Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 13
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 108 stk. Keypt & selt 20 stk. Þjónusta 35 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 9 stk. Tómstundir & ferðir 8 stk. Húsnæði 21 stk. Atvinna 11 stk. Tilkynningar 2 stk. Sojavörur eru hollar BLS. 2 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 20. júlí, 202. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.57 13.34 23.09 Akureyri 3.17 13.19 23.18 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég var sko aldrei í neinum íþróttum þegar ég var lítil. Ég var alveg ömurleg í svo- leiðis. Ég var svona frekar lítil eitthvað þannig að ég var alltaf kleina í öllum leikj- um. Ég var eiginlega vonlaus í íþróttum,“ segir María Heba Þorkelsdóttir leikkona. „Ég var nú reyndar í dansi frá tíu ára aldri og uppúr og það er svona mín hreyf- ing. Ég er náttúrulega að dansa í Fame núna og dansaði eitthvað í Leiklistarskólanum þegar ég var þar þannig að ég hef haldið þessu við. Síðan hef ég farið á námskeið í dansskólanum hennar Birnu Björnsdóttur. Þar hef ég farið á námskeið fyrir fullorðna. Þau eru fyrir fólk sem er orðið aðeins of gamalt og kannski kann ekkert voðalega mikið en ég hef skemmt mér mjög vel á þeim,“ segir María. „Síðan fór ég í flamengó-dansnámskeið í Kramhúsinu einu sinni og það var rosalega gaman. Ég lét sauma á mig flamengó-kjól sem er nú frekar látlaus og síðan keypti ég mér mjög fallega flamengó-skó,“ segir María Heba sem var aldeilis bitin í rass- gatið af flamengó-bakteríunni. „Það er nú alltaf á áætluninni minni að fara á flam- engó-námskeið á Spáni. Það gerist samt ekki í sumar en kannski næsta sumar. Ég er of upptekin núna í að sýna í Fame og í öðr- um málum. Ég hef lært Sevillana-dansa í flamengó en auðvitað eru til milljón tegundir,“ segir María Heba en spurning er hvaða dans verður fyrir valinu þegar hún ákveður að leggja land undir fót og ná tengslum við sígaunablóðið í sér. lilja@frettabladid.is Var vonlaus í íþróttum: Fann sig í dansinum heilsa@frettabladid.is Þyngdaraukning er áhyggju- efni nýbakaðra mæðra sam- kvæmt nýrri könnun í Bretlandi og forgangsverk að grennast eftir meðgöngu. 80% þeirra kvenna sem tóku þátt í könnuninni kenndu stjörnunum um, sem virðast ekkert þurfa að hafa fyrir því að ná fyrra útliti eftir barneignir. Victoria Beckham, Liz Hurley og Madonna voru meðal þeirra sem nefndar voru. Margar mæðranna óttuðust það mest að ná aldrei að verða eins og þær voru fyrir þungunina. Börn sem horfa mikið á sjónvarp eru líkleg til að þjást af offitu á fullorðinsárunum. Þau eru líka líklegri til að reykja og greinast með of hátt kólesteról. Þetta kemur fram í nýlegri rann- sókn sem vísindamenn á Nýja Sjálandi gerðu á 1000 börnum fæddum 1972 og 1973. Vísinda- mennirnir fylgdust með börnun- um frá þriggja ára aldri og upp í 26 ára. Þau börn sem horfðu á sjónvarp meira en tvo tíma á dag þjáðust af offitu, voru farin að reykja og voru almennt í lé- legu formi. Vísindamennirnir vara foreldra við að leyfa börn- um sínum ótakmarkaðan að- gang að sjónvarpinu og mæla með að börn séu hvött til að útileikja. Yfirlæknir átröskunardeildar danska ríkissjúkrahússins varar konur sem glíma við átröskun- arsjúkdóma við þeim hættum sem ógna börnum þeirra en í Dan- mörku hefur færst í vöxt að konur með slíka sjúkdóma eignist börn, segir á danska frétta- vefnum Politiken. „Þegar konurnar skynja ekki sjálfar hvenær þær ættu að nærast kemur af sjálfu sér að það sama á við um börnin þeirra, mæðurnar eiga það til að fá samviskubit yfir því að næra börnin, sem þá verða of létt eða þær gera sér ekki grein fyrir því hversu oft þurfi að næra börn- in,“ segir Marianne Hertz, yfir- læknir deildarinnar. Á deildina sækja sífellt fleiri þungaðar kon- ur og nýbakaðar mæður, sem þjást af anorexíu og öðrum alvarlegum átröskunarsjúk- dómum. B-3-vítamín sem finnst í fjöl- mörgum algengum fæðuteg- undum getur hugsanlega vernd- að heilann fyrir alzheimer-sjúk- dómnum, segja vísindamenn. Þetta kemur fram á vefsíðunni doktor.is. Hópur sérfræðinga hjá Chicago Institute for Healthy Aging, komst að því að níasín, eða B-3-vítamín, getur verndað heilann fyrir sjúkdómnum en einnig er talið að vítamínið minnki líkur á fleiri tegundum heilasjúkdóma sem hrjá aldr- aða. B-3-vítamín er í mjólkur- afurðum, hvítu kjöti, fiski, hnet- um, eggjum og mögru kjöti. Hópurinn, sem birti niðurstöður sínar í Journal of Neurosurgery and Psychiatry, segir að þær geti hjálpað við að stöðva þróun alzheimer. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU Vantar þig bát, mótor, mæla, lúgur, fest- ingar, öryggisbúnað eða annað tengt bátum? Bátaland ehf., Óseyrarbraut Hafnarfirði, S. 565 2680, www. bataland.is Ýmsar tegundir fótstiginna dráttarvéla, einnig úrval af allskonar búleikföngum. Vélar og þjónusta. Reykjavík, sími 5 800 200. Akureyri, sími 461 4040. „Erum búnir að fá hin geysivinsælu garðhúsgögn aftur”. Viðarkó Dalvegi 28, Kópavogi. Sími 517 8509. Dú FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Veður getur haft afgerandi áhrif á höfuðverk og komið af stað mígreniköstum, eru niðurstöður rannsókna sem birtar eru í nýjasta hefti tímaritsins Headache. Vís- indamenn fundu út að veður hafði áhrif á höfuðverkjaköst í helmingi þeirra tilfella sem rannsökuð voru. Flestir þátt- takendur í rannsókninni reyndust ofurviðkvæmir fyrir hitastigi og raka, meðan aðrir brugðust við breyttum loftþrýstingi. Vísindamenn- irnir telja að veðurspár geti í framtíðinni hjálpað fólki til að bregðast tímanlega við höfuðverkjaköstum og ekki síst hjálpað mígrenisjúkling- um í baráttunni við sjúkdóm- inn. „Veðrið getur allt eins og kaffi og breytingar á svefni haft áhrif á mígrenisjúk- linga,“ segir í tímaritinu. 62% þeirra sem tóku þátt töldu að veðrið hefði áhrif á verkjaköstin. Það kom þó í ljós að einungis 51% var raunverulega viðkvæmt fyrir veðrinu. Aldur og kyn virtust ekki skipta neinu máli fyrir niðurstöðurnar. ■ Nýjar rannsóknir: Veður hefur áhrif á mígreni María Heba Þorkelsdóttir heillaðist af flamengó og langar til Spánar til að læra meira.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.