Fréttablaðið - 28.04.2004, Page 25
Í upphafi fjölmiðlamálsins sagði
formaður Samfylkingarinnar að
það kæmi í ljós með afstöðu Fram-
sóknar hvort beinin í leggjum Hall-
dórs Ásgrímssonar væru forsætis-
ráðherrabein eða úr brauði. Nú er
það komið í ljós. Eftir digurbarka-
legar yfirlýsingar um að Framsókn
taki ekki þátt í að takmarka eignar-
hald á fjölmiðlum með afturvirkum
hætti hefur formaður flokksins
lyppast niður og látið Davíð Odds-
son kúga sig enn einu sinni í máli
sem varðar grundvallaratriði.
Framsókn blaktir eins og fífan í
Flóanum þegar blásið er úr Stjórn-
arráðinu.
Opinberlega hófst áhlaupið með
því að forsætisráðherra lagði fram
á einum og sama ríkisstjórnarfundi
bæði hina frægu fjölmiðlaskýrslu
og frumvarpið um takmörkun á
eignarhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið
var upplýst að frumvarpið hafi
verið unnið af ráðherrum Sjálf-
stæðisflokksins og að Framsókn
hafi hvergi fengið að koma nærri.
Davíð Oddsson fór því gróflega á
bak við Framsóknarflokkinn. And-
spænis svona meðferð hefðu allir
flokkar með sjálfsvirðingu brugðist
ókvæða við og lagt sjálfa sig undir
frekar en láta lítilsvirða sig með
þessum hætti. Það voru líka fyrstu
viðbrögð framsóknarmanna, meðal
annars formannsins.
Í samtali við fréttastofu RÚV í
kvöldfréttum 30. apríl lofaði
Halldór fjölmiðlaskýrsluna og
sagðist eftir vandlega yfirferð vera
þeirrar skoðunar að það ætti að
setja lög og reglur á grundvelli nið-
urstaðna úr henni. Í ljósi þessara
ummæla Halldórs er athyglisvert
að skoða helstu niðurstöðu hennar.
Höfundar skýrslunnar segja bein-
línis að ef fyrirtæki þurfi að breyta
uppbyggingu sinni með þungbær-
um eða kostnaðarsömum hætti til
að laga sig að fyrirmælum nýrra
laga fæli það í sér afturvirkni, sem
gæti reist álitamál varðandi ákvæði
stjórnarskrár um atvinnufrelsi og
vernd eignarréttar. Þeir klykkja út
með því að segja að af „þessum
ástæðum yrði því fyrst og fremst
að horfa til áhrifa þeirra til fram-
tíðar“.
Það tók Davíð Oddsson ekki
nema hálfa helgina að snúa Halldór
niður. Frumvarpið felur í sér aftur-
virknina sem skýrslan varar við.
Tilgangur þess er sá einn að ganga
milli bols og höfuðs á Norðurljós-
um. Það er því út í hött þegar Hall-
dór Ásgrímsson segir að frumvarp-
ið byggist á fjölmiðlaskýrslunni.
Önnur mikilvæg atriði úr skýrsl-
unni er heldur ekki að finna í frum-
varpinu. Frumvarpið byggist ekki á
lykilatriðum úr skýrslunni og geng-
ur í berhögg við sum. Staðreyndin
er sú að forsætisráðherra er að
jafna sakir við fyrirtæki sem fer í
taugarnar á honum. Það kemur hins
vegar á óvart að Framsókn skuli
lyppast algerlega niður í málinu.
