Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 2
STRAND Tyrkneska súrálsflutn- ingaskipið Kiran Pacific strand- aði á skeri 3.3 sjómílur, eða um 6 kílómetra, norðvestur af Straumsvíkurhöfn á laugardags- kvöld. Alls er 21 maður um borð í skipinu, allir frá Tyrklandi. Skip- ið er talið nokkuð stöðugt á sker- inu og því ekki óttast að áhöfnin sé í hættu. Varðskip kom á vett- vang í gærmorgun og kannaði áhöfn þess aðstæður og ástand flutningaskipsins. Ekki var endanlega ljóst í gær- kvöldi hvernig ástand skipsins var en hjá Umhverfsstofnun fengust þær upplýsingar að ekki væri tal- in bráðahætta á mengun úr skip- inu, svo lengi sem veður og sjólag breyttist ekki til hins verra. Málið er litið alvarlegum augum enda gæti olíuleki úr skipinu valdið miklu tjóni á dýralífi í nágrenninu. Kiran Pacific var að koma frá Bandaríkjunum með 45 þúsund tonn af súráli sem flytja átti til Straumsvíkur. Í skipinu eru 456 tonn af svartolíu, 52 tonn af dísilolíu og 31 tonn af smurolíu. Skipið er 21.968 brúttótonn og 193 metrar að lengd. Talið er að þrjú göt séu á sjótönkum framarlega í skipinu. Ekki er vitað um göt á olíutönkum og ekki hefur orðið vart við mengun. Skipið strandaði klukkan 18 á laugardag og barst tilkynning frá Hafnarfjarðarhöfn um það til stjórnstöðvar Landhelgisgæsl- unnar klukkan 21. Fulltrúar frá útgerð skipsins, tryggingafélagi þess og hollensku björgunarfyrir- tæki komu hingað til lands síðdeg- is í gær. Þeir fóru á strandstað og könnuðu ástand skipsins. Að því búnu áttu þeir fund með fulltrú- um Landhelgisgæslunnar, Sigl- ingastofnunar og Umhverfis- stofnunar. Þar var þeim kynnt ís- lensk löggjöf sem lýtur að slíkum atburðum og skyldur þeirra gagn- vart henni. Jafnframt var óskað eftir að þeir legðu fram aðgerða- áætlun um björgun skipsins. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra kvaðst hafa verið í sam- bandi við Umhverfisstofnun vegna strandsins og myndi fylgj- ast grannt með framvindu mála. Vindur gekk niður síðdegis í gær og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni átti að vera hæglætisveður í dag, hæg suð- austan átt og aðstæður á strand- stað því ákjósanlegar hvað það snertir. jss@frettabladid.is 2 28. júní 2004 MÁNUDAGUR Næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins: Stungið upp á Barroso DUBLIN, BERLIN, AP Lagt verður til að Jose Manuel Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, verði næsti forseti framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins. Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, skýrði frá þessu í gær. Írar fara nú með for- mennsku í Evrópusambandinu. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, lýsti skömmu síðar yfir stuðningi Þjóðverja við þessa niðurstöðu. Mikil leit hefur staðið yfir und- anfarið að hugsanlegum eftir- manni Romanos Prodis, sem læt- ur af embætti forseta fram- kvæmdastjórnarinnar í lok októ- ber. Á yngri árum, þegar einræðis- herrann Antoniu Salasar réð ríkj- um í Portúgal, var Barroso rót- tækur maóisti sem barðist hat- rammlega gegn einræðisstjórn- inni. Í dag er hann forsætisráð- herra íhaldsstjórnar í Portúgal og eindreginn stuðningsmaður stríðsaðgerða Bandaríkjamanna í Írak. Barroso státar sig af því að hafa pólitískt úthald og standa óhrædd- ur við ákvarðanir sínar, þótt sumar hafi verið umdeildar. ■ Sprenging í herstöð á Gazaströnd: Hefndarað- gerð Palest- ínumanna ÍSRAEL AP Að minnsta kosti tíu Ísraelsmenn særðust í gífur- legri sprengingu við bækistöðv- ar ísraelska hersins á Gaza- strönd. Herskáir Palestínumenn höfðu grafið göng undir ramm- gerðan vegg herstöðvarinnar til þess að koma þar fyrir sprengjuefni. Samtökin Hamas og al-Aksa-skæruliðasveitirnar lýstu ábyrgð sinni á árásinni. Frá Hamas bárust þau skila- boð að sprengjuárásin væri hefndaraðgerð fyrir dráp Ísra- elsmanna á stofnanda samtak- anna, Ahmed Yassin, í mars, sem og drápið á arftaka Yass- ins, Abdel Aziz Rantisi, mánuði síðar. ■ “Nei, það voru kjósendur sem brugð- ust. Ég gerði það sem ég gat. Ég er viss um að fólk verður meira vakandi næst fyrir þessum góða málstað.