Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 9
Fréttir júní 2004 Staðarfellshátíð helgina 2. - 4. júlí Skrifstofa SÁÁ, Ármúla 18, 108 Reykjavík * Sími: 5307600; fax: 5307602; netfang: saa@saa.is Vogur, Stórhöfða 45, 112 Reykjavík * Sími: 5307600; fax: 5676615; netfang: vogur@saa.is Útgáfustjóri: Gunnar Kvaran, kvaran@saa.is * Vefur: www.saa.is (c) Copyright 2004 S.Á.Á. Fréttabréf Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Ábm. Gunnar Kvaran Allt frá árinu 1987 hafa sjúkrastofnanir SÁÁ boðið endurkomufólki upp á sérstök meðferðarúrræði sem henta vel stórum hluta endurkomufólks. Slík meðferð fer fram á endurhæfingarstof- nun í fjórar vikur að afeitrun og greiningu lokinni. Eftir stofnana- meðferðina fá sjúklingarnir eftirfylgni og meðferð í eitt ár. Með árunum er þó að verða ljóst að meira þarf til og í nýlegri samantekt SÁÁ fyrir Heilbrigðisráðuneytið kemur fram að á Sjúkrahúsið Vog leita um 200 einstaklingar á árinu 2003 sem þurfa meiri þjónustu og meðferð en hægt er að veita þeim við núverandi aðstæður. Þörf er á úrbótum. 80% sjúklingahóps SÁÁ hafa komið 3 sinnum eða sjaldnar til meðferðar Úr gagnagrunninum á Vogi fást upplýsingar sem hrekja þær fullyrðin- gar sem oft hafa heyrst af hálfu embættismanna, heilbrigðisstarfsman- na og leikmanna sem fjallað hafa um áfengis- og vímuefnameðferð í geg- num árin að hjá SÁÁ sé alltaf sama fólkið og lítill árangur sé af meðferðin- ni þar. Ef tölurnar eru skoðaðar sést að stór hluti sjúklinganna hefur komið 3 sin- num eða sjaldnar til meðferðar hjá SÁÁ frá árinu 1977 eða 13.492 einstak- lingar, um 80% sjúklinganna. Fjöldi einstaklinga sem hafa innritast á Sjúkrastofnanir SÁÁ frá því í desember 1977 og til loka ársins 2003 eru 16.965 einstaklingar, 12.282 karlar og 4.683 konur. 545 núlifandi Íslendingar hafa innritast 10 sinnum eða oftar á Sjúkrahúsið Vog af þeim komu 213 til meðferðar árið 2003. 55 konur og 158 karlar. 89% skjólstæðinga hafa komið 5 sin- num eða sjaldnar til SÁÁ á undanför- num 25 árum. 622 einstaklingar eða 3,6 % hafa komið 10 sinnum eða oftar og af þeim eru 77 nú látnir eða 12,4%. 12 konur og 65 karlar. 545 núlifandi Íslendingar hafa komið 10 sinnum eða oftar. Golfmót SÁÁ var haldið í 5. sinn laugardaginn 19. júní s.l.. Þátttaka var mjög góð og mættu 76 golfarar á glæsile- gan golfvöll Leynismanna á Akranesi. Veðrið var eins gott og best var á kosið, sólarlítið og hægur vindur. Sigurverari með forgjöf var Aðalsteinn Ingvarsson GL sem lék völlin 72 höggum í öðru sæti var Snorri Hjaltason á 74 höggum og í þriðja sæti var Gunnar Páll Þórisson GKG á 78 höggum. Án forgjafar sigraði 15 ára unglingur Starkaður Sigurðsson GKG á glæsilegu skori 64 höggum. Keppni um 2 og 3 sæti án forgjafar var hnífjöfn og spen- nandi, í 2 sæti var Andri Geir Alexandersson með 69 högg og með jafnmörg högg í 3 sæti var Valdimar Þór Guðmundsson GL. Sigurjón Rafn Gíslason GK var næstur holu á 3 braut og Ásgeir Ársælsson GK var næstur holu á 18 braut og fengu þeir glæsileg verðlaun frá Jónarr Transport og Rekstarvörum. Stuðningsaðilar Golfmóts SÁÁ voru : Iceland Expess, Gæðafæði. Kjarnafæði, Garri, Jónar Transport, Þjarkur Smiðjuvegi 6, Mjólkursamlag Búðardals, Bláa Lónið, Radisson SAA Hótel Sags, JT veitingar Hótel loftleiðum , Veitingarhúsið Apótekið, Rekstarvörur, FedEx Hraðflutningar, Landsbankinn og BYKO. Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ var haldinn 27. maí sl.. Góð mæting var á fundinn en hann var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík. Formaður SÁÁ var kjörinn Þórarinn Tyrfingsson en í framkvæmdastjórn fram að næsta aðalfundi 2005 voru kjörnir , Þórarinn Tyrfingsson, Arnþór Jónsson, Heiður Gunnarsdóttir, Oddur Hjaltason, Lára Erlingsdóttir, Þór Guðnason, Magnús Torfason, Kolbrún Linda Ísleifsdóttir og Sigurður S. Gunnarsson. Foreldrafræðsla Sérstök fræðsludagskrá sem er alla þriðjudaga kl. 18:15-20:00 á Sjúkrahúsinu Vogi fyrir foreldra eða aðstandendur ungra vímuefna- neytenda. Dagskráin er jafnt fyrir foreldra eða aðstandendur sem eiga börn sem eru í meðferð eða hafa lokið henni og einnig þá sem eru að leita sér upplýsinga vegna gruns um neyslu. Allar nánari upplýsingar og tíma- pantanir, skráning á fyrirlestra og námskeið hjá SÁÁ svo og skráning nýrra félaga eru í síma 5307600 eða á www.saa.is Karlar % Konur % Alls 6280 51% 2387 51% 8667 51% 4611 38% 1801 38% 6412 38% 922 8% 342 7% 1264 7% 469 4% 153 3% 622 4% 12.282 4.683 16.965 Endurkomur á Sjúkrahúsið Vog Á árunum 1977 til 2003 Komur 1 2 til 5 6 til 10 Oftar en 10 Alls Álfasala 2004 Hin árlega álfasala fór fram dagana 13. - 16. maí og gekk hún mjög vel. Álfurinn á orðið fastan sess í hugum landsmanna sem tóku sölufólki okkar mjög vel, hvort heldur hér á höfuð- borgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. SÁÁ þakkar landsmönnum öllum fyrir stuðninginn. Fjöldi endurkomufólks á Sjúkrahúsinu Vogi Golfmót SÁÁ 2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.