Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 23
FÓTBOLTI Stuðningsmenn KA fögnuðu innilega á Akureyri í gær þegar fyrsti heimasigur leiktíðar- innar kom í hús. Hann var heldur ekki af ódýrari gerðinni því það voru sjálfir Íslandsmeistararnir sem voru lagðir á Akureyrarvelli. KA-menn voru búnir að leika fjóra heimaleiki áður en KR kom í heimsókn og þeir leikir höfðu aðeins skilað þeim tveimur stigum. Það voru KR-ingar sem hófu leikinn betur. Voru vel stemmdir og pressuðu grimmt á heimamenn. Það skilaði þeim síðan marki á 22. mín- útu er Sigurður Ragnar Eyjólfsson fékk stungusendingu inn fyrir vörn KA-manna sem hann skilaði laglega í netið. KA-menn létu þetta mark Sigurðar ekki slá sig út af laginu heldur hófu stórsókn að marki KR- inga og sú stórsókn bar árangur sex mínútum eftir mark KR-inga. Þá opnaði markahrókurinn Jóhann Þórhallsson markareikning sinn fyrir KA í sumar er hann skilaði sendingu Deans Martin í markið. KR-ingar sóttu nokkuð það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en tókst ekki að skora. KR-ingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og það var nokkuð gegn gangi leiksins er Pálmi Rafn Pálmason kom KA- mönnum yfir með stórglæsilegu marki. Mark Pálma hleypti sjálfstrausti í lið KA og Jóhann skoraði þriðja mark KA þrem mínútum síðar eftír góðan undirbúning Hreins Hringssonar. KR-ingar minnkuðu muninn sautján mínútum fyrir leikslok með marki úr vítaspyrnu. Ágúst Gylfason tók hana og skoraði af fádæmaöryggi. Þeir pressuðu KA- menn síðan stíft það sem eftir lifði leiks en þrátt fyrir góðar tilraunir tókst þeim ekki að brjóta niður sterkan varnarmúr heimamanna. Jóhann Þórhallsson lék á alls oddi í leiknum. Skoraði langþráð mörk og honum var augsýnilega létt í leikslok. „Ég hef verið að leggja mig allan fram í sumar en þetta hefur ekki dottið fyrir mig. Þetta hefur verið erfið bið en loksins kom það og vonandi verður framhald á hjá mér,“ sagði Jóhann skömmu eftir leik. „Annars hefur tímabilið verið nokkur vonbrigði hjá okkur. Við ætluðum okkur stærri hluti en mótið er opið og ekkert of seint að fara að gera eitthvað.“ Kristján Finnbogason, fyrirliði KR, var ósáttur við sína menn. „Þetta var mjög slakt hjá okkur. Því miður vantaði baráttu og ákveðni í okkur til þess að klára þennan leik. ■ 23MÁNUDAGUR 28. júní 2004 Fram og FH mætast sem og Grindavík og Keflavík Endurtekur Fram leikinn? STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125www.gitarinn.is SUMARTILBOÐ!!! ÞJÓÐLAGAGÍTAR MEÐ POKA KR. 14.900.- KASSAGÍTAR FRÁ KR. 9.900.- MEÐ POKA!!! RAFMAGNSSETT: KR. 25.900.- TROMMUSETT: FRÁ KR. 54.900.- (RAFMAGNSGÍTAR - MAGNARI - POKI - KENNSLUBÓK - STILLIFLAUTA - GÍTARNEGLUR OG 2 SNÚRUR!!!!) gitarinn@gitarinn.is GÍTARINN EHF. ■ KA-KR 3-2 0–1 Sigurður Ragnar Eyjólfsson 22. 1–1 Jóhann Þórhallsson 28. 2–1 Pálmi Rafn Pálmason 67. 3–1 Jóhann Þórhallsson 70. 3–2 Ágúst Gylfason, víti 73. BESTUR Á VELLINUM Jóhann Þórhallsson KA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–20 (5–10) Horn 1–6 Aukaspyrnur fengnar 15–16 Rangstöður 3–2 Gul spjöld (rauð) 0–0 (0–0) MJÖG GÓÐIR Jóhann Þórhallsson KA Pálmi Rafn Pálmason KA Ronni Hartvig KA Kristinn Hafliðason KR Kristján Örn Sigurðsson KR GÓÐIR Sandor Matus KA Atli Sveinn Þórarinsson KA Örlygur Þór Helgason KA Ágúst Þór Gylfason KR Arnar Jón Sigurgeirsson KR Petr Podzemsky KR Meistararnir lagðir á Akureyri KA-menn unnu sinn fyrsta heimasigur í gær er KR kom í heimsókn. Jóhann Þórhallsson fann loksins skotskóna og skoraði tvö mörk í 3–2 sigri KA. ALLAN BORGVARDT Endurkoma hans styrkir FH mikið. FÓTBOLTI Tveir leikir fara fram í 8. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Klukkan 19.15 mætast Fram og FH í Laugardal en 45 mínútum síðar verður flautað til leiks Grindvíkinga og Keflvíkinga.. Grindvíkingar voru rassskelltir af FH-ingum í síðustu umferð og þurfa að bæta sig verulega ætli þeir sér eitthvað gegn nágrönnun- um í Keflavík. Grindvíkingar hafa gert flest jafnteflin í deildinni og vörn þeirra fram að FH-leiknum hefur verið traust. Keflvíkingar byrjuðu móti af krafti en undanfarið hefur spilamennska liðsins verið á niðurleið og Skagamenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir 0-2 sigri í Kefla- vík og greinilegt að einhver stífla er í liðinu og spurning hvort það losni um hana í Grindavík. Framarar eru við botninn en þeir hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð. Á sama tíma í fyrra mætti liðið FH í Kaplakrika og var staðan á þeim svipuð og nú. Þá unnu þeir óvæntan sigur í Kaplakrika, 2-3, með tveim mörk- um í lokin frá varamanninum Kristjáni Brooks, og sá sigur kom liðinu á rekspöl. FH-ingar sýndu góðan leik gegn Grindvíkingum í síðustu umferð og endurkoma Allans Borgvardt í byrj- unarliðið var sem hið besta hressing- armeðal og liðið er til alls líklegt. ■ JÓHANN ÞÓRHALLSSON Skoraði tvö mörk í 3–2 sigri KA á KR í gær. Þetta voru fyrstu mörk Jóhanns fyrir KA í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.