Fréttablaðið - 22.06.2004, Side 31

Fréttablaðið - 22.06.2004, Side 31
23ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2004 VONBRIGÐI Einn af mörgum sorgmæddum Spánverj- um sést hér eftir tapið gegn Portúgal. Gagnrýnisraddir heyrast nú í hverju horni og Inaki Saez á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Spænsku landsliðsmenn- irnir sárir og svekktir: Viljum spila sóknarbolta EM Í FÓTBOLTA Spánverjar eru að von- um í sárum eftir að hafa verið slegnir út af Portúgölum á EM. Gagnrýnisraddir dúkka nú upp í hverju skúmaskoti og leikmenn landsliðs Spánverja láta þar ekki sitt eftir liggja. Vicente og Joaquin eru þar á meðal og þeir voru ekki sáttir við varnarleikskipulagið hjá Inaki Saez, landsliðsþjálfara. Byrj- um á Vicente: „Við erum ekki góðir í því að liggja til baka og halda fengnum hlut. Við viljum sækja og pressa hátt uppi en í þessum leik voru það Portúgalar sem gerðu það og upp- skáru,“ sagði sár og svekktur Vicente. „Við mættum til að verjast,“ sagði bitur og beiskur Joaquin og bætti við: „Við vissum að þeir myndu mæta af krafti til leiks enda þurftu þeir sigur. Eftir markið hjá þeim brugðumst við of seint við og náðum ekki að snúa leiknum okkur í hag – náðum ekki að spila eins og við viljum helst, en það er sóknar- bolti og ekkert annað. Í raun gleymdum við okkur alveg í vörn- inni og þar sem við erum ekki sér- lega vanir því að verjast svona mik- ið hlaut að fara illa. Við gerðum of mörg mistök og skorti líka heppni en það verður þó að segjast eins og er að Portúgalar voru einfaldlega betri.“ ■ Moyes ekki ánægður með ummæli Sven Göran: Á að vita betur FÓTBOLTI Framkvæmdastjóri Ev- erton, David Moyes, er ekki sáttur við ummæli Sven Göran Eriksson, þjálfara Englendinga, þess efnis að hann væri tilbúinn að hringja í um- boðsmann Wayne Rooney væri hann þjálfari einhvers félagsliðs og reyna að fá hann til liðs við sig. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að Sven Göran viti að það er ólöglegt að hafa samband við umboðsmann samningsbundins leikmanns áður en haft er samband við félag við- komandi leikmanns,“ sagði Moyes en viðurkenndi að þótt Everton vildi halda Rooney yrði erfitt að hafna risaboði í hann: „Ef einhver býður í kringum 50 milljónir punda í Roon- ey verður augljóslega erfitt að hafna því,“ sagði David Moyes. ■ B-RIÐILL England – Króatía 3–2 0–1 N.Kovac (5.), 1–1 Scholes (40.), 2–1 Rooney (45.), 3–1 Rooney (68.), 3–2 Tudor (73.), 4–2 Lampard (79.). Frakkland – Sviss 2–1 1–0 Zidane (20.), 1–1 Vonlanthen (26.), 2–1 Henry (76.), 3–1 Henry (84.). STAÐAN Í RIÐLINUM Frakkland 3 2 1 0 7–4 7 England 3 2 0 1 8–4 6 Króatía 3 0 2 1 4–6 2 Sviss 3 0 1 2 1–6 0 ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Portúgal – England fös. 24. jún 18.45 Frakkland – Sviss lau. 25. jún 18.45 ■ STAÐA MÁLA Frakkar lögðu Svisslendinga í lokaleik sínum í B-riðli: Henry opnaði markareikninginn KNATTSPYRNA Thierry Henry náði loksins að stimpla sig inn í Evr- ópukeppnina í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Frakka gegn Svisslendingum. Sigurinn tryggir Frökkum efsta sætið í B- riðli og mun liðið mæta Grikkjum í átta liða úrslitum. Fyrir fram var búist við því að það yrði aðeins formsatriði fyrir Frakka að ljúka þessum leik. Ann- að kom á daginn og veittu Sviss- lendingar Evrópumeisturunum verðuga mótspyrnu, greinilega staðráðnir í því að falla úr keppni með sæmd. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir á 20. mínútu með sínu þriðja marki á EM, en fram- herjinn Johann Vonlanthen náði óvænt að jafna metin á 26. mínútu fyrir Sviss. Vonlanthen er aðeins 18 ára og 141 dags gamall og varð með markinu yngsti markaskor- ari í sögu EM. Eftir þetta sóttu Frakkar stíft undir dyggri for- ystu fyrirliða síns Zidane, sem átti enn einn stórleikinn. Leik- menn Sviss vörðust hins vegar vel og aftarlega og gáfu fá færi á sér. Eftir því sem á leið jókst pressan og fengu Frakkar fjöl- mörg dauðafæri sem ekki nýtt- ust. Á 76. mínútu náði síðan Henry loks að brjóta ísinn, og var það Louis Saha sem lagði upp markið aðeins einni mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamað- ur. Henry bætti við öðru marki tæpum tíu mínútum síðar og var efsta sætið í riðlinum þar með tryggt. „Það var gott að ná að skora loksins. Ég, eins og liðið í heild, hef verið gagnrýndur það sem af er móti og stundum hefur sú gagnrýni haft rétt á sér. Það sem öllu máli skiptir er að við enduð- um á toppi riðilsins. Ég vil alls ekki gera lítið úr Grikkjum, sem verða án efa mjög erfiðir viður- eignar, en það er gott að sleppa við að mæta Portúgal,“ sagði Thierry Henry að leiknum lokn- um. ■ HETJAN HYLLT Wayne Rooney er orðinn óskabarn ensku þjóðarinnar eftir frammistöðu sína á EM. Hér sjást stuðningsmenn enska liðsins í Portúgal fagna sínum manni. Áfram heldur Rooney Skoraði tvö af fjórum mörkum Englands í góðum sigri á Króötum í gær og munu Englendingar mæta Portúgölum í átta liða úrslitum. Rooney á góðri leið með að verða maður mótsins. Eriks- son líkir honum við sjálfan Pele. KNATTSPYRNA Enn einu var það Wayne Rooney sem reyndist Eng- lendingum betri en enginn, en hann skoraði tvö mörk og átti frábæran leik í sigri liðsins á Króötum í gær. Sigurinn tryggði þeim ensku annað sætið í riðlunum og munu þeir mæta Portúgölum í átta liða úrslit- um keppninnar. Enska liðið spilaði sinn jafnbesta leik í keppninni það sem af er, og með Wayne Rooney innanborðs verða Englendingar að teljast til alls líklegir hvað varðar framhaldið. Það voru Króatar sem byrjuðu betur í leiknum í gær og komust yfir á 5. mínútu með marki Niko Kovac. Enska liðið náði fljótlega undirtökunum og á 40. mínútu skil- aði pressan loks marki. Þar var á ferð Paul Scholes, með sitt fyrsta landsliðsmark í þrjú ár, og var það áðurnefndur Rooney sem lagði upp markið. Rooney, ásamt Ashley Cole og Steven Gerrard, hélt áfram að vera potturinn og pannan í leik Eng- lands og skoraði hann gott mark á 45. mínútu með skoti af um 20 metra færi. Rooney bætti síðan við sínu öðru marki á 69. mínútu þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Króata eftir sendingu Michael Owen, sem átti enn einn slaka leik- inn í keppninni. Skömmu eftir að hafa skorað það mark var Rooney skipt út af, enda þreyttur eftir að hafa verið mjög atkvæðamikill í leiknum. Hann var hylltur gríðar- lega er hann gekk af velli, allir á leikvanginum stóðu á fætur og klöppuðu, og var þetta lýsandi dæmi um álitið sem ensku áhang- endurnir hafa á sínum manni, sem er ekki nema 18 ára gamall. Króatar sóttu í sig veðrið og náðu að minnka muninn með marki Igor Tudor fjór- um mínútum síðar, en það var síðan Frank Lampard sem slökkti síðasta vonarneista Króata með fínu marki á 79. mínútu. Eins og áður segir var það Rooney sem var maður kvöldsins, ekki í fyrsta sinn það sem af er EM. David Beckham, fyrirliði enska liðsins, sagði eftir leikinn að kapp- inn verðskuldaði allt hrós sem hann hefur fengið. „Þið sjáið hvernig hann spilar, það fær ekkert á hann. Þetta var virkilega stór leikur hér í kvöld en Rooney spilar bara eins og honum er lagið. Hann á allt hrós sem hann fær skilið.“ Rooney hélt sömu hógværðinni áfram og kvaðst heppinn að vera sá sem skorar mörkin. „Liðið spilaði mjög vel hér í kvöld og við gerðum okkar besta.“ Spurður um samstarf sitt í framlínunni með Owen sagði Rooney það vera mjög gott. „Við náum mjög vel saman. Hann er ekki að skora í augnablikinu en er búinn að leggja upp tvö af mörkum mín- um og það tel ég vera mjög gott,“ sagði Rooney. Sven-Göran Eriksson var að sjálfsögðu hinn ánægðasti með pilt og sagðist engu geta bætt við það sem þegar hefur verið sagt um Rooney. „Hann skoraði tvö góð mörk og lagði sig allan fram fyrir liðið í kvöld. Hann er stórkostlegur. Ég man ekki eftir neinum leikmanni sem hefur haft slík áhrif á stórmót síðan Pele sló í gegn á HM 1958,“ segir Eriksson. ■ ÍSINN BROTINN Zinedine Zidane reynir að ná í Thierry Henry eftir að sá síðarnefndi hafði náð að opna markareikning sinn á EM. Frakkar mæta Grikkjum í átta liða úrslitum. SKOTFÓTURINN MUNDAÐUR Wayne Rooney skorar hér fyrsta mark sitt í gær með góðu skoti af um 20 metra færi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.