Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2004 15 „Við erum nú við strangar æf- ingar fyrir tónleika vikunnar enda kom Simon Jermyn gítar- leikari til landsins aðeins fyrir nokkrum dögum,“ segir Þor- grímur Jónsson kontrabassa- leikari, en hann kemur fram í Sigurjónssafni í kvöld með hljómsveitinni B-Sharp kvintett. Hljómsveitin er ný af nálinni en þeir Þorgrímur og Simon stunda báðir nám við Konung- lega tónlistarskólann í Haag í Hollandi. „Þetta verða hefð- bundnir djasstónleikar hjá okkur. Við ætlum að spila nýja tónlist bæði eftir hljómsveitar- meðlimi og erlenda samtíma djasstónlistarmenn.“ Tónleikar hljómsveitarinnar í Sigurjónssafni eru liður í viku- legum sumartónleikum í safn- inu en hljómsveitin mun einnig halda norður í landi og leika í Deiglunni á Akureyri. „Við verðum fyrir norðan á fimmtu- daginn og verða tónleikarnir þar með svipuðu sniði og í Sigurjónssafni.“ Þorgrímur segir djass skipa nokkuð veigamikinn sess í tónlist- arlífi Íslendinga þessa dagana. „Þetta kemur í bylgjum og tengist þá oft hve stór djasshátíðin er. Ég held til að mynda að koma Van Morrison í haust hafi mjög já- kvæð áhrif á djasslífið og laði að fólk sem venjulega mætir ekki á djasstónleika.“ Með Þorgrími og Simon í B- Sharp kvintett eru þeir Jóel Páls- son og Ólafur Jónsson á saxófón og Erik Qvick á trommur. Tónleikarnir í Sigurjónssafni hefjast klukkan 20.30 í kvöld en í Deiglunni á Akureyri á fimmtu- dag klukkan 21.30. ■ Djassinn gengur í bylgjum BJÖRN KARLSSON Brunamálastjóri. Hver? Björn Karlsson og starfa sem forstöðu- maður ríkisstofnunar sem heitir Bruna- málastofnun. Ég ber því hinn virðulega titil brunamálastjóri. Hvar? Staddur á heimili mínu í vesturbæ Reykjavíkur og er til skiptis í bófahasar og búðarleik með tæplega fimm ára dóttur minni. Reyni þess á milli að próf- arkalesa meistaraprófsritgerð Guðna I. Pálssonar um áhættugreiningu í Hval- fjarðargöngum. Hvaðan? Er fæddur í Reykjavík, flutti tvítugur til Bretlands og bjó þar í fjögur ár. Flutti svo til Suður Svíþjóðar og bjó þar í 17 ár, skrifaði doktorsritgerð og starfaði sem háskólalektor og vísindamaður við byggingaverkfræðideild Háskólans í Lundi. Bjó einnig í Washington DC þar sem ég var gestaprófessor við University of Maryland. Flutti síðan til Íslands fyrir rúmum þrem árum og vil helst ekki búa annars staðar. Hvað? Er að skipuleggja ferð um landið til að ræða við sveitarstjóra og slökkviliðs- stjóra landsins um það hvernig hægt sé að auka samvinnu sveitarfélaganna á sviði brunamála og þannig efla slökkvi- liðin. Hvenær? Í ágúst. Hvers vegna? Umgjörð þjóðfélagsins verður sífellt flóknari og í lögum eru gerðar auknar kröfur til slökkviliða landsins. Byggingar verða stærri og eldvarnaeftirlit verður flóknara. Útköll slökkviliðanna eru orðin mjög margvísleg og kalla á aukinn bún- að og þjálfun. Hvernig? Brunamálastofnun má veita fjárstyrk til þeirra sveitarfélaga sem sameina slökkvilið sín eða hefja umtalsverða samvinnu. Ég ætla að hitta sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra á landinu og sjá hvort við getum eflt slökkviliðin með þeim hætti. Þannig getum við aukið bæði öryggi þegnanna og atvinnulífsins. PERSÓNAN TÓNLEIKAR DJASSHLJÓMSVEITIN B-SHARP KVINTETT ■ heldur tvenna tónleika í vikunni. Í kvöld koma þeir fram í Sigurjónssafni en á fimmtudaginn í Deiglunni á Akureyri. ÞETTA GERÐIST LÍKA 1810 Kólombía lýsir yfir sjálfstæði sínu frá Spáni. 1944 Franklin D. Roosevelt verður fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fær útnefningu fyrir fjórða kjörtímabil sitt. 1951 Abdullah Ibn Hussein Jórdaníu- konungur er myrtur í Jerúsalem. 1969 Geimfararnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin verða fyrstu mennirnir til þess að ganga á Tunglinu. 1973 Kvikmyndaleikarinn og bardaga- íþróttamaðurinn Bruce Lee deyr í íbúð sinni í Hong Kong. 1976 Geimfarið Viking One lendir á Mars. 1983 Frank Reynolds, fréttaþulur ABC- sjónvarpsstöðvarinnar fellur frá 59 ára að aldri. Peter Jennings fyllir skarð hans. SIMON OG ÞORGRÍMUR Þeir koma fram í Sigurjónssafni í kvöld. Þeir leika nýjar lagasmíðar eftir hljómsveitarmeð- limi á tónleikunum ásamt nokkrum samtímaverkum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA SO N Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Ka na rí 34.742 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára.* 47.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið: Flug, gisting á Paraiso Maspalomas í 7 nætur 5. eða 12. janúar. 10.000 kr. bókunarafsláttur í fyrstu 300 sætin. Gildir í ferðir 5. janúar - 7. apríl. * Innifalinn 10.000 kr. bókunarafsláttur af fyrstu 300 sætunum ef bókað er og staðfest fyrir 10. ágúst. Takmarkaður fjöldi sæta í hverri ferð. Netver› frá Í boði eru okkar allra vinsælustu gististaðir: Rouque Nublo, Las Orkideas og Hótel Neptuno. Ennfremur glæsilegar nýjungar á borð við Amazonas, Beverly Park og Paraiso Maspalomas. Allt frábærir gistimöguleikar á besta stað á Ensku ströndinni. Bókaðu strax besta verðið! Frá bæ r t ilb oð í a lla n v etu r!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.