Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 4
4 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Deilur Palestínumanna um stjórn öryggismála halda áfram:
Óvissa í heimastjórninni
PALESTÍNA, AP Ekkert lát var í gær á
deilum meðal Palestínumanna um
stjórn öryggismála. Jasser Arafat,
forseti Palestínu, neyddist til að
bakka með skipan náfrænda síns í
stöðu yfirmanns öryggissveita
Palestínumanna og Ahmed Qureia,
sem starfar enn sem forsætis-
ráðherra þrátt fyrir afsögn sína,
þrýsti á hann að flýta umbótum á
öryggissveitum Palestínumanna.
Moussa Arafat gegndi ekki lengi
stöðu æðsta yfirmanns öryggis-
sveitanna. Frændi hans, Jasser
Arafat, vék honum úr starfi í gær
og fékk fyrrum yfirmann öryggis-
sveitanna til að snúa aftur,
nokkrum dögum eftir að hafa beðið
þann hinn sama að víkja. Abdel
Razek Majaide verður því aftur
yfirmaður Moussa Arafat en óljóst
er hversu mikil völd hans verða.
Óljóst var í gærkvöldi hvað
verður um Ahmed Qureia forsætis-
ráðherra. Hann sagðist í gær að
afsögn sín stæði enn enda hefði
hann engin formleg viðbrögð
fengið við henni frá Jasser Arafat.
Arafat hefur sagt að hann taki af-
sögnina ekki gilda en talið er að
Qureia vilji slíka yfirlýsingu skrif-
lega auk þess að fá aukin völd. ■
Engin takmörk á
eignarhaldi fjölmiðla
Engin takmörk verða sett á eignarhald fjölmiðla og verða lögin sem
forseti synjaði staðfestingar afturkölluð í breyttu frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar. Af þjóðaratkvæðagreiðslu verður því ekki.
FJÖLMIÐLALÖG Þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins sem Fréttablaðið ræddi
við sögðu að vonast væri til þess að
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
afturköllun fjölmiðlalaganna yrði
til þess að hægt væri að fara að
ræða efnislega um málið er það
yrði tekið upp að nýju. Allir væru
sammála um að þörf væri á því að
setja lög um fjölmiðla þótt spurn-
ing væri um útfærslu á þeim.
Tvö ákvæði munu standa eftir í
breyttu fjölmiðlafrumvarpi sem
kynnt verður ríkisstjórninni í dag.
Annars vegar er varðar breytingu
á skipan í útvarpsréttarnefnd og
hins vegar að fella á brott fjöl-
miðlalögin sem forseti synjaði
staðfestingar 2. júní. Af þjóðar-
atkvæðagreiðslu um fjölmiðla-
lögin verður því ekki.
Meirihluti allsherjarnefndar
greiddi atkvæði gegn því að af-
greiða frumvarp stjórnarand-
stöðunnar um lög um þjóðarat-
kvæðagreiðslu í gær. Að auki
verður að finna í frumvarpinu
ákvæði um gildistöku laganna.
Öll ákvæði er takmarka eignar-
hald á fjölmiðlafyrirtækjum hafa
því verið tekin út. Engin lög verða
sett um fjölmiðla að þessu sinni.
Fjölmiðlanefndin mun taka til
starfa að nýju í haust og munu
fulltrúar stjórnarandstöðunnar
einnig taka sæti í nefndinni.
Stefnt er að því að ná þver-
pólitískri sátt um hvaða lög eigi að
setja um fjölmiðla.
Í nýja fjölmiðlafrumvarpinu
sem ríkisstjórnin lagði fram í
júlíbyrjun er svohljóðandi ákvæði
um skipun útvarpsréttarnefndar:
„Menntamálaráðherra skipar þrjá
menn í útvarpsréttarnefnd til
fjögurra ára og jafnmarga til
vara. Tveir skulu skipaðir sam-
kvæmt tilnefningu Hæstaréttar
en einn skipar ráðherra án til-
nefningar og skal hann jafnframt
vera formaður nefndarinnar.
