Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 18
Ferðatrygging Margir borga ferðalagið með korti til að
tryggja um leið farangurinn, en tryggingarnar eru mismun-
andi eftir kortategundum. Kynntu þér tryggingaskilmálana
fyrir fram. Og mundu að í einni ferðatösku geta verið föt
og önnur verðmæti upp á tugi eða hundruð þúsunda.
Spurningin
„Já, það geri ég, bæði er ég með viðbótarlíf-
eyrissjóð og set sjálfur í sparnað. Síðan hef
ég gaman af að fylgjast með hlutabréfum
og reyni að fjárfesta aðeins í þeim.“
Halldór Pálsson
Leggurðu
reglulega fyrir?
Hlíðasmára 9 - Kópavogi
Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki
á Photoshop er eins og að eiga bíl
og kunna ekki að keyra!
Síðdegisnámskeið. Kennt frá kl. 13-17.
Byrjar 4. og lýkur 18. maí.
Kvöldnámskeið. Kennt frá kl. 18-22.
Byrjar 10. og lýkur 26. maí.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
Á þessu námskeiði er lögð áhersla á þá hluti sem
mest eru notaðir af þeim sem eiga stafræna vél
eða skanna. Ótrúlega áhugavert og skemmtilegt
30 stunda námskeið í þessu frábæra forriti.
Vildarklúbbur Icelandair:
Þriðjungur
þjóðarinnar með
Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru
Vildarklúbbsfélagar nú komnir yfir hundrað þúsund. Félagarnir fá
reglulega útsend tilboð um skyndilegt hopp til útlanda, eða hagkvæm
sérkjör á utanlandsferðum. Vildarkort fær maður í gegnum Visa Ís-
land og sams konar Heimskort í gegnum Europay.
Vildarpunktar eru einnig nokkuð fljótir að safnast upp, en hæstan
punktafjölda fær maður fyrir flug með Icelandair, enda Vildarklúbb-
urinn tryggðarkerfi við viðskiptavini sem fá afslátt á farmiðum fyrir
tryggðina. Punktar safnast einnig ef flogið er með Flugfélagi Íslands,
Íslandsflugi, ef flogið er áfram með SAS, gist á hótelum Icelandair og
SAS, og á bílaleigunum Hertz og Thrifty. Þá safnast vildarpunktar ef
verslað er við meira en hundrað fyrirtæki hérlendis.
Nánari upplýsingar á www.icelandair.is (Vildarklúbbur). ■
„Mér finnst ekki rétt að krakkar komist upp með að fá
alla hluti upp í hendurnar fyrirhafnarlaust,“ segir
Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í skóla- og símenntun-
ardeild hjá menntamálaráðuneytinu. Hann vill efla
kostnaðarvitund ungs fólks. Sjálfur er hann faðir
þriggja barna og hefur mikla reynslu af að skipuleggja
fjáröflun vegna þátttöku þeirra í íþróttamótum og
ferðum á vegum grunnskólans.
Hann segir sölu á ýmsum varningi eins og klósett-
pappír, eldhúsrúllum, kaffi, lax og rækjum gefa vel af
sér. Eitthvað sem nýtist heimilum. „Það er reynt að
kaupa inn ódýrt og selja svo á svipuðu verði og út úr
búð og fólk fær vöruna senda heim,“ segir Guðni.
Hann telur að með dugnaði geti krakkar átt fyrir utan-
landsferð með svona sölu og með enn meiri dugnaði
jafnvel fótboltaskóm líka. Þegar þau eldist þreytist
sum þeirra á sölustarfseminni og vilji heldur vinna.
Fái þá kannski verkefni við að fegra umhverfið eða
bera út fréttabréf fyrir stofnanir eða samtök. Ein leið
er að auglýsa bílaþvott í vissum hverfum. Safnast á
plan skólans eða íþróttafélagsins og þvo bíla og bóna.
„Það er gott fyrir unglingana,“ segir Guðni. Hann
nefnir líka dósasöfnun og maraþon í íþróttum eða námi
þar sem áheitum er safnað hjá fyrirtækjum og einstak-
lingum. Einnig bingó og happdrætti. Jafnvel skemmt-
anir með kaffiveitingum þar sem unglingarnir hafa
bakað sjálfir og troða svo upp með skemmtiatriði.
