Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 16
Túlkunarorrustan Ný orrusta er nú hafin í þeirri pólitísku skálmöld sem stendur yfir á Íslandi, eða vargöld, eins og sumstaðar hefur verið talað um. Hana mætti nefna túlkunar- orrustuna, því nú keppast menn við að túlka niðurstöður kosninganna sem mest þeir mega, sjálfum sér og málstað sínum í hag. Hinn endurkjörni forseti hefur þannig talað um að flestir forsetar í hinum vestræna heimi gætu einungis látið sig dreyma um svo góða kosningu sem hann fékk. Forsætisráðherra hefur aftur á móti sagt að úrslitin endurspegli hyl- dýpisgjá á milli forsetans og þjóðarinn- ar. Ekki þarf mikla fræðinga til að sjá að hér koma forsetinn og forsætisráðherr- ann úr sinni áttinni hvor – og útilokað er að þeir munu mætast. Búast má við að túlkunarorrustan standi þar til þing kemur saman hið skemmsta og þá hefst aðdragandi þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um fjöl- miðlalögin. Þegar hún er afstaðin byrjar ráðherrakapallinn vegna stólaskiptanna í haust. Margvíslegur stuðningur Flestir nota kosninga- rétt sinn til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna en sumir nota atkvæðaseðil- inn sinn til að koma skilaboðum á fram- færi. Nýafstaðnar for- setakosningar eru engin undantekn- ing á þessu. Þannig fékk norski krón- prinsinn Hákon atkvæði og Margrét Þórhildur Danadrottning sömuleið- is. Leiða má að því líkum að íslensk- ir royalistar hafi verið þarna á ferð og að þeir líti í raun á forsetaemb- ættið sem konungsembætti. En kóngafólkið var svo sannarlega ekki eitt um að fá atkvæði, því stuðningsmaður Knatt- spyrnufélags Reykja- víkur kaus gamla stórveldið til setu á Bessastöðum og skrifaði skýrum stöfum KR á kjör- seðilinn. Félagi minn einn heldur því fram að ég hafi á sínum tíma verið and- vígur Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum í Laugardal og tekið undir með Þjóðviljanum heitnum sem kallaði þessar framkvæmdir „Apagarð Davíðs“. Félagi minn heldur því fram að ég hafi sagt að „þeir“ væru búnir að eyðileggja Laugardalinn. Og hefur til marks um hvernig ég sem vinstrimaður, sérvitringur, krónískur minni- hlutamaður og úrtölumaður hafi alltaf rangt fyrir mér. Ég trúi honum ekki Ég er að vísu með allra gleymnustu mönnum – ekki síst þegar glannalegar staðhæfingar mínar eru annars vegar – og ég hef mjög oft rangt fyrir mér, en mér finnst engu að síður eins og það geti ekki staðist að ég hafi verið andvígur þessum unaðsreit því að það stríðir gegn þrálátri umhugsun minni um þennan dal. Sem jaðrar við meinloku. Gagn- vart Laugardalnum er ég næstum eins og maðurinn sem er alltaf í fjölmiðlum að tala um að hann sé aldrei í fjölmiðlum, hann Ástþór, hinn eilífi forsetaframbjóðandi – ég er beinlínis með þetta á heilan- um: Laugardalurinn er mín Karþagó. Það rifjaðist upp fyrir mér í gærmorgun þegar ég sat við tölv- una og nennti ekki að tjá mig um þennan forsetaleik sem við höfum öll verið neydd til að taka þátt í að undanförnu, þar sem tveir menn fengu að lifa sig inn í draumfarir sínar um hæstu embætti sér til handa og fjölmiðlar spiluðu með, og furðu margir ómökuðu sig meira að segja á kjörstað til að kjósa, sem er til marks um styrk Ólafs Ragnars. Ég fór í staðinn að gá að því í tölvunni hvað ég hefði skrifað um fyrir ári síðan. Það var Karþagó, nema hvað. Og allt í einu varð mér jafn heitt í hamsi og endranær þegar ég leiði hug- ann að hernámi íþróttahreyfing- arinnar á þessum stað þar sem ætti að vera stór skógur með íkornum, broddgöltum og íssöl- um, en ekki undirlagður af sex tómum fótboltavöllum og risa- höllum fyrir fólk í íþróttum sem ósköp vel getur notast við þá ágætu aðstöðu sem íþróttafélögin hafa hvert í sínu hverfi. Ég rifjaði það upp í fyrra að Sig- urður Guðmundsson málari, merk- ur frumkvöðull reykvískrar menn- ingar, lét sig dreyma á 19. öld um að þegar Reykjavík yrði borg og Íslendingar þjóð í borg þá yrði Laugardalurinn fólksvangur, þar yrði gróðurreitur þar sem almenn- ingur gæti unað sér. Á þeim tíma var Laugardalurinn sveit svo að framsýnin hefur verið ærin – og átti eftir að