Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 28
20 28. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
SAMHERJAR Á NÝ
Roberto Carlos og Ronaldinho á æfingu
brasilíska landsliðsins fyrir leikinn gegn
Ungverjum í kvöld. Á sunnudag átti Ron-
aldinho stóran þátt í sigri Barcelona á Ro-
berto Carlos og félögum í Real Madrid.
Fótbolti
hvað?hvar?hvenær?
25 26 27 28 29 30 1
APRÍL
Miðvikudagur
ÁEnglandi þurfaleikmenn að leika
að minnsta kosti tíu
deildarleiki á leiktíð-
inni til þess að fá medalíu fyrir
meistaratitil. Martin Keown,
Nwankwo Kanu, Jose Antonio
Reyes og Jeremie Aliadiere hafa
enn ekki náð þessum leikjafjölda
með Arsenal í vetur. Kanu og
Reyes hafa leikið níu leiki og Ali-
adiere hefur leikið sjö en Keown
þarf að leika alla fjóra leikina sem
Arsenal á eftir til að ná tíu leikja
markinu.
Markvörðurinn Jens Lehmann
er eini leikmaður Arsenal sem
hefur leikið alla 34 deildarleikina
í vetur. Thierry Henry, Kolo
Toure og Robert Pires hafa leikið
33 leiki, Sol Campbell 31 og Gil-
berto Silva 30. ■
FÓTBOLTI Ásgeir Sigurvinsson
landsliðsþjálfari var rétt nýbúinn
að klára æfingu og léttur í bragði
þegar Fréttablaðið sló á þráðinn
til hans í Ríga í Lettlandi. „Þetta
lítur allt ágætlega út hjá okkur
nema það að Helgi Sigurðsson
fékk högg á brjóstholið í síðasta
leik sínum og er jafnvel talið að
hann sé með brákað rifbein eða
eitthvað slíkt, þannig að hann
verður ekki með að þessu sinni.
Að öðru leyti eru allir klárir í
slaginn og verkefnið leggst vel í
mannskapinn.“
Verða einhverjar áherslubreyt-
ingar á leik liðsins? „Engar stór-
vægilegar, við leggjum upp með
svipaða leikaðferð og við höfum
verið að nota undanfarin misseri
en það gætu þó læðst inn nokkrar
taktískar breytingar.“
En er einhverju breytt í tengsl-
um við leik andstæðinganna?
„Nei, engu sérstöku, en við erum
búnir að fara ágætlega yfir þeirra
leik og búnir að sjá þrjá leiki með
þeim. Við vitum hvernig þeir spila
og verðum að hafa góðar gætur á
eldsnöggum framherjum þeirra.
Þá erum við að sjálfsögðu búnir
að fara vandlega í gegnum síðasta
leik okkar, á móti Albönum, og við
þurfum að bæta okkur verulega
frá þeim leik – það er á hreinu að
það stendur til að gera betur en
við gerðum í þeim leik og ég held
að menn ætli sér allir að leggjast
á eitt í þeirri viðleitni. Það verða
ákveðnar áherslubreytingar sem
við ætlum að prófa okkur áfram
með í leiknum, þróa leik okkar að-
eins og prófa okkur áfram í okkar
kerfi, en það er einmitt megintil-
gangur svona leikja. Það verða
því einhverjar breytingar á liðs-
uppstilingunni og ný andlit í byrj-
unarliðinu frá síðasta leik.“
Hvernig eru aðstæður í Lett-
landi? „Þær eru að mestu leyti
ágætar en aðalvöllurinn gæti
verið betri. Við erum búnir að
æfa á honum og hann er bara
eins og malbik, það verður að
segjast eins og er, alveg grjót-
harður og ég ætla bara rétt að
vona að hann verði vökvaður eitt-
hvað á morgun.“
Er ekki ánægjulegt að spila við
lið eins og Letta sem komu svo
skemmtilega á óvart í und-
ankeppni EM, náðu öðru sæti rið-
ilsins og kórónuðu svo
frammistöðuna með því að
leggja Tyrki að velli í umspili
og tryggja sér sæti í loka-
keppninni sem fram
fer í Portúgal í
sumar ? „Jú,
það verður
gaman að
kljást við
þá og sjá
hvar við
s t ö n d u m
gangnvart þeim.
Það var mjög gam-
an að fylgjast með
liðinu í undankeppn-
inni og óvænt að sjá þá
slá Tyrki út, sem voru
fyrir fram mun sigur-
stranglegri. Þetta
sýnir bara að það er
allt hægt í þessu og
árangur þeirra er
ákveðið leiðarljós
fyrir okkur og
þótt svona gerist kannski ekki
nema á áratuga fresti er ekkert
útilokað. Alla kitlar að komast á
stórmót og Lettarnir sönnuðu
að litlu þjóðirnar geta ótrúleg-
ustu hluti og árangur þeirra er
lýsandi dæmi um að draumar
geta ræst. Við höldum að
minnsta áfram að láta okkur
dreyma,“ sagði Ásgeir Sigur-
vinsson að lokum. ■
FORMÚLA 1 „Einhvern tímann hætt-
ir Michael Schumacher og við
verðum að athuga hver verður
bestur þegar að því kemur,“ sagði
Ross Brawn, tæknistjóri Ferrari-
liðsins. „Ég er viss um að Jenson
Button verði á þessum lista.“
Jenson Button, sem nú ekur
fyrir BAR-liðið, hafði ekki komist
á verðlaunapall þegar keppni
þessa árs hófst. Hann varð sjötti í
fyrstu keppninni sem fram fór í
Ástralíu, þriðji í Malasíu og Bar-
ein og annar á Imola-brautinni um
helgina. Hann er nú í þriðja sæti
með 23 stig, einu stigi á eftir
Rubens Barrichello sem er annar.