Varamenn skulu skipaðir á sama
hátt og skal varamaður formanns
jafnframt vera varaformaður
nefndarinnar. Nefndarmenn og
varamenn þeirra skulu uppfylla
starfsgengisskilyrði héraðs-
dómara. Nefndinni er heimilt að
kalla sér til ráðgjafar og aðstoðar
sérfróða aðila eftir því sem hún
telur þörf á“. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins mun þetta
ákvæði standa sem næst óbreytt í
nýrri útgáfu frumvarpsins er
kynnt verður í dag.
sda@frettabladid.is
Viðmiðunarverð lyfja:
Málið enn
reifað
HEILBRIGÐISMÁL Viðræður standa
yfir milli heilbrigðisráðuneytisins
og Félags íslenskra stórkaup-
manna hvort tekið verður upp við-
miðunarverð lyfja um mánaðamót-
in eður ei. Heilbrigðisráðherra
frestaði sem kunnugt er gildistöku
nýrrar reglugerðar um viðmiðun-
arverð lyfja í dýrustu flokkunum
en hún tekur gildi í byrjun næsta
mánaðar að öllu óbreyttu. Kostn-
aðarhlutdeild Tryggingastofnunar
verður þannig bundin við ódýrasta
lyfið í hverjum flokki fyrir sig en
stofnuninni er ætlað að spara
hundruð milljóna króna með
þessari aðgerð. ■
STELPUSTRÁKAR
Arnold Schwarzenegger, ríkis-
stjóri í Kaliforníu, er búinn að fá
sig fullsaddan á andstöðu demó-
krata við fjárlagafrumvarp sitt.
Hann sagði þá ekki geta risið upp
gegn sérhagsmunahópum og upp-
nefndi þá stelpustráka. Demó-
kratar sögðu það til vitnis um
kvenfyrirlitningu ríkisstjórans.
NADER Á KJÖRSEÐILINN
Mánuði eftir að óháði forseta-
frambjóðandinn Ralph Nader
gafst upp á því að safna undir-
skriftum til að komast á kjör-
seðilinn í Michigan var nær tvö-
falt fleiri undirskriftum en þörf
er á skilað inn. New York Times
segir repúblikana standa að baki
söfnuninni í von um að Nader
taki atkvæði frá John Kerry. ■
18 mánaða fangelsi:
Dæmd fyrir
kókaínsmygl
DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona frá
Nígeríu var dæmd í Héraðsdómi
Reykjaness í gær í eins og hálfs
árs fangelsi fyrir að smygla tæp-
lega hálfu kílói af kókaíni til
landsins fyrir tæpum hálfum
mánuði síðan. Um 330 grömm
faldi konan innvortis en 155
grömm fundust við líkamsleit á
konunni á Keflavíkurflugvelli.
Refsing konunnar var miðuð
við að hún hafi verið burðardýr
þar sem í málinu liggur ekkert
fyrir um að konan hafi ætlað að
taka þátt í sölu kókaínsins en and-
virði efnisins er um tuttugu millj-
ónir króna. Konan játaði brot sín
skýlaust en þetta er mest magn
fíkniefna sem nokkur hefur verið
tekinn með innvortis hér á landi. ■
■ BANDARÍKIN
Hefurðu áhyggjur af byggðaþróun
á landsbyggðinni?
Spurning dagsins í dag:
Eiga Íslendingar að hefja hvalveiðar
í atvinnuskyni?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
32,11%
67,89%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
GEORGE W. BUSH
Skilgreindi Íran sem eitt af öxulveldum
hins illa ásamt Írak og Norður-Kóreu.
11. september:
Rannsaka
þátt Írana
WASHINGTON, AP „Við höldum
áfram að skoða málið til að sjá
hvort Íranar hafi verið viðráðnir
þetta,“ sagði George W. Bush
Bandaríkjaforseti aðspurður um
hugsanlega aðkomu íranskra
stjórnvalda að hryðjuverkaárás-
unum 11. september.
Samkvæmt frétt tímaritsins
Time skipaði Íransstjórn
landamæravörðum að hleypa al-
Kaída liðum athugasemdalaust
inn í landið frá Afganistan auk
þess sem embættismenn hafi ósk-
að eftir samstarfi við al-Kaída.
Íranar hafa neitað þessu.
John McLaughlin, yfirmaður
CIA, sagði að engin tengsl hefðu
verið milli Írana og árásanna.
