Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 28. júní 2004 Kynnið ykkur fjölbreytt og spennandi endurmenntunar- starf Garðyrkjuskólans fyrir fagfólk og áhugafólk. Sl. ár voru haldin yfir 40 námskeið fyrir meira en 1000 þátttakendur. Námskeiðin eru haldin víðsvegar um landið, af skólanum sjálfum eða í samvinnu við aðra aðila eins og Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna o.fl. Sjá nánar heimasíðu skólans: www.reykir.is Garðyrkjuskólinn er meira en fullsetinn í ár og hefur aðsóknin aldrei verið meiri. Reiknað er með að 180 nemendur verði við nám í skólanum á komandi hausti, þar af helmingur skógarbændur í fjarnámi. Um 45 nemendur eru í háskólanámi og yfir 50 í starfsmenntanámi. Undanfarin ár hefur innra gæðastarf skólans verið stóreflt. Frábærir fagmenn eru við kennslu. Öflug og virk stefnumótun með þátttöku allra starfsmanna og ábyrgð í rekstri eru lykilatriði. Orðspor skólans vegur þungt og skýrir aðsókn. Við höfum metnað til góðra verka. SKÓGRÆKT • SKRÚÐGARÐYRKJA • GARÐPLÖNTURÆKT YLRÆKT • UMHVERFISFRÆÐI • BLÓMASKREYTINGAR Endurmenntun í græna geiranum H O R N / H a u k u r 1 6 6 8 Skotlínur frá Scierra fyrir þá sem vilja ná lengra Leynivopn vikunnar er Eiríkur Rauði Höfundur: Einar Páll Garðarsson Sérstæð og gjöful laxafluga frá Palla. Fylgstu með leynivopni vikunnar á mánudögum. Skothausar og heilar skotlínur frá Scierra sem eru hannaðar af Henrik Mortensen og Hywel Morgan hafa slegið í gegn enda magnaðar línur á góðu verði. Skothausar aðeins 4.890, heilar skotlínur aðeins 5.890.- Gerðu verðsamanburð, fáðu þér góða skotlínu á sanngjörnu verði og náðu lengra. Byrjendur ná fyrr góðum tökum á fluguköstum með skotlínum frá Scierra. Veiðihornið Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 sími 568 8410 Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 Slúðurblöðin í Bandaríkjunum fullyrða að óvænt tilkynning Britneyjar Spears um að hún hafi trúlofast Kevin Federline sé til- komin vegna þess að stúlkan sé með barni. News of the World segist hafa heimildir fyrir því að stúlkan eigi von á sér um jólin og móðir hennar vilji þess vegna að hún verði gengin í hjónaband í nóvember þar sem hún taki það ekki í mál að barnabarnið fæðist í synd. Heimildarmaður úr innsta hring söngkonunnar segir að mamman hafi tekið stjórnina. „Hún hefur leyft Britney að gera það sem henni sýnist en nú vill hún að allt sé gert samkvæmt reglunum. Þess vegna trúlofuðu þau sig fyrst frekar en að gifta sig strax eins og Britney gerði áður.“ ■ Britney rekin í hjónaband BRITNEY SPEARS Sagan segir að móðir hennar hafi skipað henni að trúlofast Kevin Federline þar sem barn sé á leiðinni. ■ FÓLK Gangurinn er góður í laxveiðinni um þessar mundir og margar veiðiár byrja vel eins og Korpa, Leirvogsá, Langá og Haffjarðará, en þar hefur verið blússandi veiði fyrstu daga veiðitímans. Veiðin byrjaði rólega í Laxá í Dölum, en á fyrsta degi veiddist aðeins bleikja í ánni en veiðimenn sáu allavega tvo laxa. „Við erum að hætta hollið hérna í Víðidalsánni og við feng- um 10 laxa, allar stangirnar, en það voru komnir sjö laxar áður en við byrjuðum veiðina,“ sagði Marteinn Jónasson við Víðidalsá er við spurðum um stöðuna. „Í morgun missti veiðimaður boltafisk í Ármótunum og það var fiskur yfir 20 pundin, það eru komnir laxar víða um ána en kannski ekki mikið af þeim,“ sagði Marteinn að lokum. Straumfjarðará opnaði fyrir fáum dögum og þar veiddust sex laxar í opnun, sá stærsti var 12 pund, en þetta er einhver besta byrjun í ánni í fjölda ára. Það sama verður líka sagt um Haf- fjarðará, en þar hefur verið fínn gangur í veiðinni. „Fyrstu laxarnir eru komnir á land í Húseyjarkvísl og þetta voru 13 og 11 punda fiskar. Veiðimenn sem þarna voru sáu fleiri laxa,“ sagði Þorgeir Haraldsson, er við spurðum hann um stöðuna á bökk- um Húseyjarkvíslar, en veiðin var að byrja þar í laxinum. Fyrsti laxinn er kominn á land í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum en fiskurinn veiddist í Brunna- fljóti og tók fluguna Blue Charm, fiskurinn var sjö pund. „Þetta var gaman að veiða lax- inn, en hann tók Blue Charm og ég setti í annan en hann slapp af eftir stutta baráttu, hann var stærri,“ sagði Svavar Sölvason prentari, sem veiddi fyrsta laxinn í ánni á þessu sumri. Nokkrar vænar bleikjur hafa líka veiðst og lax slapp af í Lóninu, líklega sjö til átta punda. ■ LAXÁ Veiðin hefur verið fín víðast hvar og veiðimenn hafa veitt vel, eins og í Laxá í Kjós við Kvíslarfossinn. VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. M YN D /B JA R N I Ó M AR Stórlax slapp í Ármótunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.