„Mér finnst hann hafa staðið
sig frábærlega,“ sagði Brawn.
„Hann þekkir brautirnar núorðið
og hann er að læra að vinna með
liðinu. Hann verður eftirsóttur á
næstu árum.“ ■
■ ■ LEIKIR
19.15 KA og FH leika í Boganum í
átta liða úrslitum í deildabikar-
keppni karla í fótbolta.
20.00 ÍA og Fylkir keppa á Leiknis-
velli í átta liða úrslitum í deilda-
bikarkeppni karla í fótbolta.
■ ■ SJÓNVARP
15.45 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
16.15 Fákar á Sýn. Þáttur um allar
hliðar hestamennskunnar.
16.45 Landsleikur í knattspyrnu á
Sýn. Bein útsending frá leik Letta
og Íslendinga.
19.00 US PGA Tour 2004 á Sýn.
Þáttur um MCI Heritage Classic
mótið.
20.00 Meistaradeild UEFA á Sýn.
Útsending frá leik Deportivo La
Coruna og AC Milan sem fram
fór fyrr í þessum mánuði.
22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima
og erlendis.
23.45 Snjókross á RÚV. Þáttur um
kappakstur á vélsleðum,
00.10 Snjókross á RÚV. Þáttur um
kappakstur á vélsleðum.
Ole Gunnar
vill ekki í
aðra aðgerð
KNATTSPYRNA Ole Gunnar Sol-
skjær, leikmaður Manchester
United, heldur því fram að
hann þurfi ekki að fara í aðra
skurðaðgerð á hné, andstætt
því sem læknir norska lands-
liðsins, Thor Einar Andersen,
telur. Solskjær, sem á nokkuð
langt í land með að ná sínu
besta formi eftir hnémeiðslin,
hafði þetta að segja um um-
mæli Andersens: „Ég mun
halda mínu striki og önnur að-
gerð er ekki á dagskránni eins
og sakir standa. Ég hef ekki náð
mér að fullu og mun ræða við
Thor Einar fljótlega um að
setja upp æfingaprógramm fyr-
ir mig í sumar. Honum finnst ég
ekki hafa náð nægilegum bata
frá því að ég fór í síðustu að-
gerð en ég er ekki sammála. Ég
hef rætt við leikmenn sem hafa
orðið fyrir svipuðum meiðslum
og þeir segja sömu sögu og ég -
þeir fundu fyrir meiðslunum 8-
9 mánuðum síðar en síðan ekki
söguna meir.” ■
FÓTBOLTI „Ég er stoltur af því að
vera leikmaður Chelsea,“ sagði
finnski framherjinn Mikael
Forssell í viðtali á heimasíðu fé-
lagsins. „En mér sýnist að það
muni aðeins bæta mig sem leik-
manna að vinna eitt ár til viðbót-
ar með Steve Bruce, fram-
kvæmdastjóra Birmingham.“
Forsell er samningsbundinn
Chelsea til ársins 2007 en hefur
lýst því yfir að hann hafi ekki
áhuga á að vera í einhverju
aukahlutverki á Stamford
Bridge. Í fyrra var hann í láni
hjá þýska félaginu Borussia
Mönchengladbach og skoraði
sjö mörk í sextán leikjum. Bor-
ussia vildi hafa hann áfram en
úr varð að hann var lánaður til
Birmingham. Hann hefur skor-
að sautján mörk í úrvalsdeild-
inni, fimm mörkum meira en
Jimmy Floyd Hasselbaink,
markahæsti leikmaður Chelsea.
„Það hefur hjálpað að bæta
leik minn að leika reglulega með
Birmingham City,“ sagði Fors-
sell. „Mér finnst þetta sam-
komulag þjóna hagsmunum
allra þriggja aðilanna. Mér hef-
ur farið fram sem knattspyrnu-
manni og það getur aðeins verið
af hinu góða fyrir mig að vera
eitt ár til viðbótar í Miðlöndun-
um.“
Mikael Forssell er metinn á
fimm milljónir punda og er talið
að Birmingham vilji fá hann
fyrir fullt og allt til félagsins. ■
■ Tala dagsins
10
Jenson Button:
Til Ferrari?
JENSON BUTTON
Í þriðja sæti eftir fjórar keppnir.
MIKAEL FORSSELL
Hefur skorað fimm mörkum meira
í úrvalsdeildinni en markahælsti
leikmaður Chelsea.
Mikael Forssell:
Lengur í láni hjá Birmingham
ÁSGEIR SIGURVINSSON
Ákveðnar taktískar breytingar en
svipuð leikaðferð og undanfarin
misseri. Einhverjar breytingar
á byrjunarliðinu frá því í
leiknum gegn Albönum.
Til stendur að gera
betur en í síðasta leik
Verður gaman að kljást við Letta, segir Ásgeir Sigurvinsson.