vera sveit lengi enn. Meira að segja þegar ég var að al- ast upp í Karfavoginum á sjöunda áratug síðustu aldar var í götunni minni fjós og hlaða og álfabyggð í klöpp sem sprengd var burt til að rýma fyrir fótboltavelli – nema hvað – þar sem ekki eitt einasta mark var skorað og allir meiddu sig á. Þetta var ekki sveit í borg. Vogarnir voru borg í sveit. Er hún orðin borg? Ég veit það ekki. Reykjavík er stundum eins og lauslegt bandalag gerólíkra þjóða um lágmarks samnytjar en að öðru leyti virðist fólk hafa minna samneyti en það vill eins og dæmin sanna þá sjaldan að tækifæri gefast til að stunda mannlíf úti undir beru lofti. Það vantar tengingar. Það vantar skjól. Það vantar vin þar sem ólukkans bílarnir eru hvergi nærri. Útivistarsvæðin virðast hér meira hugsuð sem tún eins og Hrafn Gunnlaugsson benti eftir- minnilega á í ágætri mynd. Eigi að halda hátíð er okkur jafnan stefnt inn í miðbæ Reykjavíkur sem þjónar í raun illa því mark- miði að fólk geti hist þar. Þar er þröngt og grátt og hann er úr leið fyrir flesta, það er leiðinlegt að finna þar bílastæði og þar er fátt að sjá og fátt við að vera. Reykvíkinga og nágranna vantar staði til að hittast á, flat- maga, sleikja ís, lesa, horfa, sjást. Í góðu veðri fer fólk á Austurvöll slíkra erinda en það takmarkaða pláss sem þar er virðist meira og minna frátekið af ölvuðu fólki. Laugardalurinn hefur allt: skjól, gróðursæld, vísi að skógi, þar ætti að vera ristastór Miðgarður eins og er í raunverulegum borgum. Þá yrði loksins til langþráð teng- ing Austurbæjarins við miðborg- ina. Það er raunalegt að fylgjast með enn einu risaíþróttahúsinu rísa um þessar mundir á þessum besta stað í Reykjavík samhliða hinum óskiljanlegu framkvæmd- um við Hringbraut. Það er löngu tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að almenningur leggur ekki stund á spjótkast eða þrístökk. Það er nóg að hafa eina íþrótta- og sýningar- og rokktónleikahöll í dalnum og líkamsræktarstöðin nýja í tengslum við laugina nægir sem vettvangur íþróttaiðkunar. Alla fótboltavellina má hins vegar leggja niður og planta þar trjám og öðrum gróðri svo að dalurinn verði skógi vaxinn allt frá Álf- heimum til Laugavegs, fullur af litlum búðum í sætum húsum, íkornum, broddgöltum, skrýtnum pöddum, íssölum, lottósölum, blaðasölum... Og fólki. ■ 28. júní 2004 MÁNUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Undarleg viðbrögð forystu Sjálfstæðisflokksins við úrslitum forsetakosninga benda til að flokkurinn sé nú á valdi harðlínumanna með minnihlutaskoðanir. Flokkur í álögum Karþagó ORÐRÉTT FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG SKIPULAG HÖFUÐ- BORGAR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Er hún orðin borg? Ég veit það ekki. Reykjavík er stundum eins og lauslegt bandalag ger- ólíkra þjóða um lágmarks samnytjar en að öðru leyti virðist fólk hafa minna sam- neyti en það vill eins og dæmin sanna þá sjaldan að tækifæri gefast til að stunda mannlíf úti undir beru lofti. Það vantar tengingar. Það vantar skjól. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 V iðbrögð Davíðs Oddssonar við úrslitum forsetakosningahljóta að vekja kvíða meðal almennra stuðningsmannaSjálfstæðisflokksins. Davíð er augljóslega ekki tilbúinn að beygja sig undir niðurstöður almennra kosninga í lýðræðisríki heldur sækir einhverja talnaleiki í smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og annarra harðlínumanna, sem skaðað hafa flokkinn á undanförnum misserum, til að gera lítið úr ágætum sigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Sömu harðlínumenn höfðu dregið Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til virkra afskipta af forseta- kosningum í fyrsta sinn síðan 1968. Hingað til hefur forysta flokks og blaðs auðnast að varðveita lærdóm þeirra kosninga; að það fari best á því að stjórnmálaflokkarnir taki ekki afstöðu í forseta- kosningum. Afskipti stjórnmálaflokka að forsetakosningum gefur þeim ekkert en færir þeim öruggt tap. Með því að draga athygli að auðu seðlunum – 20 prósent af þeim sem mættu á kjörstað – fer Davíð að ráðum