Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 30
Geimstrákurinn Bárður og jarðar- stúlkan Birta hafa skemmt íslensk- um krökkum í Stundinni okkar und- anfarna vetur. Á sumrin eru þau í fríi frá sjónvarpinu en halda þó áfram að skemmta börnum því Birta og Bárður hafa nú sent frá sér nýjan geisladisk sem tilvalið er að taka með í sumarfríið. Diskurinn ber heitið Birta og Bárður í sjaggadúi og þar er bæði að finna lög og leikin atriði sem þau Jóhann G. Jóhannsson og Þóra Sig- urðardóttir flytja í hlutverkum Birtu og Bárðar. Meðal lagahöfunda á plötunni eru Jakob Frímann Magnússon, Magnús Kjartansson og Michael Jackson en þó lögin séu ýmist göm- ul eða ný, innlend eða erlend, eiga þau öll sameiginlegt að vera sungin með íslenskum texta. Fyrsta lagið á geisladisknum Birta og Bárður í sjaggadúi heitir einfaldlega Birta og Bárður og er nýtt lag eftir Óskar Einarsson með texta eftir Jóhann G. Jóhannsson. ■ Birta og Bárður gefa út disk Stuðmenn hafa ekkert þroskast Bandaríski leikstjórinn Seth Sharp stefnir á að setja upp söngleikinn Harlem Sophisticate í Loftkastalan- um í ágúst. Seth Sharp er þekktur víða um heim fyrir að vera söngvari og hefur hann meðal annars hlotið framúrskarandi dóma í New York Times og L.A. Times fyrir söngafrek sín. Óhætt er að segja að Seth komi með nýja orku inn í íslenskt leikhús- líf en hann hefur áður sett hér upp söngleikinn Ain’t misbehaven í tengslum við Hinsegin daga. Harlem Sophisticate er djass- söngleikur sem byggir á lögum Duke Ellington en djassgeggjarinn Sigurður Flosason er tónlistar- stjóri uppfærslunnar. Bandarískir söngvarar og leikarar koma frá sínum heimahögum til að leika í uppfærslunni hérlendis en í verk- inu mætir íslenskt leikarapar til New York til að reyna fyrir sér í leikhúsum borgarinnar. Björgvin Franz Gíslason var ráðinn til verksins fyrir nokkru en í síðustu viku voru haldnar prufur þar sem leitað var að íslenskri leikkonu. Það var dansarinn María Þórðar- dóttir, sem fer nú með hlutverk í söngleiknum Fame í Smáralind, sem hreppti hlutverkið og slæst því í hóp hæfileikafólks sem frum- sýnir Harlem Sophisticate þann 13. ágúst. Aðeins verða haldnar fjórar sýningar á verkinu. ■ María verður í Harlem í Loftkastalanum MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR Stóðst prufur fyrir söngleik sem verður sýndur í Loftkastalanum í ágúst. 22 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Stuðmenn eru nú á lokasprettinum við upptökur myndarinnar Í takt við tímann, sem unnið hefur verið að lengi og er sjálfstætt framhald hinnar sígildu Með allt á hreinu. Ágúst Guðmundsson leikstýrir báðum myndum en segir að þó að tuttugu ár hafi liðið séu Stuðmenn alltaf eins. „Þeir hafa lítið þroskast og lítið breyst, ég aftur á móti hef bæði þroskast og breyst.“ Á Keldum er búið að koma fyrir stóru tjaldi þar sem þau Ragnhildur og Egill snúast um uppstoppaða sauðkind og hnakk- rífast í splunkunýju lagi. Framleiðandinn Jakob Frímann fylgist með en gefur ekkert upp um þróun mála hjá þeim Hörpu Sjöfn og Stinna stuð sem aldrei var lognmolla í kringum í Með allt á hreinu. „Það mun kosta 800 krón- ur að upplýsa og verður aðeins gert í sjálfu kvikmyndahúsinu. Þangað til ríkir full leynd um hvað kraumar undir í því flókna, marg- litaða og skrýtna sambandi.“ Hann segist þó geta uppljóstrað að í myndinni leiðist Stuðmenn inn í vægast sagt mjög spaugilegar að- stæður. Eins og öllum er vel kunn- ugt um hefur sú breyting orðið á mannaskipan hljómsveitarinnar að Valgeir Guðjónsson sagði skilið við félagsskapinn. „Hann er ekki með í myndinni og við höfum ekki lagt okkur fram við að útskýra það frekar. Ýmislegt hefur gerst síðan Með allt á hreinu kom út og fólk hefur marga fjöruna sopið eins og fram kemur í upphafi nýju mynd- arinnar.