„Þetta verður að vera fjölbreytt. Það er voða leiði-
gjarnt fyrir krakka að vera alltaf að selja klósettpapp-
ír, þó hann gefi vel af sér,“ segir hann.
En telur hann að svona starfsemi fái krakka til að
átta sig á því hvað hlutirnir kosta?
„Já, það er mitt sjónarmið að þeir eigi ekki bara að
geta farið í veskið til mömmu og pabba enda hafa ekki
allir foreldrar tök á því að reiða fram tugi þúsunda þótt
þeir vildu,“ segir Guðni og bætir við að lokum: „Þarna
læra krakkarnir líka að eftir því sem dugnaðurinn er
meiri, þess meira bera þeir úr býtum og ég tel mikil-
vægt að þeir fái tækifæri til að afla fjár með þessum
hætti.“ ■
Góð ráð
INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON
SVARAR SPURNINGU UM VAXTAVEXTI OG
ÓVERÐTRYGGÐ LÁN.
Engar verðbætur
ef verðbólga er engin
Sæll Ingólfur!
Las orðaskipti þín og Vilhjálms Þorsteinssonar um verðbætur
og vaxtavexti.
Spyr: Hvernig koma „vaxtavextirnir“ út ef engin verðbólga er
eða verðhjöðnun, sem hefur komið fyrir? Hvar er hægt að fá
40 ára lán óverðtryggt og þá með 8,65% föstum vöxtum?
Með kveðju
Hjalti Þórisson
Sæll Hjalti.
Þessu er auðvelt að svara.
Það reiknast engar verðbætur
og þar af leiðandi myndast eng-
ir vaxtavextir á verðtryggt fjár-
magn ef verðbólga er engin. Við
verðhjöðnun rýrnar verðgildið
og það myndast neikvæðir
vaxtavextir á verðtryggt fjár-
magn, svo galið sem það nú er.
Það má rétt ímynda sér hvernig
fjármálakerfið í Japan hefði far-
ið ef lán hefðu almennt verið
verðtryggð þegar verðhjöðnun
fór þar af stað á síðasta áratug.
Hér á Íslandi kom það fyrir til
dæmis á árinu 2003 að vísitala
neysluverðs, sem notuð er við
útreikninga á verðbótum, lækk-
aði milli mánaða og verðbætur
urðu neikvæðar. Höfuðstóllinn á
verðtryggða innláninu mínu
lækkaði svo ég bölvaði í hljóði
og vonaði að verðbólgan færi af
stað aftur. Ég neita því ekki að
þetta var svolítið skondin til-
finning, sérstaklega fyrir mann
sem hafði staðið í húsbygging-
um á verðbólguárum níunda
áratugarins. Ég vil ekki segja að
þetta sýni fáránleika verðtrygg-
ingarinnar en það er sannarlega
vert að skoða hvort við séum
ekki á röngu róli með verðtrygg-
ingu lána þegar verðbólga er
eins lítil og hún hefur verið und-
anfarin ár og spáð er að verði í
náinni framtíð.
Kær kveðja,
Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson,
félagsfræðingur og leiðbeinandi
á námskeiðum Fjármála heim-
ilanna.
Guðni Olgeirsson vill efla kostnaðarvitund ungs fólks:
Krakkar læra af fjáröflun
Guðni og dæturnar
Signý og Gerður
með ýmsan varning
sem þær fást við að
selja til ágóða fyrir
fótboltaferðum.
Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is
Íbúðabréf:
Útgáfa hefjist
1. júlí
Af hálfu Íbúðalánasjóðs er stefnt að því
að skiptum á húsnæðisbréfum og hús-
bréfum fyrir íbúðabréf verði lokið áður
en húsbréfakerfið verður lagt af og nýtt
peningalánakerfi verður tekið í gagnið.
Sem fyrr er gert ráð fyrir að útgáfa í hinu
nýja kerfi hefjist 1. júlí næstkomandi.
Einnig er stefnt að því að fyrstu útboðun-
um með hin nýju íbúðabréf verði lokið
fyrir 1. júlí. Þetta kom fram í mánaðar-
skýrslu Íbúðalánasjóðs. ■