harðlínumannanna. Hann túlkar þetta sem andstöðu við ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar og setja þau í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Með þessari afstöðu virkjar hann hins vegar öll atkvæðin sem Ólafur Ragnar fékk og gerir þau að pólitískri yfir- lýsingu gegn fjölmiðlalögunum, gegn auknu foringjaræði í stjórn- arflokkunum og með auknum afskiptum forsetans að lagasetn- ingu. Og þá er niðurstaðan sú að Davíð og harðlínumennirnir fengu 20 prósent en Ólafur og andstæðingar Davíðs fengu 68 pró- sent atkvæða. Ágætur sigur Ólafs Ragnars verður þá jafnframt algjört afhroð Davíðs og Sjálfstæðisflokksins – og svo auðvitað Morgunblaðsins, sem einhverra hluta vegna vildi einnig sækja ósigur í þessar kosningar. Þar sem þetta er afleit niðurstaða fer Davíð að ráðum Hannes- ar og teygir sig í atkvæði þeirra sem sátu heima og neyttu ekki atkvæðaréttar síns. Með þessum kúnstum komast þeir félagar að því – og virðast hafa kennt Halldóri Ásgrímssyni sömu brögð – að Ólafur Ragnar hafi fengið 42,5 prósent atkvæða allra atkvæða- bærra manna. Nú væri ekki hægt að finna að því ef stjórnleysingi beitti þessum brögðum til að draga úr trúverðugleika kjörinna fulltrúa sem telja sig starfa í umboði meirihlutans, en það fer for- mönnum ríkisstjórnarflokkanna ákaflega illa að nota þessa reikningsaðferð. Samkvæmt henni starfa þeir ekki í umboði meiri- hluta kjósenda heldur aðeins 45 prósent kjósenda. Og öll rök þeirra um árásir Ólafs Ragnars á réttkjörinn meirihluta þings verða hláleg. Til að fjölmiðlalögin stæðust þessar nýju kröfur Dav- íðs og Hannesar hefðu 36 þingmenn þurft að greiða þeim atkvæði. Samkvæmt sömu hugun var þarft verk og nauðsynlegt hjá Ólafi Ragnari að skjóta lögunum til þjóðarinnar þar sem Alþingi hafði ekki umboð. Það er nú öllum orðið ljóst að harðfylgni harðlínu- mannanna í Sjálfstæðisflokknum í fjölmiðlamálinu voru pólitísk mistök. Það voru mistök að berja þessi lög í gegnum þingið gegn ráðum góðra manna, gegn samvisku þingmanna, gegn þjóðarvilja. Í stað þess að viðurkenna og sætta sig við þessi mistök hafa harð- línumennirnir nú aukið við vandræði sín með árásum á ágætlega vinsælan forseta, fráleitum afskiptum af forsetakosningum og ráðagerðum til að gera forsetann áhrifalausan þvert á vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Það er eins og þessir harðlínumenn, sem hneppt hafa formann sinn í álög, ætli sér ekki að una sér hvíldar fyrr en þeir hafa gert Sjálfstæðisflokkinn að krónískum minnihlutaflokki; flokki sem er í sífelldri andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Slík- ur flokkur er æði ólíkur þeim Sjálfstæðisflokki sem notið hefur mikils fylgis og verið áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum. ■ Að fyrirgera rétti sínum Það er samt eitthvað verulega óviðkunnalegt við þá tilhugsun að fólk láti í stórum stíl hjá líða að nýta kosningarétt sinn. [...] Enn í dag er eru því miður stórir hlutar heimsins þar sem fólk hefur þennan rétt en þráir ekk- ert meira. Það er hálfgerð móðg- un við það fólk ef við sem höfum réttinn látum hann falla milli stafs og hurðar með því að mæta ekki á kjörstað. Illugi Jökulsson, DV 26. júní. En zetan hverfur aldrei Líklegt má telja að í framtíðinni verði meira um það en hingað til að aðrir frambjóðendur komi fram á sjónarsviðið í forseta- kosningum þótt forseti í embætti gefi kost á sér til endurkjörs. Þjóðfélagið hefur breytzt. Leiðari Morgunblaðsins, 26. júní. Þegar stórt er spurt En mér þykir eðlilegt að spyrja, hversu langt er hægt að ganga í hagræðingu án þess að til niður- skurðar á starfsemi varnarliðsins komi og þá vörnum landsins. Þeg- ar er búið að segja upp rúmlega 15% starfsmanna, ásamt þeim sem eiga eftir að missa vinnuna þegar nýtt fjárhagsár rennur í garð, má þá ekki reikna að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi varnarliðsins. (Skáletrað) Og hvenær eigum við Íslendingar að segja hingað og ekki lengra? Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í Fréttablaðinu hinn 26. júní.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.