“ Að öðru leyti eru helstu fylgifiskar Stuðmanna viðstaddir upptökurnar, Eggert Þorleifsson hefur komið sér makindalega fyrir í sólstól og raular frjálslega með lagi Egils og Röggu sem ómar frá sviðsmyndinni. Tökum mun ljúka á Rússlands- för í september þar sem Stuðmenn dvelja í fimm daga og halda eina tónleika. „Við erum enn sem komið er á undan upptökuáætlun og erum himinlifandi með afraksturinn. Okkur hefur tekist að standast kostnaðaráætlun sem er á áttunda tug milljóna og krefst góðrar bú- mennsku að halda utan um,“ segir Jakob Frímann. Stuðmenn hafa notið sín við upptökurnar og sótt mikinn innblástur svo Í takt við tímann verður örugglega ekki síðasti söngur sveitarinnar. Marg- ar hugmyndir hafa fæðst í ferlinu en að sögn Jakobs er ekki útilokað að ráðist verði í gerð tveggja til þriggja kvikmynda til viðbótar um Stuðmenn. „Það tekur eitt til tvö ár að koma hverri mynd á laggirnar og ég myndi helst vilja hrinda því í framkvæmd á næstu fimm árum. Eftir því sem liðið hefur á tökur þessarar myndar hefur löngunin til að gera enn fleiri myndir farið vaxandi. Ég væri tilbúinn til að leggja mig fram við að fjármagna og framleiða nýjar myndir í sam- starfi við félaga mína því þetta er skapandi og gefandi vinna og eng- in ástæða til annars en að láta eftir sér og þeim sem vilja njóta.“ Frumsýning Í takt við tímann verður laugardaginn 18. desem- ber. „Klukkan fimmtán núll núll,“ segir Jakob Frímann að lokum áður en hann bregður sér í hlut- verk félagshyggju- og fram- kvæmdaforkálfsins. ■ LEIKLIST HARLEM SOPHISTICATE ■ MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR HEFUR VERIÐ RÁÐIN ÁSAMT BJÖRGVINI FRANZ GÍSLA- SYNI TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í UPPFÆRSLU Á SÖNGLEIKNUM HARLEM SOPHISTICATE. KVIKMYNDIR STUÐMENN ■ ERU AÐ LJÚKA TÖKUM Á FRAMHALDSMYND MEÐ ALLT Á HREINU. ÞEIR HAFA EKKERT ÞROSKAST SÍÐAN ÞEIR FLIPPUÐU Í ÞEIRRI MYND. STUÐMENN Egill ólafsson og Ragga Gísla takast á að Keldum við upptökur á Í takt við tímann. FRÉTTIR AF FÓLKI í dag Nylonstúlka Í öngvit eftir hjartatruflanir Justin Timberlake hélt framhjá Cameron Diaz Hnífakonan í Hlíðunum Réðst á leigu- bílstjóra í gær Ferðaklúbbur eldri borgara Dagsferð 21. júlí Landmannalaugar - Fjalla- baksleið nyrðri - Eldgjá - Skaftártungur. Verð kr. 5.700 Dagsferð 23. júlí Fjallabaksleið syðri - Álftavatn - Emstrur - Fljótshlíð. Verð kr. 4.400 Nokkur sæti laus. Upplýsingar og skráning hjá Hannesi Hákonarsyni í síma 892 3011 Lárétt: 1 teygjanleg, 5 ungviði, 6 leyfist, 7 varð- andi, 8 eins um e, 9 drykkjartegund, 10 lést, 12 sagt á spáni, 13 reyfi, 15 rykkorn, 16 not, 18 rólyndi. Lóðrétt: 1 á eftir að greiða, 2 gufu, 3 hreyfingu, 4 framferði, 6 skækja, 8 spekingur, 11 belta, 14 mjólkurafurð, 17 næli í. LAUSN: ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Í Sorrento á Ítalíu Brettlingur. 4,60 metra. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1seig,5kið,6má,7um,8tet,9malt, 10dó,12ole,13ull,15ar, 16gagn, 18gæfi. Lóðrétt: 1skuldugt, 2eim,3ið,4hátterni, 6mella,8tao,11óla,14lgg,17næ. BIRTA OG BÁRÐUR Eru í sjaggadúsveiflu á nýjum geisladisk Hinn sautján ára Pétur Níelsson erbúsettur í Noregi þar sem hann hef- ur komið sér vel fyrir á leikarakortinu. Pétur hefur tekið þátt í ótal barnasýn- ingum í leikhúsi þar sem hann var upp- götvaður af útsend- urum norska ríkis- sjónvarpsins. Þá fékk hann aðalhlutverkið í þáttaröðinni Fjortis sem gerð var af NRK fyrir nokkrum árum og sýnd var víða á Norðurlöndunum. Fjortis var einnig sýnt í ríkissjónvarpinu en þar lék Pétur Mons sem lá lífið á að verða unglingur. Í vetur hefur hann leikið í nýjum sjónvarpsþátt- um sem nefnast Skólinn og aukahlut- verk í bíómyndinni Hawaii Oslo sem væntanleg er í kvikmyndahús í haust.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.