Fréttablaðið - 20.07.2004, Side 22
Átta ungmenni hafa ákveðið að setja
upp verkið Dýrðlegt fjöldasjálfs-
morð á nýja sviðinu í Borgarleik-
húsinu. „Við höfðum öll verið í
Herranótt í Menntaskólanum í
Reykjavík en erum nú flest útskrif-
uð og stofnuðum í sumar leikhópinn
Landsleikur,“ segir Saga Sigurðar-
dóttir, en Landsleikur er styrktur af
Ungu fólki í Evrópu, Hinu húsinu,
Menningarsjóði félagsmiðstöðva og
Norræna húsinu. „Styrkirnir gerðu
okkur kleift að gera leiklistina að
sumarvinnu en í hópnum er að finna
fólk sem stefnir á nám í leiklist,
dansi og búningahönnun. Tvær okk-
ar úr hópnum voru að dansa í Línu
langsokk í Borgarleikhúsinu í vetur
og þar kynntumst við leikaranum
Bergi Þór Ingólfssyni sem við feng-
um til liðs við okkur. Hann ætlar að
leikstýra verkinu en svo fengum við
vilyrði hjá Guðjóni Petersen Borg-
arleikhússtjóra til að fá að sýna
þetta á nýja sviðinu.“
Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð er
eftir Arto Paasilinna. „Okkur fannst
skáldsagan, sem er finnsk, svo
skemmtileg að okkur langaði til að
setja hana á svið. Það hefur verið
gerð finnsk kvikmynd upp úr Dýrð-
legu fjöldasjálfsmorði en verkið
hefur ekki verið leikið áður á sviði
svo við vitum til. Við brugðum því á
það ráð að fá Ólaf Egil Egilsson til
að skrifa leikgerð upp úr skáldsög-
unni og höfum svo þróað hana
áfram með leikstjóranum.“
Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð fjall-
ar um tvo menn sem ætla að binda
endi á líf sitt en ákveða að auglýsa
eftir hóp af fólki sem er í sjálfs-
morðshugleiðingum. „Þau ákveða
að fyrirfara sér í sameiningu á sem
stórkostlegastan hátt. Þegar
ákvörðunin hefur verið tekin verða
allir mjög uppveðraðir og fara að
lifa fyrir þetta dýrðlega og drunga-
lega markmið. Það sem heillaði
okkur við Dýrðlegt fjöldasjálfs-
morð er mótsögnin sem felst í því
að vera orðin full af lífsgleði en
ætla samt að drepa sig og segja má
að verkið sjálft sé allt svona frekar
grátbroslegt.“
Arto Paasilinna var gestur á
Bókmenntahátíð í Reykjavík í
fyrra og Dýrðlegt fjöldasjálfs-
morð hefur verið ein vinsælasta
bók síðari tíma í Finnlandi. Lands-
leikur frumsýnir verkið 28. júlí í
Borgarleikhúsinu og heldur svo
þrjár sýningar á Nýja sviðinu 19.,
20. og 22. ágúst. Verkið verður ein-
nig sýnt á Akureyri, í Hveragerði
og á Höfn í Hornafirði. ■
14 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
EDMUND HILLARY
Ævintýramaðurinn sem alla jafna er talinn fyrsti
maðurinn til þess að komast upp á tind Everest-
fjalls fæddist á þessum degi árið 1919.
JARÐARFARIR
13.30 Björg Gunnlaugsdóttir, hjúkrun-
arheimilinu Grund, áður til heimil-
is í Melgerði 12, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Bústaðarkirkju.
13.30. Rósa Þorsteinsdóttir frá Lang-
holti, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju
14.00 Guðrún Ingólfsdóttir verður
jarðsungin frá Hafnarkirkju.
ANDLÁT
Karl Friðrik Karlsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri, Skeljatanga 3,
lést 17. júlí. Að drepa sig
fullur af lífsgleði
Á þessum degi árið 1944 gerðu hátt-
settir þýskir embættismenn tilraun
til þess að ráða Adolf Hitler af dög-
um. Sprengju var komið fyrir í
fundarherbergi Hitlers en ekki
tókst betur til en svo að foringinn
slapp lifandi, að vísu særður og í
nokkru uppnámi. Hann brást auð-
vitað hinn versti við og nokkrir
samsærismannanna voru teknir af
lífi í snarhasti og hann gekk harka-
lega fram gegn andstæðingum sín-
um sem enduðu margir hverjir í
fangelsum eða gröfinni.
Morðtilræðið var neyðarúrræði
samstarfsmanna Hitlers sem sáu
fram á að hann væri að herða róð-
urinn á tveimur vígstöðvum í fyrir-
fram töpuðu stríði. Eina lausnin
sem þeir sáu var valdarán í kjölfar
morðsins á foringjanum.
