Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 19
Miðvikudagur 28. apríl 2004 „Nei. Ég eyði peningunum mínum bara jafn- óðum.“ Jón Hjartarson Lyfjakönnun: Töluverður verðmunur Verðlagseftirlit ASÍ kannaði í síðustu viku verð sex lyfsseðilsskyldra lyfja í tíu lyfja- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Apótekin voru Lyf og heilsa Kringlunni, Apótekarinn Mjódd Þönglabakka, Apó- tekið Iðufelli, Lyfja Smáralind, Árbæjar- apótek Hraunbæ, Garðsapótek Sogavegi, Hringbrautarapótek Hringbraut, Laugar- nesapótek Kirkjuteigi, Rimaapótek Langa- rima og Skipholtsapótek Skipholti. Búin voru til tvö tilfelli, annars vegar 38 ára kona á þremur lyfjum, einni getn- aðarvarnarpillu og lyfjum vegna sýkingar. Hins vegar þriggja ára barn á þremur lyfj- um, tveimur við astma og einu vegna sýkingar. Í tilfelli konunnar gat hlutur sjúklings hæstur orðið 12.518 krónur ef apótekin gæfu engan afslátt. Í öllum apótekum var boðið ódýrara samheitalyf. Þykir það merki um góða þjónustu. Munur á hæsta og lægsta heildarverði sem konan varð að greiða var 2.056 krónur. Alls voru sex apótek af tíu undir 11 þúsund krónum fyrir pakkann og ódýrast var í Rima- apóteki 10.318 krónur. Í tilfelli barnsins gat hlutur sjúklings hæstur orðið 6.937 krónur ef enginn af- sláttur var gefinn. Munur á hæsta og lægs- ta heildarverði var 1.096 krónur. Lægsta verð fyrir pakkann var í Rimaapóteki 5.550 krónur og alls voru fimm apótek með pakkann undir 6.000 krónum. Könnunin gefur aðeins vísbendingu um stöðu mála á þessum markaði, en endurspeglar ekki verðlag á lyfjum al- mennt. ■ Spurningin Leggurðu reglulega fyrir? Neytendur geta sparað nokkuð með því að afla sér upplýsinga um hagstæðustu kjörin hverju sinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.