínar tillögur á grundvelli þessa.“
Ragnar segir að algengt sé að slík-
ar tillögur hafi farið um hendur
margra ólíkra álitsgjafa „sem hafa
fengið nægan og eðlilegan tíma til
þess að fjalla um málið“.
Aðrar skýringar
Davíð Þór Björgvinsson laga-
prófessor sem átti sæti í nefndinni
sem skilaði skýrslu um eignarhald
á fjölmiðlum hefur fjallað um það
hvers vegna Hæstiréttur hefur
vísað lögum Alþingis heim. Í grein
í Morgublaðinu í janúar síðastliðn-
um veltir hann því fyrir sér hverj-
ar geti verið meginskýringar sér-
stöðu Íslands í dómum um lög
Alþingis.
Davíð útilokar ekki skýringar
Ragnars, en telur tvær aðrar skýr-
ingar líklegastar. „Að íslenskir
dómarar og lögfræðingar hafi að
einhverju leyti losað um tengsl sín
við almenn norræn viðhorf í þess-
um efnum og sæki fyrirmyndar
sínar annað.“ Í því sambandi nefn-
ir Davíð Þór Evrópudómstólinn,
Mannréttindadómstól Evrópu og
Bandaríkin, þar sem rík hefð er
fyrir að dómur fjalli um og móti
lög.
Hin líklega skýringin að mati
Davíðs Þórs eru breytingar á
mannréttindakafla stjórnarskrár-
innar sem gerðar voru 1995 og
fólu í sér samþættingu mannrétt-
indaverndar á Íslandi við þær
kröfur sem felast í alþjóðlegum
mannréttindasáttmálum sem Ís-
land er aðili að. Skiptar skoðanir
eru um hvort þróunin sé æskileg.
Sjónarmiðin togast á. Traustir
dómstólar veita vernd gegn ofríki
stjórnlyndra valdhafa. Davíð Þór
gerir ekki lítið úr því viðhorfi, en
bendir á að þeir sem bera endan-
lega ábyrgð á umboði stjórnmála-
manna eru kjósendur. ■
Kíktu á neti›
www.das.is
Hringdu núna
561 7757
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
A
S
24
43
6
0
4/
20
04
N‡tt happdrættisár byrjar í maí
Missir
flú af
milljónum
í hverri viku
Kauptu mi›
a núna!
Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir!
KJARAMÁL „Fyrir starfsmenn göngu-
deildar mun þetta hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar, þar sem um er að
ræða mjög reynda starfskrafta sem
gengt hafa lykilhlutverki á göngu-
deild BUGL,“ segir meðal annars í
bréfi sem starfsmenn göngudeildar
barna- og unglingageðdeildarinnar á
Dalbraut hafa sent heilbrigðisyfir-
völdum, landlæknisembættinu og
stjórnendum Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss.
Tilefni þessa bréfs er að í kjölfar
sparnaðaraðgerða á BUGL hafa þrír
hjúkrunarfræðingar á deildinni sagt
upp og hætta 30. júní. Starfsmenn
göngudeildarinnar lýsa í bréfinu
áhyggjum sínum af þeirri stöðu sem
skapast hefur vegna uppsagna
hjúkrunarfræðinganna á deildinni.
„Með verulegri kjaraskerðingu
þessara reyndu hjúkrunarfræðinga
sem allar hafa áratuga ómetanlega
starfsreynslu, er svo komið að þær
sjá sér ekki fært að starfa undir
sviðsstjórn BUGL,“ segir enn frem-
ur í bréfinu. „Við lýsum undrun okk-
ar að á sama tíma og rætt hefur ver-
ið um eflingugöngudeildar BUGL og
ríkisstjórn Íslands ákveðið að veita
auknu fjármagni til geðheilbrigðis-
mála barna og unglinga sé gripið til
slíkra ráðstafana.“ Eydís Svein-
bjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar
á LSH, sagði að verið væri að skoða
málið. Um væri að ræða minnkun á
fastri yfirvinnu og sú ákvörðun sem
slík yrði ekki dregin til baka. ■
Starfsfólk barna- og unglingageðdeildar harmar uppsagnir:
Ófyrirsjáanlegar afleiðingar
TOGSTREITA UM TÚLKUN
Stjórnmálamenn hafa túlkað niðurstöður Hæstaréttar með ólíkum hætti og sumir talið að
rétturinn teygði sig inn á svið löggjafans með dómum sínum.
LÖGIN KÆRÐ
Ragnar Aðalsteinsson hefur sótt mál sem
hafa leitt til þess að Hæstiréttur hefur
hafnað lögum frá Alþingi. Hann telur
undirbúningi laga ábótavant.