Claus von Stauffenberg, yfir-
maður heraflans, var fenginn til
þess að koma skjalatösku með
sprengju í fundarherbergi Hitlers
en þegar hann var að skoða kort af
austurvígstöðvunum færði Heinz
Brant ofursti töskuna fjær foringj-
anum til þess að komast nær
kortinu.
Sprengjan sprakk síðan eins og
ráð var fyrir gert og fjórir þeirra
sem staddir voru í herberginu biðu
bana. Hitler komst lífs af og var
ekki verr á sig kominn en svo að
hann tók á móti Benito Mussolini
síðar um daginn og sýndi honum
leifarnar af tilræðisherberginu. ■
ÞETTA GERÐIST
BANATILRÆÐI VIÐ HITLER MISTEKST
20. júlí 1944
„Það klífur enginn fjöll í vísindaskyni. Vísindin eru notuð til þess að
afla fjár fyrir leiðangrana en þú klifrar í raun og veru bara vegna
ánægjunnar.“
- Edmund Hillary, afmælisbarn dagsins, fer ekki leynt með það að
fjallaklifur er fyrst og fremst sport.
TÍMAMÓT
NÝSTOFNAÐ ÁHUGALEIKFÉLAG SETUR UPP VERKIÐ DÝRÐLEGT FJÖLDASJÁLFSMORÐ
ADOLF HITLER
Tilraun náinna samstarfsmanna hans til að
koma honum fyrir kattarnef fór úrskeiðis
þegar hann komst lífs af úr sprengju-
tilræði. Þeir sem stóðu að baka tilræðinu
þurftu vitaskuld ekki að kemba hærurnar.
Ófeigum Hitler ekki í hel komið
LANDSLEIKUR
Leikfélag sem á rætur sínar að rekja til Herranætur setur upp Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð á
nýja sviði Borgarleikhússins.
Sævar Þór Sigurgeirsson, Unnur Magnúsdóttir
Hafdís Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Stefánsson
Barnabörn og barnabarnabörn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks göngudeildar krabbameinslækninga á
Landspítalanum, hjúkrunarfræðinga í Karítas og Líknardeild Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
LÁRU INGU LÁRUSDÓTTUR
Bergstaðastræti 28, Reykjavík
verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík, miðvikudaginn 21. júlí
og hefst athöfnin kl. 13:30.
Karl R. Guðfinnsson, Geir Jón Karlsson,
Heiða Björk, Karl Reynir, Andrea, Hafdís og systkyni hinnar látnu.
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og systir
Hafdís Jónsdóttir
Rauðalæk 36
Reykjavík
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
SNORRI RÖGNVALDSSON
Kríuhólum 2, Reykjavík,
sem lést 9. júlí, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 10.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðni Þ. Snorrason, Inga Dröfn Jónsdóttir
Guðný H. Jakobsdóttir, Guðjón Jóhannesson
The Times tók á dögunum hús á
Ólafi Jóhanni Ólafssyni í tilefni af
útkomu bókar hans, Höll minning-
anna, í Bretlandi. Bókin hefur
fengið ágæta dóma hjá gagn-
rýnendum þar í landi en áður hafa
afbragðsdómar í bandarískum
fjölmiðlum birst. Höll minning-
anna kom út hér á landi fyrir jólin
árið 2000 og hlaut góðar viðtökur.
Blaðamaður The Times hitti Ólaf
Jóhann fyrir í einum af skýja-
kljúfum fjölmiðlarisans Time
Warner í New York en rithöfund-
urinn gegnir eins og kunnugt er
varaforstjórastöðu hjá fyrir-
tækinu. Það vakti eðlilega forvitni
blaðamannsins að maður í þessari
stöðu gefi einnig út skáldsögur. Í
viðtalinu segir blaðamaðurinn
einnig að augljóst sé skrifin eigi
hug Ólafs allan og að viðskiptin
séu aukabúgrein.
Aðrir fjölmiðlar í Bretlandi
hafa farið lofsamlegum orðum um
bókina; má þar nefna blöð á borð
við Independent og Daily Tele-
graph. ■
ÓLAFUR JÓHANN
Bók hans, Höll minninganna, hefur fengið
frábærar viðtökur í Bretlandi.
Viðskiptin aukabúgrein
BÆKUR
ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON
■ rithöfundur var í viðtali við The
Times á dögunum. Blaðamanninum
þótti athyglisvert að rithöfundurinn
gegnir aðstoðarforstjórastöðu hjá
fjölmiðlarisanum Time Warner
samhliða skrifunum.
Okkar ástkæra
Kristborg Kristinsdóttir,
Borgarbraut 12,
Stykkishólmi
Egill Egilsson,
Kristinn Ólafur Smárason, Egill Egilsson,
Þórhildur Magnúsdóttir, Kristinn Ólafur Jónsson,
systkini og aðrir aðstandendur.
lést miðvikudaginn 14. júlí á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut.
Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 24. júlí kl. 14:00.
Þem sem vildu minnast hennar er bent á að láta kvennadeild Landspítalans njóta þess.