Fréttablaðið - 20.07.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 20.07.2004, Síða 10
20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR WASHINGTON, AP Rannsókn á mál- efnum orkufyrirtækisins Enron hefur leitt í ljós umfangsmikil tengsl félagsins við bandaríska Repúblikanaflokkinn. Í tölvu- póstum á milli stjórnenda fyrir- tækisins sem birtir hafa verið er á opinskáan hætt rætt um hvern- ig fjárframlög til stjórnmála- manna geti skilað mestum ávinn- ingi. Stjórnmálaskýrendur í Banda- ríkjunum, og hópar sem láta sig gagnsæi í stjórnmálum varða, hafa sagt að gögnin í Enron- málinu lyfti hulunni af því sem í raun gerist í samskiptum stjórn- málamanna og stjórfyrirtækja. Tom Delay, þingmaður frá Texas og einn af leiðtogum repú- blikana í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, hefur verið formlega ásakaður um að hafa látið fjár- stuðning orkufyrirtækisins ráða málatilbúnaði sínum á þingi. Að sögn Tom Fitton, formann stofnunar sem fylgist með fjár- öflun bandarískra stjórnmála- flokka, gefa tölvupóstssamskipti forráðamanna Enron til kynna hvað búi að baki stuðningi fyrir- tækja við flokkana; bæði demó- krata og repúblikana. ■ flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.100kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.400kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.300 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 21. til 27. júlí VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.500kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og GRÍMSEYJAR 3.500 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 53 53 07 /2 00 4 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. Rannsókn á Enron leiðir margt í ljós: Mikil tengsl fyrirtækja og stjórnmálaflokka TOM DELAY Einn áhrifamesti þingmaður Repúblikana- flokksins í Bandaríkjunum er ásakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við stór- fyrirtæki sem studdu framboð hans með fjárframlögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P MÓTMÆLI Þrjátíu manna baráttu- hópur Náttúruvaktarinnar mót- mælti náttúruspjöllum vegna virk- virkjanaframkvæmda að Kára- hnjúkum á degi hálendisins í gær. Fánum lýðveldisins var flaggað í hálfa á fánastöngum stjórnstöðvar Landsvirkjunar, kveikt var á neyðarblysum og erindi flutt. Elísabet Jökulsdóttir, einn tals- manna hópsins, segir mótmælin árleg þar til hægt verði að draga fánann að húni. „Ef þeir hættu núna þá yrðu minni spjöll heldur en ef verkið væri klárað,“ segir Elísabet. Í ræðu sinni á mótmæla- fundinum sagði Elísabet frá því að Vestfirðingar litu á bjartsýni sem sína auðlind. Þeir kysu ekki stór- iðjulausn ríkisstjórnarinnar. „Svo- kölluð auðlind stjórnvalda og Landsvirkjunar er hins vegar dimm og uppurin kolanáma þar sem aðeins er hægt að grafa upp skammsýni. Þar er auðvitað ekki hægt að ganga uppréttur.“ Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, mótmælti notkun Náttúruvaktarinnar á fánastöng- um Landsvirkjunar. Hann sagði Landsvirkjun starfa samkvæmt ís- lenskum lögum sem þjóðkjörið Al- þingi hefði samþykkt. „Okkur hefur verið fullkomlega ljóst að það hafa verið deildar skoðanir um það sem við höfum verið að gera. Við höfum lagt áherslu á það að við þurfum að nýta okkar lands- gæði til þess að halda uppi þeim lífskjörum sem við viljum að séu hér á landi. Þeim lífskjörum sem við sjáum hjá öðru fólki í öðrum löndum.“ Katrín Jakobsdóttir, vara- formaður Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs og varaborgar- fulltrúi, tók þátt í mótmælunum. Hún segir Kárahnjúkavirkjun til háborinnar skammar fyrir þjóðina. „Við viljum minna á það að mót- mælin eru ekki bara út af þessum framkvæmdum heldur líka út af þeim afleiðingum sem mótmæli landvarða höfðu fyrir ári sem og öllu vinnulaginu við þetta.“ gag@frettabladid.is Flögguðu í hálfa á fánastöngum Landsvirkjunar Um þrjátíu manns mótmæltu náttúruspjöllum vegna virkjunar- framkvæmda við stjórnstöð Landsvirkjunar á degi hálendisins. Fólkið er ósátt við vinnubrögð stjórnvalda. Það segir auðlind stjórnvalda dimma og uppurna kolanámu. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR „Það er eins og við þurfum nýtt tungumál til að á okkur sé hlustað því að stjórnvöld og Landsvirkjun eru hætt að skilja ísl- ensku. Þau eru hætt að búa á Íslandi. Svo hvaða mál eigum við að tala? Kannski eig- um við að tala eins og landið sem segir: stjúpp opp aaa baaa hisss,“ sagði Elísabet. FRIÐRIK SOPHUSSON Hlýddi á erindi og tók við fánum í hálfa stöng ásamt gjafabréfi frá mótmælendum. SÓLRÚN SUMARLIÐADÓTTIR Kom á svæðið til sýna samhug. Hún er ekki sátt við framkvæmdir við Kárahnjúka. „Nei, engan veginn. Mér finnst þetta hræðilegt hneyksli og ótrúlegt að þetta sé að ganga í gegn.“ Helst vildi hún sjá fram- kvæmdirnar stöðvaðar þó þær séu komnar þetta langt. „Maður bara vonar það besta.“ SÓLVEIG SIGFÚSDÓTTIR „Ég er að mótmæla þessari eyðileggingu á landinu. Það er verið að sökkva þarna gróðurlandi. Ég er nýbúin að ganga um þetta gróðurlendi.“ Sólveig segir að það land sem eigi að friða sé alls ekki nægilega stórt svæði. HJALTI HUGASON „Mér finnst framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda alltof takmörkuð. Það er einungis gert út á stjóriðjuframkvæmdir og til þess þurfum við þessar stóru virkjanir sem eru óþarfar ef við gerðum út á meiri þekkingariðnað.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.