Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R 80%veðsetningarhlutfall Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f- 90 40 44 2 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Í heila eða hálfa Undarlegustu farartæki bruna útúr ferjunni á Seyðisfirði, sum út- búin líkt og trukkar í eyðimerkur- hernaði sem geyma allan búnað fyrir farþega sína og gera ráð fyrir lág- marks viðskiptum við innfædda. Fáir staldra við í firðinum fríða, en silast óþreyjufullir í lestinni upp brekkurn- ar á vit íslenskra ævintýra. Eftir þjóð- veginum þjóta risavaxin fellihýsi með ofurlítil bílkríli á undan sér. Dregur bíllinn húsið eða ýtir húsið bílnum? How do we get to Myvatn? spyr ferju- farþeginn þegar hann kemur í þjónustumiðstöðina, en landinn vill skoða vörubíla, jarðýtur og skurð- gröfur á öræfum. ÞÓ LEYNAST sumarævintýrin víðar. Í Viðfjörð liggur lygilegur vegur sem hangir af gömlum vana utan í snar- brattri hlíð og vísar leiðina ofan í eyði- fjörð sem geymir draugasögur og dularfulla þoku. Þar liggur kannski draugsi í leyni og fylgist með heilluðum ferðalöngum um stund. Í Vöðlavík æðir aldan á land og reynir að grípa litla fætur sem sprikla í sandinum. Í Borg- arfirði þar eystra vaka álfar yfir eðal- steinum og fylgjast argir með litlum fingrum sem safna dýrgripum í vasa. MANNLAUSAR paradísir, furðu- legt land, skrifar Hollendingur í gestabók í eyðilegum víkum. Oj, nú vil ég bara veiða sæta fiska, segir stubba á bryggju með hryllingi og horfist í augu við marhnút á öngli. Áfram veginn og inn með Jöklu sem einn góðan eða slæman veðurdag verður ofurlítil lækjarspræna. Nú ygglir hún brún, hnykklar vöðva, stát- ar af krafti sínum í þröngum gljúfrum efst á Jökuldal. Þar gerir listfeng hús- freyja dýrgripi úr skinni og hornum hreindýra. Þar leika sér yrðlingar á hlaði og hreindýrskálfar búa þar sam- lyndir um stund í blómum prýddu torfhúsi. Í garðskála efst í Jökuldal vaxa epli og vínber. Gestir valhoppa glaðir niður heimreiðina með minn- ingu í leðuról um hálsinn – brot úr hreindýrshorni frá Klausturseli. GULLÆÐI! segir í fyrirsögn í hér- aðsblaði þar sem menn velta fyrir sér himinháu fasteignaverði og leigu- prísum á Egilsstöðum. Það er flaggað í hálfa stöng á fjöllum. Óbyggðirnar kalla og ferðamaðurinn gegnir. Hann er mættur til að skoða stórvirkar vinnuvélar. Í byggð er flaggað í heila þar sem vonin ein ríkir um betri tíð og blóm í haga. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.