Fréttablaðið - 28.04.2004, Qupperneq 39
31MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2004
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Eggjum.
Um 80 þúsund manns.
Sharon Stone.
LÖGFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS EFNIR TIL HÁDEGISVERÐARFUNDAR UM:
Eignarhald á fjölmiðlum
í Sunnusal Hótel Sögu
fimmtudaginn 29. apríl nk. kl. 12:00
Í skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum er komist að þeirri
niðurstöðu að fjölmiðlamarkaður hér á landi hafi ýmis þau einkenni
sem talin eru óeðlileg út frá þeim alþjóðlegu viðmiðunum sem byggt er
á í skýrslunni og lagt til að brugðist verði við með lagasetningu.
• Hvaða einkenni eru þetta?
• Hvers vegna eru þau óeðlileg?
• Hvaða alþjóðlegu viðmið er hér um að ræða?
• Hvernig er hægt að bregðast við?
Þessum og fleiri spurningum um niðurstöðu nefndarinnar mun
formaður hennar, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, leitast við að svara
í framsögu um málið, en að erindi hans loknu fara fram almennar
umræður undir stjórn varaformanns félagsins, Benedikts Bogasonar
héraðsdómara.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, en tilkynna þarf þátttöku
til skrifstofu Lögfræðingafélags Íslands í síma 568-0887
fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 28. apríl. Einnig má tilkynna þátttöku í
bréfsíma 568-7057 og á tölvupóstfangið logfr@logfr.is
Verð kr. 2.500 greiðist við innganginn.
ÓDÝRT
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
en gott
Við bjóðum
14
34
/
T
A
K
T
ÍK
n
r.
4
0
C
Stærð:
D: 50 cm
B: 30/40 cm
H: 180 cm
Stál-
skápar
fyrir
vinnustaði
kr. 7.719,-
Verð frá
Stálskápar
(Fyrsti skápur
kr. 8.840,-)
Vegna flutninga
ætlum við að rýma
verslunina.
Veitum því góðan
afslátt af öllum
vörum miðvikudag
og fimmtudag.
Glæsibæ
Þetta er ákveðið skref í að sigraheiminn,“ segir Árni Þór Jóns-
son, leikstjóri auglýsingarinnar
Flash Mob, en tímaritið Shots valdi
hana sem eina af sautján sjón-
varpsauglýsingum sem eiga að
sýna það besta sem er að gerast í
þessum geira á Norðurlöndunum.
Auglýsingin var gerð í sam-
starfi Góðs fólks og Sagafilm og er
þetta í annað sinn sem Shots velur
auglýsingu Sagafilm í hópi áhuga-
verðustu sjónvarpsauglýsinga. Sú
fyrri, auglýsingin Beautiful wom-
an sem gerð var fyrir Thule bjór,
var valin árið 2002.
Tímaritið kynnir einnig Árna
Þór Jónsson sérstaklega sem nýj-
an og áhugaverðan leikstjóra.
„Þetta þýðir að ég er kominn í
ákveðinn flokk og kem mér áfram
í Bretlandi þar sem þetta tímarit
er mikið lesið. Þó svo að ég sé bú-
inn að vera í leikstjórn í slatta af
tíma, bæði heima og erlendis, þá
hef ég bara ekki verið í þessum
stóru löndum eins og Bretlandi.
Þar er ég nýr og ferskur á mark-
aðinum. Þetta opnar því möguleika
fyrir mig að fá svona umfjöllun,“
segir Árni og drífur sig svo aftur í
tökur á tónlistarmyndbandi fyrir
rússneska rokkhljómsveit sem er í
kúrekaleik í Moskvu. ■
Auglýsingar
FLASH MOB
■ Önnur íslenska auglýsingin sem
hlýtur útnefningu Shots.
ÚR AUGLÝSINGUNNI FLASH MOB
Auglýsing þessi var valin af tímaritinu Shots sem ein áhugaverðasta auglýsing
Norðurlanda í ár.
1
5 6
7 8
13 14
16 17
15
18
2 3
11
9
1210
4
Lárétt:
1 tímarit, 5 tónn, 6 gras, 7 tveir eins,
8 tíni, 9 óvandað verk, 10 ullarhnoðri,
12 arinn, 13 væta 15 verkfæri, 16 hægt,
18 ónotaðir.
Lóðrétt:
1 þakklætisvottur, 2 málmur, 3 í röð,
4 menntastofnanir, 6 fáka, 8 skordýr,
11 vá, 14 stefna, 17 goð.
Lausn:
Lárétt: 1vera,5eis,6há,7rr, 8 les,
9fúsk,10ló,12stó,13agi, 15al,
16unnt,18nýir.
Lóðrétt: 1 verðlaun,2eir, 3rs,4háskól-
ar, 6hesta,8lús,11ógn,14inn,17tý.
Nýr og ferskur á
stóru mörkuðunum
Einn fremsti kvikmyndaklippariÍslendinga, Valdís Óskarsdóttir,
klippti nýjustu kvikmynd leik-
stjórans Michel Gondry, Eternal
Sunshine of the Spotless Mind. Val-
dís hefur klippt margar stórmyndir
í gegnum tíðina og af þeim erlendu
má nefna myndir eins og Festen,
Mifunes sidste sang og Finding
Forrester.
Eternal Sunshine of the Spotless
Mind fjallar um Joel Barish, sem
Jim Carrey leikur, en hann kemst að
því að kærasta hans, Clementine
Kruczynski, leikin af Kate Winslet,
til tveggja ára hefur gengist undir
skurðaðgerð til að eyða öllum minn-
ingum um hann. Joel gengur illa að
lifa með þessari staðreynd og
ákveður sjálfur að gangast undir
svipaða aðgerð.
Leikstjórinn Michel Gondry hef-
ur átt mikilli velgengni að fagna við
leikstjórn á tónlistarmyndböndum
og kann greinilega vel að starfa
með íslenskum kjarnakonum því
hann leikstýrði meðal annars mynd-
bandi Bjarkar Guðmundsdóttur,
Human Behavior, á sínum tíma.
Handrit myndarinnar er eftir
höfundinn Charlie Kaufman, sem
skrifaði meðal annars Being John
Malkovich, Confessions of a
Dangerous Mind og Adaptation.
Kaufman, Gondry og Valdís hafa
ekki valdið aðdáendum sínum von-
brigðum í þetta skiptið því myndin
hefur hlotið lofsamlega dóma gagn-
rýnenda í Bandaríkjunum og verður
frumsýnd í Bretlandi á morgun. ■
Kvikmyndir
VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
■ Leikstjórinn Michel Gondry vill starfa
með íslenskum kjarnakonum.
ELÍFT SÓLSKIN
Eternal Sunshine of the Spotless Mind er
strax komin í 46. sæti yfir bestu myndir
allra tíma á heimasíðunni Internet Movie
database en myndin verður frumsýnd á Ís-
landi þann 7. maí.
VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
Eternal Sunshine of the Spotless Mind
hefur nú bæst við í safn þeirra stórmynda
sem Valdís hefur klippt.
Valdís klippir Carrey og Winslet