Málið verður þó skoðað nánar. ■
Þriðjudagskvöldið 6. júlí
verður farin göngu- og
fræðsluferð í Elliðaárdal
undir leiðsögn
Einars Gunnlaugssonar
jarðfræðings.
Jarðfræði Elliðaárdals er stórbrotin. Í dalnum má t.d.
finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma,
sjávarhjalla og merkileg setlög.
Gangan hefst við Minjasafnið í
Elliðaárdal kl. 19:30 og verður
gengið í tvo klukkutíma.
Jarðfræði Elliðaárdalsins
Göngu- og fræðsluferð á vegum Orkuveitu Reykjavíkur
www.or.is
Fuglar í Elliðaárdal
Þriðjudagskvöldið
20. júlí verður farin
fuglaskoðunarferð í
Elliðaárdal undir leiðsögn
Gunnars Hallgrímssonar
fuglaskoðara.
Mikill fjöldi fugl er í Elliðaárdal
og fj lbreytileikinn miki l. Þátt-
takendur eru hvattir til að taka
með sé sjónauka. Gangan hefst
kl. 19:30 við Minjas fnið í Elliða-
árd l og stendur í rúma tvo tíma.
Dæmdur fyrir smygl:
Með kókaín í
skónum
FÍKNIEFNASMYGL Maður sem reyndi
að smygla 50 grömmum af kóka-
íni til landsins síðastliðinn föstu-
dag var dæmdur í héraðsdómi
Reykjaness í þriggja mánaða
óskilorðsbundið fangelsi í gær.
Fíkniefnin fundust á mannin-
um við hefðbundið eftirlit á Kefla-
víkurflugvelli en hann hafði falið
efnin í skónum sínum. Áætlað
söluverðmæti efnanna er um 600
þúsund krónur. Maður játaði brot
sitt skýlaust og hefur hann þegar
hafið afplánun refsingar. ■
TIL STUÐNINGS ARAFAT
Þúsundir mótmæltu Jasser og Moussa
Arafat um helgina. Í gær gengu
lögreglumenn til stuðnings Moussa.
SAMKEPPNISMÁL „Við gerum athuga-
semdir við framsetningu Heklu á nið-
urstöðum árekstrarprófana í aug-
lýsingum sínum,“ segir Helga Guð-
rún Jónasdóttir, kynningarfulltrúi hjá
B&L, en fyrirtækið hefur sent Sam-
keppnisstofnun kvörtun vegna aug-
lýsingaherferðar Heklu á nýjum
Golf. Er bifreiðinni lýst sem þeirri ör-
uggustu samkvæmt árekstarprófun-
um Euro NCAP og telur Helga að þar
sé ekki farið rétt með staðreyndir.
„Í auglýsingunni er Golf kynntur
sem öruggasti bíllinn í sínum flokki
með alls tólf stjörnur. Okkar mat er
það að óheimilt sé að leggja saman
með þessum hætti útkomu úr þremur
ólíkum prófunum eins og Hekla
gerir.“
Helga segir að áhyggjur B&L
varði misnotkun á þeim upplýsingum
sem úr þessum virtu prófunum koma.
„Ef hver og einn túlkar þessar próf-
anir samkvæmt sínu eigin höfði
hverfur trúverðugleiki þeirra eins og
dögg fyrir sólu og það er fyrst og
fremst það sem við viljum sporna
gegn.“
Euro NCAP er samstarfsverkefni
nokkurra Evrópuríkja auk bílgreina-
sambanda og áhugamanna víða í
Evrópu en þar fara fram ítarlegar
prófanir á öryggisþáttum bifreiða.
Hæsta einkunn vegna öryggis bif-
reiðar eru fimm stjörnur og tekið
fram á heimasíðu samtakanna að nið-
urstöður skuli aðeins bera saman inn-
an hvers flokks fyrir sig. ■
B&L sendir Samkeppnisstofnun kvörtun vegna Heklu:
Saka forsvarsmenn Heklu
um misvísandi auglýsingar
RÉTT SKAL VERA RÉTT
B&L hefur sent Samkeppnisstofnun
kvörtun vegna auglýsinga Heklu.
DAVÍÐ ODDSSON
Forsætisráðherra mun í dag kynna ríkisstjórninni frumvarp þar sem ríkisstjórnin
hverfur frá takmörkunum á eignarhaldi á fjölmiðlum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA