Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 20.07.2004, Qupperneq 6
6 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Nýtt símkerfi lögreglunnar: Örðugleikar á fyrsta degi LÖGREGLAN Byrjunarörðugleikar settu strik í reikninginn þegar lögreglan í Reykjavík tók nýtt símkerfi í notkun í gær. Nýja kerfið sameinar öll síma- númer og símakerfi embættisins í eitt kerfi sem hefur fengið símanúmerið 444 1000. Lögregl- an segir fjarskipti veigamikinn hluta af daglegum rekstri lög- reglunnar og að kröfurnar um greið símasamskipti séu stöðugt að aukast, ekki aðeins innan lög- reglunnar, heldur einnig við borgarana. Vandkvæði gerðu þó vart við sig. Þegar Fréttablaðið hafði samband við lögregluna í gegn- um hið nýja símanúmer hringdi þrisvar út áður en það var svarað og eitthvað var um að gefið væri samband við röng innanhúss- númer. Starfsmaður skiptiborðs lögreglunnar sagði byrjunar- vandræði hafa vissulega sett sitt mark á daginn, erfitt væri oft að ná sambandi við ný númer og þar fram eftir götunum. Þetta olli þó ekki miklum vandkvæðum fyrir utan óþægindin að sögn starfs- mannsins sem gerði ráð fyrir að þetta myndi lagast fljótt. Einar Karl Kristjánsson lögreglufulltrúi segist ekki hafa orðið var við nein vandkvæði sem tæki að nefna. ■ Segir Samherja beygja fiskveiðilög Formaður sjómannasambandsins segir Samherja fara í kringum lög með „gervikaupum“ á togara. Forstjóri Samherja vísar gagnrýni á bug og segir hana ómálefnalega. Sjávarútvegsráðuneyti sér ekkert athugavert við kaupin. SJÁVARÚTVEGUR Samherji hf. fer í kringum fiskveiðistjórnunarlög- in og tekur veiðiréttinn af íslenskum sjómönnum, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Samherji hf. hefur fest kaup á frystitogaranum Akrabergi frá Framherja spf. í Færeyjum, sem Samherji á þriðjungshlut í. Til- gangur kaupanna er að nýta út- hafskarfaheimildir sem Sam- herja hefur verið úthlutað utan lögsögu Íslands. Í kaupsamning- um er ákvæði um skilarétt skips- ins innan þriggja mánaða frá undirritun. Áhöfnin telur 28 menn, færeyska og íslenska. Samherji gerði samskonar kaup- samning við Framherja í fyrra og gengu kaupin til baka að tveimur mánuðum liðnum og mun eins vera með þessi kaup farið. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, kallar þetta „gervikaup“ og seg- ir Samherja hf. fara í kringum íslensk fiskveiðistjórnunarlög. „Það er óeðlilegt að eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins skuli láta útlenda sjómenn veiða íslenskar veiðiheimildir og taka þannig veiðiréttinn af íslenskum sjómönnum.“ Sævar segir ekki vita hvort hægt sé að sporna við þessu með lagabreytingu, en segist höfða til stjórnenda Sam- herja fyrst og fremst. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., vísar gagnrýni Sævars á bug og segir hana ómálefnalega. „Samherji hefur í gegnum árin verið með fjölda íslenskra sjómanna á er- lendum skipum. Það er því óráð- legt af hálfu Sjómannasam- bandsins að fara út í þessa um- ræðu, því tekjur íslenskra sjó- manna á erlendum skipum eru miklu meiri en tekjur útlendra sjómanna á íslenskum skipum.“ Vilhjálmur Egilsson hjá sjáv- arútvegsráðuneytinu segist ekkert athugavert sjá við kaup- in. „Mönnum er frjálst að eiga viðskipti með þau skip sem þeir vilja, svo lengi sem þeir uppfylla öll ákvæði íslenskra laga og það er ekkert í íslenskum lögum sem kveður á um lágmarkseignar- hald á skipum.