Menn verða að geta staðið í lapp-
irnar ef þeir ætla að verða alvöru
forsætisráðherrar. ■
17MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004
Selja á ríkisfyrirtækin
Sverrir Jóhannesson skrifar:
Við birtingu fjölmiðlaskýrslunnar og frum-
varps forsætisráðherra um takmarkaða
eignaraðild að fjölmiðlum sýnist mér
hann opinbera framar öllu öðru veikleika
sinn, þ.e. að ef honum ekki líkar það sem
er að gerast í kringum hann þá setji hann
bara ný lög í krafti valds síns. Verði frum-
varpið að lögum þá liggur beint við að
þeir einu sem geta átt hlut í fjölmiðli verði
heimavinnandi húsmæður og launþegar,
aðrir en þeir sem eru eigendur fyrirtækja,
og ríkið. Það er óheilbrigt að ríkið eigi og
reki sjónvarps/útvarpsstöð og eigi og reki
fjarskiptafyrirtæki (Símann). Það á að
selja þessi fyrirtæki svo fljótt sem auðið
er. Ríkisstjórnin og Alþingi eru kosin til
þess að setja leikreglur til að fara eftir og
skapa fyrirtækjum aðstöðu til að dafna í
heilbrigðri samkeppni. Ríkið á ekki að
vera atvinnurekstri. Ríkisfyrirtæki eru illa
rekin, og þjónustan fyrir neðan allar hell-
ur. Ég er t.d. alveg hættur að horfa á ríkis-
sjónvarpið annað en fréttaþáttinn á kvöld-
in, ég kýs að horfa á BBC Prime í staðinn
og það tók mig þrjá mánuði að losna
undan oki Símans sem er að mínu viti
verst rekna fyrirtæki á sínu sviði í hinum
vestræna heimi.
Gerum góðverk
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands, skrifar:
Það er frábært til þess að vita að á Íslandi
er fjöldi manna sem veit ekki aura sinna
tal. Aðrir eiga ekki jafn mikið en hafa samt
yfirdrifið nóg og eru því aflögufærir og því
er við hæfi að beina orðum til þeirra sem
nóg hafa umleikis að gera góðverk með
því að styrkja verkefnið „Hlúum að ís-
lenskum börnum“. Söfnunin hófst 15.
apríl og lýkur 3. maí nk. Hún er fyrir börn
sem koma frá efnalitlum heimilum og
búa því við þrengri kost en gengur og ger-
ist í okkar góða landi. Þetta eru heimili
þar sem örorka, skyndileg veikindi, skiln-
aður, atvinnuleysi, andlát eða annars kon-
ar erfiðar aðstæður hafa bankað óvænt á
dyr. Veruleikinn á Íslandi er því miður sá
að of stór hópur barna á þess ekki kost að
njóta æskuáranna með minningar að
hausti um yndislegar stundir frá dvöl í
sumarbúðum eða þátttöku í leikjanám-
skeiðum nýliðins sumars. En nú á að
bæta úr því. Í raun geta allir stutt þetta
verkefni því möguleikarnir eru nokkrir.
Fyrir þá sem minna hafa er hægt að
hringja í söfnunarsímann 901 5050, en
hver hringing kostar 500 krónur. Þeir sem
efnameiri eru geta styrkt eitt barn til
dvalar í sumarbúðir með því að leggja
27.000 krónur inn á reikninga Fjölskyldu-
hjálpar Íslands í Landsbanka Íslands 101-
26-66090 eða á reikning 0546-26-6609
hjá Íslandsbanka. Það er sú upphæð sem
greiða þarf fyrir vikudvöl í Vindáshlíð eða
Vatnaskógi með ferðum, en að sjálfsögðu
ráða börnin hvert þau fara og gildir þetta
fyrir börn á öllu landinu. Samvinna verður
höfð við presta sem hjálpa munu til þess
að réttu börnin fái notið þessa. Gerum
góðverk og tökum þátt. Bókhald verkefn-
isins verður gert opinbert.
BRÉF TIL BLAÐSINS
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
FJÖLMIÐLA-
FRUMVARPIÐ
Framsóknarmenn lyppast niður
Framsókn blaktir
eins og fífan í
Flóanum þegar blásið er
úr Stjórnarráðinu.
,,
Við hvetjum lesendur til að senda okkur
línu og segja skoðun sína á fréttum
blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu
eða leggja orð í belg um málefni líðandi
stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð,
50–200 orð að lengd.
Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á
netfangið greinar@frettabladid.is.