Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 20.07.2004, Blaðsíða 15
3ÞRIÐJUDAGUR 20. júlí 2004 YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur Enginn vafi leikur á því að minnið er okkur afar dýrmætt enda er það er hluti af því hver við erum og okkur nauðsyn- legt til að lifa eðlilegu lífi. Án þess er enginn heill maður. Eðlilegt er með aldr- inum að minnið fari að klikka og er áberandi minnisleysi oft merki um öldr- un. Minnisleysi getur samt sem áður herjað á fólk á öllum aldri en í mis- miklum mæli. Allir verða fyrir því að gleyma hlutum og sumir eru þekktir fyrir að vera utan við sig og muna ekki neitt. Smávægilegt minnisleysi þarf hinsvegar ekki að vera neitt áhyggjuefni enda get- ur það stafað af þeirri einföldu ástæðu að hugurinn dvelur við mikilvæg úr- lausnarefni og í þeim efnum er oft talað um fólk sem algera prófessora. Þrátt fyrir að ellin sé alræmd fyrir að ræna fólk minninu þá er hægt að skjóta henni ref fyrir rass með því að halda minninu og sjálfum sér í góðri þjálfun. Líkamlegt heilbrigði skiptir öllu máli. Helst eru það sjúkdómar eins og alzheimer eða vandamál eins og svefn- leysi, of hár blóðþrýstingur eða fall á estrógenmagni líkamans sem geta haft áhrif á minnið. Vert er að fylgja eftirtöldum ráðum til að viðhalda minninu og efla. Stundaðu líkamsrækt. Líkamlegt heil- brigði og andlegt heilbrigði haldast í hendur. Gefðu heilanum verkefni. Lestu bækur, lærðu nýja hluti, leystu þrautir eða hvað sem er sem heldur huganum sterkum. Mundu hann er eins og vöðvi, því sterk- ari því öflugri. Lærðu utan að. Veldu uppáhaldsljóðið þitt eða texta og lærðu hann utan að. Farðu með textann reglulega í huganum. Ekki reykja. Rannsóknir hafa sýnt að reykingafólk gleyma andlitum og nöfn- um hraðar en þeir sem reykja ekki. Borðaðu vel. Með því að huga vel að mataræðinu heldurðu heilsunni lengur og getur komið í veg fyrir að fá sjúk- dóma sem hafa slæm áhrif á minnið. Fáðu nægan svefn. Reyndu að ná alla vega átta tíma svefni á nóttu svo heilinn fái nægan tíma til að vinna úr því sem hann lærði yfir daginn. Rifjaðu upp. Eftir að hafa horft á bíó- mynd eða lesið bók skaltu rifja upp söguþráðinn í huganum. Treystu á sjálfan þig. Lærðu að muna hluti eins og símanúmer, heimilisföng og nöfn í stað þess að treysta bara á minnið í símanum. Auðveldasta leiðin er ekki alltaf sú besta. kristineva@frettabladid.is Minni: Að muna betur Gott er að byggja upp minni frá unga aldri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Heimspekingurinn Nietzsche vildi meina að enginn yrði al- gjörlega fullorðinn fyrr en hann axlaði fullkomna ábyrgð á eigin lífi. Fleiri hafa stutt þessa yfirlýsingu með orðum sínum og ritum. Heimspeking- urinn þýski var hvorki fyrstur né síðastur til þess að koma henni á framfæri. En hvað felst í því að axla fulla ábyrgð á eig- in lífi? Hvað er það sem við getum raunverulega ráðið yfir? Á minni stuttu en við- burðaríku ævi hef ég komist að því að ábyrgir einstaklingar axla fullkomna ábyrgð á því sem þeir hugsa, segja og gera. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki borið ábyrgð á öðrum nema að litlu leyti. Barnauppeldi snýst meira að segja um að stjórna sjálfum sér frekar en börnunum vegna þess að börn læra það sem fyr- ir þeim er haft. Margir eru á sí- felldum flótta með því að skjóta ábyrgðinni yfir á for- eldra, maka, börn, vinnuveit- endur, stjórnmálamenn, lög- regluyfirvöld og svo má lengi telja. Ég ræði þetta oft við einn félaga minn í lögreglunni í Reykjavík og hann segir það nánast undantekningarlaust vera viðhorf síbrotamanna að þeir beri ekki ábyrgð á eigin gjörðum. Það er löggunni að kenna þegar þeir náist! Hvert er þitt viðhorf til ábyrgðar? Axlar þú ábyrgð á öllu sem þú hugsar, segir og gerir? ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Að axla ábyrgð á sjálfum sér gbergmann@gbergmann.is. CHROM dregur úr sykurlöngun og jafnar blóðsykurinn FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP. HEILSURÁÐ Þó að það sé freistandi að leggjast í maraþonsólböð þegar sólin loksins skín er varúðar þörf þegar sólin er annars vegar. Geislar sólarinnar eru sterkastir milli klukk- an 11 og 14 á daginn og fyrir þá sem eru óvanir sólinni er mikilvægt að bera á sig vel af sterkri sólarvörn og vera í ekki sólbaði lengur en 20–30 mínútur á dag. Tímann má svo smám saman lengja en athugið að hægt er að brenna þó að ský sé fyrir sólu því 30–50% útfjólublárra geisla sólar ná í gegnum skýin. [ DANSKIR UNGLINGAR ] Lifa ekki villtu kynlífi Dönsk ungmenni eru alls ekki eins villt og fjölmiðlar og fullorðið fólk hefur talið – þegar kemur að kynlífi að minnsta kosti. Ný rannsókn sýnir að fóstureyðing- um hefur fækkað mjög undanfarið ár, sem ber að mati sérfræðinga vott um að kynlífið er ábyrgðarfyllra. Rannsóknin sýnir einnig að unglingar byrja að meðal- tali ekki að stunda kynlíf fyrr en um 17 ára aldur, sem er svipað og undanfarna áratugi. Svæsnari kynlífsiðnaður og fá- klæddar poppstjörnur hafa því ekki haft þau áhrif í Danmörku að krakkar fari fyrr að sofa hjá en áður. Charlotte Wilken- Jensen læknir segir í samtali við Berlingske tidene að sú ímynd að dansk- ir unglingar séu óábyrgir sé algjörlega úr lausu lofti gripin. „Langflestir unglingar bíða með að stunda kynlíf þangað til þeir eru alveg tilbúnir til þess og þeir gæta þess að verða ekki þungaðir,“ segir Charlotte sem bendir á að framúr- skarandi kynlífsfræðsla í dönskum skólum hafi sitt að segja. 1912 danskar stúlkur 19 ára og yngri fóru í fóstureyðingu árið 2002 en 4.272 árið 1980. Það ár eignuðust líka mun fleiri unglingsstúlkur börn eða 3.147. Árið 2002 hafði unglingsmæðrum fækkað í 854. !

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.