Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 17
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 153 stk.
Keypt & selt 25 stk.
Þjónusta 50 stk.
Heilsa 7 stk.
Skólar & námskeið 4 stk.
Heimilið 10 stk.
Tómstundir & ferðir 5 stk.
Húsnæði 28 stk.
Atvinna 24 stk.
Tilkynningar 6 stk.
50% afsláttur álántökugjalditil 1. júlí
Stokkaðu upp fjármálin
Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar-
bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við
skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur
fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign.
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla
13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
www.frjalsi. is
– með hagstæðu fasteignaláni
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Vextir % 5,95% 6,50% 7,50% 8,00% 8,50%
30 ár 5.960 6.320 6.990 7.340 7.690
40 ár 5.470 5.850 6.580 6.950 7.330
4.960 5.420 6.250 6.670 7.080
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta.
Afborgun-
arlaust
H
im
in
n
o
g
h
a
f/
90
40
12
4
Krakkar læra af fjáröflun
BLS. 2
Góðan dag!
Í dag er miðvikudagur 28. apríl,
119. dagur ársins 2004.
Reykjavík 5.09 13.25 21.44
Akureyri 4.43 13.10 21.40
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Þú færð líka
allt sem þig vantar á
„Ég gerði gríðarlega góð kaup þegar ég
keypti íbúðirnar mínar,“ segir Gunnar
Helgason leikari, sem hefur keypt sér tvær
íbúðir í gegnum tíðina. „Fyrri íbúðin mín
hækkaði um þrjár og hálfa milljón á tæp-
lega sjö árum, en seinni íbúðin hefur hækk-
að enn meira eða um sex milljónir á tæp-
lega þremur árum.“
Gunnar segist hafa tekið til hendinni
innanhúss ásamt eiginkonu sinni, en telur
að það eitt og sér hækki ekki verð eigna svo
mikið. Það er svo margt annað sem kemur
til,“ segir hann.
Aðspurður segist Gunnar vera lítið fjár-
málaséní og allt að því fjármálahálfviti.
„Ég held ég sé samt nískur þó ég spari síst
í matarinnkaupum. Föt kaupi ég ekki á
meira en 3000 kall, fer bara á útsölurnar og
er hallærislegur eftir því,“ segir hann og
hlær. „Ég neyddist samt til að kaupa mér
svarta lakkskó um daginn og þurfti að
borga fyrir þá 13.000 krónur. Það var rosa-
legt.“
Skórnir voru þó brýn nauðsyn því Gunni
er að veislustýra um allan bæ og verður að
vera fínn í tauinu í vinnunni.
„Smókinginn er hægt að leigja, en
skóna ekki,“ segir Gunnar. „Annars kann
ég ekkert á peninga, enda var manni
ekkert kennt um fjármál í skóla. Mitt
mottó er að skulda sem minnst og þannig
hefur þetta gengið.“ ■
Bestu kaupin:
Tvær fasteignir
sem borguðu sig
heimili@frettabladid.is
Fimmtán námsmenn eiga
möguleika á því að hljóta styrk
frá námsmannalínu KB banka.
Námsstyrkirnir eru að upphæð
200.000 kr. hver og eru ætlaðir
útskriftarnemum úr háskólum
hérlendis og námsmönnum í há-
skólum erlendis. Umsóknarfrestur
fyrir næstu úthlutun rennur út á
laugardag, 1. maí.
Laun í bankann er viðfangs-
efni leikjar sem settur hefur verið
inn á vef vaxtalínunnar hjá KB
banka, vaxtalinan.is, sem mun
standa yfir í allt sumar. Leikurinn
snýst um að koma sumarlaunum
í bankann. Allir sem klára leikinn
eiga möguleika á að vinna flotta
vinninga. Dregið verður úr hópi
þátttakenda í lok sumars.
Fjármálaþjónusta í
Leifsstöð eykst í kjölfar
nýs samnings flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar hf. og
Landsbanka Íslands hf. um
leyfi til reksturs fjármála-
þjónustu í Flugstöðinni til
næstu sjö ára. Lands-
bankinn mun reka gjald-
eyrisþjónustu fyrir ferða-
menn sem leið eiga um
Flugstöðina og alhliða
fjármálaþjónustu fyrir
starfsmenn og fyrirtæki á
flugstöðvarsvæðinu.
