Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 28. júní 2004     '*( %           !"# $% &'(                  !" !  )' !"# $% &'( #$ %   &' '        !"                                 EM Í FÓTBOLTA David Beckham er á því að slök frammistaða hans á EM í Portúgal sé að hluta til að kenna lélegu líkamlegu formi sem megi rekja til lélegs æfingaprógramms hjá Real Madrid: „Mér finnst við ekki æfa nærri því eins mikið í Madrid og ég var vanur í Manchest- er,“ sagði Beckham og bætti við: „Þannig er það einfaldlega á Spáni. Ég fann mig ekki vel á seinni hluta síðasta tímabils og kannski hafði það áhrif á frammistöðuna á EM.“ Þessi ummæli munu væntan- lega falla í grýttan jarðveg hjá forráðamönnum Real Madrid en Sven Göran E r i k s s o n l a n d s l i ð s - þjálfari Eng- lendinga, tók í sama streng og Beckham: „Þegar við vorum í æf- ingabúðum á Sardiníu rétt fyrir mót þá var það alveg ljóst að David var ekki í sínu besta formi. Hon- um hefur farið aftur á þessu ári. ■ David Beckham viðurkennir að vera ekki í toppformi: Minna æft í Madrid en Manchester DAVID BECKHAM Segist ekki vera í nógu góðu formi. Sést hér eftir að hafa brennt af vítinu gegn Portúgölum. FÓTBOLTI Jacques Santini, lands- liðsþjálfari Frakka, hefur hvatt stuðningsmenn Tottenham Hotspur til þess að dæma sig ekki fyrir fram eftir slaka frammi- stöðu Frakka á EM í Portúgal. Santini mun einmitt taka við stjórnartaumunum hjá Spurs innan skamms og fyrir EM ríkti mikil ánægja með ráðningu hans en eftir að franska liðið var slegið út af Grikkjum hefur efasemdar- röddum fjölgað og menn spyrja hvernig það sé hægt að klúðra málum svona með þennan ótrú- lega mannskap innanborðs. „Aðdáendur Spurs geta treyst því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að félagið nái árangri,“ sagði Santini og klykkti út með þessu: „Orðspor mitt hefur ekki beðið hnekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því að Spurs end- aði í 14. sæti á síðustu leiktíð en ég er með þriggja ára áætlun sem unnið verður eftir en ég er ekki til- búinn á þessari stundu að segja nánar frá henni. Á meðan ég fæ ánægju út úr því að starfa við knattspyrnu- þjálfun mun ég halda því áfram því starfið krefst mikillar ábyrgð- ar og það líkar mér,“ sagði Jacques Santini og greinilegt að sjálfsánægjan hefur heldur ekki beðið neina hnekki. ■ Jacques Santini biðlar til stuðningsmanna Spurs: Ekki dæma mig fyrir fram BROTTFÖR Jacques Santini biður stuðningsmenn Spurs að treysta sér. Sést hér á flugvellin- um í Lissabon á leiðinni heim til Frakklands eftir óvænt tap gegn Grikkjum í átta liða úrslitum EM. TENNIS Martina Navratilova hefur verið valin í bandaríska tennis- landsliðið sem keppir á Ólympíu- leikunum í Aþenu í ágúst. Navra- tilova er 47 ára og varð um daginn elsta konan frá árinu 1922 til að vinna leik á opna Wimbledon- mótinu sem fram fer þessa dag- ana. Hins vegar verða þetta fyrstu ólympíuleikarnir hennar en þar mun hún keppa í tvíliðaleik. „Hún hefur gert allt til þess að verðskulda sæti í liðinu og hún er yfir sig spennt að fá þetta tæki- færi,“ sagði Zina Garrison, þjálfari bandaríska kvennalands- liðsins í tennis. Á áttunda og níunda áratug síð- ustu aldar var Navratilova algjör yfirburðamanneskja í kvenna- tennisnum og heyrði það til undan- tekninga ef hún tapaði leik. Eftir að spaðinn hafði verið á hillunni í þó nokkuð mörg ár ákvað Navra- tilova nýverið að reyna sig á nýjan leik á meðal þeirra bestu og miðað við aldurinn þá er kerla ótrúlega sterk ennþá og gaman verður að fylgjast með henni í Aþenu. ■ Martina Navratilova ekki dauð úr öllum æðum: Keppir á Ól í Aþenu Í FULLU FJÖRI Hin 47 ára Martina Navratilova mun keppa á ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.