Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 21
Í grein sem Ottó Sverrisson skrifar í blaðið þann 14. júlí sl. kemur fram að ekki sé tekið á máli þeirra barna sem ekki njóta nægilegrar sam- vista við báða foreldra. Ég tek heils hugar undir skrif Ottós og undra það að ekki skuli koma víðtækari þrýstingur frá þjóðfélaginu, börn- um til hjálpar. Hér er að sjálfsögðu átt við þegar báðir aðilar eru hæfir til að hugsa um börn sín. Á þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var fyrir sjö árum samþykkt ályktun um forsjár- og umgengismál og hefur tvívegis verið hnykkt á henni. Ályktunin sem samþykkt var á 40. þingi bandalagsins árið 2003 hljóðar svo: „Fertugasta þing BSRB hvetur yfirvöld til þess að hraða af- greiðslu í forsjár- og umgengnis- réttarmálum og hafa ætíð hags- muni barnanna í fyrirrúmi. Börn- um skal tryggður réttur sam- kvæmt íslenskum barnalögum, lögum um vernd barna og ung- menna og Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna um samvistir við báða foreldra“. Hér er um að ræða nauðsynleg- an gjörning, en galli er á gjöf Njarðar. Þessari ályktun hefur á engan hátt verið fylgt eftir hvorki fyrr né nú. Það er mín skoðun að hafi svo stór samtök virkilegan áhuga á því sem ályktunin fjallar um væru íslensk börn kannski farin að sjá fram á að samneyti við báða foreldra yrðu raunveruleg. Í það minnsta gætu slík samtök komið málinu á hreyfingu. Það er deginum ljósara að börn geta ekki barist óstudd við þau öfl sem hamla þeim að umgangast báða foreldra eins og lög kveða á um eða mannsæmandi þykir. Við erum aftarlega á merinni hvað þetta varðar og eigum langt í land með að geta sagt að slíkt bjóða Íslendingar ekki börnum sínum. Innan þingsins hefur það verið Samfylkingin sem hefur tekið á málinu, en að mínu viti ekki af nægilegum sannfæringar- krafti. Það er tími til kominn að þjóðfélagið í heild mótmæli þessari meðferð á saklausum börnum sem óvart hafa lent í deilu foreldra og eru aðalskotmark reiðinnar. Leyfum hamingjusömum börnum að vaxa úr grasi og njóta beggja foreldra þar sem þess er kostur, nóg er af hinu. ■ ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2004 800 7000 - siminn.is með Símanum í sumar Ótrúlega gaman * Gildir eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. ** 500 kr. á mánuði í 6 mánuði innan kerfis Símans, inneign flyst ekki á milli mánaða. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .is / N M 12 68 3 500 kr. SMS inneign ef þú fyllir rafrænt á Frelsið Fylltu rafrænt á Frelsið fyrir 2.000 kr. eða meira og þú færð 500 kr. SMS inneign innan kerfis Símans. Tilboðið gildir til 31. ágúst. Með GSM símum* í sumar fylgir: 3.000 kr. SMS inneign** 3.000 kr. inneign í Retro Léttkaups- útborgun og 600 kr. á mánuði í 12 mánuði Verð aðeins 7.980 kr. Eingöngu fyrir kort frá Símanum. Sony Ericsson T230 780 Ótrúlegt verð Það er tími til kominn að þjóðfé- lagið í heild mótmæli þess- ari meðferð á saklausum börnum sem óvart hafa lent í deilu foreldra og eru aðal- skotmark reiðinnar. HELGA DÖGG SVERRISDÓTTIR SJÚKRALIÐI UMRÆÐAN FORSJÁ BARNA ,, Að umgangast báða foreldra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.