Landsbankinn hefur starf-
rækt gjaldeyrisafgreiðslu á
Keflavíkurflugvelli allt frá
árinu 1973. Nýi samningurinn
tekur til reksturs banka- og gjald-
eyrisþjónustu í komusal á 1. hæð
Flugstöðvarinnar og sérstakrar
gjaldeyrisafgreiðslu á frísvæðinu á
2. hæð. Gjaldeyrishraðbönkum
fjölgar um tvo, en þeir bjóða
bæði upp á erlendan gjaldeyri og
íslenskar krónur. Viðskiptavinir
Landsbankans munu einnig eiga
þess kost að panta gjaldeyri fyrir-
fram hjá þjónustuveri bankans
sem afhentur er í Leifsstöð við
brottför.
Krabbameinsfélagið og KB
banki hafa tekið upp samstarf um
söfnun velunnara fyrir Krabba-
meinsfélagið. Viðskiptavinum KB
banka og öðrum býðst að bætast
í hóp þeirra sem nú þegar styrkja
félagið með reglulegu framlagi.
Hægt er að fylla út eyðublað á
afgreiðslustöðum bankans. Við-
skiptavinirnir geta ákveðið upp-
hæð framlagsins og valið hve oft
og lengi verður tekið út af reikn-
ingi þeirra.
.
Lækkun símgjalda Síminn
boðaði 20 prósenta verðlækkun í
gær á símtölum frá GSM-
síma í borðsíma eða úr
10 krónum í 8 krónur.
Einnig lækkar SMS-
gjald innan kerfisins
um 11 prósent. Þessi
áskriftarleið nefnist Ás-
inn. Hún felur í sér að
eitt gjald er innheimt
fyrir símtöl og sending-
ar í borðsíma, GSM- og
SMS-kerfum fyrirtækis-
ins. Mánaðargjaldið
lækkar líka um 30 pró-
sent frá því sem gullá-
skriftin bauð upp á, eða
úr 1.800 krónum í 1.290
krónur. Við breytinguna
verður númerabirting einnig
gjaldfrjáls.
Gunnar Helgason gerði góð kaup þegar hann keypti íbúðirnar sínar.
Smáauglýsingar
á 750 kr.
visir.is
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Liggur í loftinu
Í FJÁRMÁLUM
Háls í Kjós – til sölu mjög góður bjálka-
sumarbústaður með húgögnum. Eign-
in skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi
og tvö svefnherbergi uppi. Rafmagn,
heitt vatn. S. 847 7510.
Þessi bátur er til sölu. Storebro Royal
cruiser 31. Vélar: tvær Volvo penta
136hp. Mikið endurnýjaður. Uppl. veitir
Jóhann í s. 553 1708 & 892 2392.
Amerískur húsbíll til sölu. Ford E450 með
Fleetwood Tioga húsi. Vél V10 310 Hö.
Nýskr. 05/2001, ekinn 7.700 mílur. Verð
4.900.000. Upplýsingar í síma 892 0382.
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Það er af sem áður var
þegar menn voru með
löng og vegleg seðlaveski
í rassvasanum. Á korta-
tímum hefur seðlaveskjat-
ískan breyst til muna,
enda orðið æ sjaldgæfara
að fólk noti ávísanahefti.
Nú eru langvinsælustu
veskin þau sem taka allt
frá þremur upp í tólf
debet- og kreditkort. Í
þeim er og pláss fyrir
seðla og lítil rennilása-
budda sem tekur við
klinkinu. Einnig eru
svokallaðar afabudd-
ur, eða skeifulaga
klinkbuddur, vinsæll
kostur hjá þeim sem
eru sniðugir og vilja
ekki eyðileggja vasa
sína með smápeninga-
þunga. Tíska og smekkur
breytist lítillega með
hækkandi aldri og sömu-
leiðis er kynjamunur í vali
seðlaveskja. Þannig vilja
karlarnir lítil, nett korta-
veski sem hægt er að
smeygja í alla vasa, en
konur ívíð skrautlegri og
veglegri seðlaveski.
Brúnt, svart og rautt leður
er sívinsælt, smekkur
landsmanna er látlaus og
algengt verð á seðlaveskj-
um er 2000–6000 krónur. ■
Seðlaveski nútímans:
Kortaveski og afabuddur
Vinsæl seðla- og kortaveski.