“ Vilhjálmur telur ennfremur ekkert athugavert við að erlendar áhafnir séu á ísl- enskum skipum, það sé ekkert í lögum sem banni það og áhöfnin sé á íslenskum kjarasamningum. bergsteinn@frettabladid.is Landsbankadeild karla og kvenna: Verðlaunfé verði jafnt ÍÞRÓTTIR Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið, fyrir tilstu- ðlan Landsbanka Íslands, að hækka verðlaunafé í Landsbanka- deild kvenna í eina milljón. Félög sem sigra í karla- og kvennaflokki fá því jafnháa upp- hæð að launum. Þetta kemur fram í frétt frá Landsbankanum og KSÍ. Knattspyrnusambandið hafði sætt töluverðri gagnrýni fyrir að úthluta ekki jafnháu verðlaunafé til sigurvegara í kvennaflokki og karlaflokki. Jafnréttisstofa sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem ákvörð- un Knattspyrnusambandsins og Landsbankans er fagnað. ■ ■ ÍRAK GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,96 -0,56% Sterlingspund 132,77 0,24% Dönsk króna 11,86 0,00% Evra 88,18 0,02% Gengisvísitala krónu 122,72 0,09% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 140 Velta 949 milljónir ICEX-15 3.074 0,05% Mestu viðskiptin Actavis Group hf. 171.105 Landsbanki Íslands hf. 170.987 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 156.929 Mesta hækkun Actavis Group hf. 2,15% Opin Kerfi Group hf. 1,19% Landsbanki Íslands hf. 1,16% Mesta lækkun Íslandsbanki hf. -2,22% Kaldbakur, fjárfestingarfélag hf -1,43% Bakkavör Group hf. -1,12% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.076,2 -0,6% Nasdaq * 1.872,7 -0,6% FTSE 4.321,1 -0,4% DAX 3.812,6 -0,9% NIKKEI 11.270,7 -1.5% S&P * 1.098,1 -0,3% * Bandarískar vísitölur kl. 17. VEISTU SVARIÐ? 1Hvar fer ráðstefna Alþjóðahvalveiði-ráðsins fram? 2Hvaða togari fékk tundurdufl í trolliðum helgina? 3Yfir hvaða hæð stökk Þórey EddaElísdóttir um helgina er hún setti Norðurlandamet í stangarstökki? Svörin eru á bls. 22 FYRSTA SÍMTALIÐ Lögregluþjónn hringir fyrsta símtalið í nýja kerfinu. Starfsmenn lögreglunnar gera ráð fyrir að það margbæti fjarskipti embættisins. Verðbólgan: Meiri hér en í Evrópu EFNAHAGSMÁL Hagstofa Íslands birti í gær samræmda vísitölu neysluverðs á Íslandi og í EES-ríkjunum. Verð- bólga mælist nú 2,9 prósent á árs- grundvelli á Íslandi en meðaltalið á EES-svæðinu er 2,3 prósent. Mest er verðbólgan í Slóvakíu, 8,1 prósent, og í Ungverjalandi, 7,5 pró- sent. Í Finnlandi lækkar verðlag því þar er nú 0,1 prósent verðhjöðnun. Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka í gær kom fram að þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvemb- er 2002 sem verðbólga mælist meiri á Íslandi heldur en að meðaltali í EES-ríkjunum. ■ BANVÆN MISTÖK Skemmdar- verkamanni sem hugðist spreng- ja gasflutningalínu mistókst ætl- unarverk sitt og sprengdi sjálf- an sig í loft upp fyrir mistök. Sprengjan sprakk of snemma með þeim afleiðingum að mað- urinn lést en línan skaddaðist ekki. ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Segir Samherja gera mun meira fyrir íslenska sjómenn en erlenda. SÆVAR GUNNARSSON Segir Samherja taka veiðiréttinn af íslenskum sjómönnum. Lýðheilsustöð: Sögð á villigötum HEILBRIGÐISMÁL Árangursríkasta vopnið í baráttunni gegn offitu er fræðsla og þess vegna er Lýðheilsu- stöð hvött til samvinnu við samtök auglýs- enda sem búa yfir þekkingu á viðhorfum og atferli almenn- ings. Þetta kem- ur fram í frétta- tilkynningu frá stjórn samtaka auglýsenda þar sem bent er á að Lýðheilsustöð sé á villigötum hvað varðar skattlagningu á sykur- vörur. Fræðimenn hafi bent á að enginn einn þáttur stuðli að offitu heldur sé um samspil margra þátta að ræða. Ekki sé vænlegt að ráðast gegn einni tegund matvæla eins og raunin virðist vera. ■ Stjórn samtaka aug- lýsenda óskar eftir samvinnu við Lýð- heilsustofnun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.