“ Ingibergur Sigurðsson var kosningastjóri Ástþórs Magnússonar. 2001 kusu Ástþór sem er 1,5% fylgi. SPURNING DAGSINS Ingibergur, varst það þú sem brást? ÓK FULLUR Á KYRRSTÆÐAN BÍL Þrír ökumenn voru teknir grun- aðir um ölvunarakstur í Hafnar- firði í fyrrakvöld og fyrrinótt. Einn ökumannanna hafði ekið á kyrrstæðan bíl í bílastæði áður en hann var tekinn. TVÆR VELTUR Á FRÓÐÁRHEIÐI Bílvelta varð á Fróðárheiði í há- deginu í gær. Ökumaður bílsins náði ekki beygju á veginum sem varð til þess að bíllinn valt og endaði utan vegar. Þá valt annar bíll á heiðinni við sæluhúsið. Eng- inn slasaðist í óhöppunum. ELDUR Í POTTI Eldur kviknaði þar sem pottur hafði verið skilinn eftir á eldavél í húsi í Hafnar- firði. Slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Engar skemmdir urðu. Þá kviknaði í bíl við Ikea en vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. VINNUSLYS Í BAKARÍI Sauma þurfti tólf spor í olnbogabót á konu sem fest hafði hönd í pökkunarvél í bakaríi í Skeif- unni í Reykjavík um klukkan sjö í gærmorgun. Hún var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann. INNBROTSÞJÓFUR HANDTEKINN Öryggisvörður kom að inn- brotsþjófi inni í tölvufyrirtæki í Skipholti um klukkan hálffjög- ur í fyrrinótt. Maðurinn sagðist einungis hafa átt leið framhjá fyrirtækinu og séð að hurðin væri opin og því ákveðið að lit- ast um. Engu að síður var lög- regla kölluð til og maðurinn var handtekinn. Hann gisti fanga- geymslur en var sleppt að yfir- heyrslum loknum í gærmorgun. BRAUST INN Í BÍL Brotist var inn í bíl við Skúlagötu í gær- morgun og þaðan stolið mynda- vél. Þjófurinn braut rúðu til að komast inn í bifreiðina. ANDLÁT Tónlistarmaðurinn Rafn Jónsson lést á heimili sínu í Hafnarfirði í gær eftir langvinn veikindi. Rafn, sem var betur þekktur sem Rabbi, fæddist árið 1954 á Suðureyri við Súganda- fjörð. Á tónlistarferli sínum lék Rabbi meðal annars með hljóm- sveitunum Grafík, Sálinni hans Jóns míns og Bítlavinafélaginu, en hann gaf auk þess út nokkrar sólóplötur. Rabbi greindist með MND- sjúkdóminn fyrir sextán árum og tókst hann á við sjúkdóm sinn af miklu æðruleysi. Rafn var giftur Friðgerði Guðmundsdóttur og áttu þau saman þrjú börn en Rafn átti fyrir eina dóttur. ■ RAFN JÓNSSON Dánarfregn: Rafn Jónsson látinn FORSÆTISRÁÐHERRA PORTÚGALS Jose Manuel Durao Barroso, forsætisráð- herra Portúgals, þykir nú líklegur arftaki Romanos Prodi. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Forsetakosningar í Litháen: Naumur sigur hjá Adamkus LITHÁEN AP Valdas Adamkus, fyrrverandi forseti Litháens, var í gær kosinn á ný forseti landsins með naumum meiri- hluta. Hann vann þar sigur á Kazimira Prunskiene, fyrrver- andi forsætisráðherra landsins. Tæpir tveir mánuðir eru síð- an fráfarandi forseti, Rolandas Paksas, var hrakinn úr embætti fyrir að ljóstra upp um ríkis- leyndarmál og ráða sér aðstoð- armann með tengsl við rúss- nesku mafíuna. Paksas hafði lýst yfir stuðn- ingi sínum við Prunskiene. Adamkus tekur formlega við embætti 12. júlí næstkomandi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Olíuleki gæti valdið miklu tjóni Súrálsflutningaskip strandaði á skeri út af Straumsvíkurhöfn. Málið er litið alvarlegum augum enda gæti olíuleki úr skipinu valdið miklu tjóni á lífríkinu í grennd. Á SKERI Kiran Pacific strandaði á skeri FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Björgunarsveitir á Suðurlandi: Leita að ferðamanni BJÖRGUNARSTARF Erlendur ferða- maður hringdi í Neyðarlínuna um fimmleytið í gær. Hafði hann lagt af stað frá Land- mannalaugum fyrr um daginn en villst af leið. Hann vissi ekki hvar hann var nákvæmlega staddur þegar hann hringdi, að öðru leyti en að hann væri sunn- an við Landmannalaugar. Ljóst var að maðurinn var í töluverðum vandræðum og voru Björgunarsveitir á Suðurlandi, alls 70 manns á tólf jeppum, þegar kallaðar út til að leita að manninum. Hann hafði enn ekki fundist þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.