Fréttablaðið - 20.07.2004, Page 24
FÓTBOLTI FH-ingar komust á topp
Landsbankadeildarinnar í fyrsta
sinn í sumar þegar þeir lögðu
Fylkismenn, 1-0, í Kaplakrika í
gærkvöld í uppgjöri toppliða
deildarinnar. Þetta var jafnframt
fyrsti sigur FH-inga á Fylki í
deildinni í sex leikjum og fjórði
leikurinn í röð sem Fylkis spilar
án sigurs.
Fylkismenn hófu leikinn af
miklum krafti og Björgólfur
Takefusa var hársbreidd frá því
að koma þeim yfir tvívegis á
fyrstu fjórum mínútum leiksins.
Fyrst varði Daði Lárusson, mark-
vörður FH, frá honum úr dauða-
færi og síðan átti hann skot beint
úr aukaspyrnu rétt yfir.
Eftir snarpa byrjun fór allur
kraftur úr leikmönnum liðanna og
erfitt var að sjá að tvö af bestu lið-
um landsins væru að etja kappi
saman. Fylkismenn voru meira
með boltann en þeim gekk illa að
skapa sér færi. Að sama skapi
áttu FH-ingar erfitt með að finna
taktinn sóknarlega fyrsta hálf-
tímann.
Þeir fengu sitt fyrsta almenni-
lega færi eftir 36 mínútur en þá
skallaði Emil Hallfreðsson yfir úr
góðu færi eftir fallega sendingu
frá Heimi Guðjónssyni. Jónas
Grani Garðarsson fékk síðan
dauðafæri til að koma FH-ingum
yfir á 40. mínútu en hann skaut
beint í fang Bjarna Þórðar Hall-
dórssonar, markvarðar Fylkis, af
stuttu færi eftir góðan undirbún-
ing Atla Viðars Björnssonar. Stað-
an var því markalaus í hálfleik,
hálfleik sem var tvískiptur því
Fylkismenn réðu ferðinni fyrri
hlutann í hálfleiknum en FH-ingar
seinni hlutann.
FH-ingar hófu seinni hálf-
leikinn af miklum krafti og á 54.
mínútu átti danski framherjinn
Allan Borgvardt þrumuskot sem
Bjarni Þórður Halldórsson varði
vel. Hinn ungi og efnilegi Emil
Hallfreðsson kom FH-ingum síð-
an yfir á 63. mínútu með þrumu-
skoti frá vítateig sem Bjarni í
marki Fylkis réð ekki við.
Þetta mark reyndist vera eina
mark leiksins, FH-ingar réðu
ferðinni mest allan síðari hálf-
leikinn og þótt Fylkismenn hefðu
pressað nokkuð undir lokin þá
tókst þeim aldrei að ógna marki
FH-inga að neinu ráði. ■
Við hrósum...
...Knattspyrnusambandi Íslands fyrir að hafa séð ljósið með hjálp
Landsbankans og jafnað verðlaunafé í Landsbankadeild karla og
kvenna. Fyrri áætlanir voru móðgun við konur almennt enda hafa
þeir snúið frá villu vegar og í dag er allt jafnt. Jafnrétti kynjanna í
sinni fögrustu og tærustu mynd.
16 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
17 18 19 20 21 22 23
Þriðjudagur
JÚLÍ
61!&$.-2-7 !!! !! *5.
8
$
"
*9:.
!!
8
61!&$ !!! 8
"
61
8
-;;-
!!! LEIKIR GÆRDAGSINS
HETJAN EMIL HALLFREÐSSON Sést hér í baráttu við Fylkismanninn Eyjólf Héðinsson
en Emil skoraði sigurmark FH-inga í leiknum.
Við mælum með...
...að KA, Fram og Grindavík, liðin sem skrapa botninn á
Landsbankadeildinni í fótbolta fari til Englands og finni sér nokkra leik-
menn úr unglingaliði Stoke. Tveir slíkir hafa í það minnsta komið
Víkingum úr botnsætinu upp í miðja deild á mettíma og félagar þeirra
gætu vafalaust híft hin liðin þrjú upp.
0–1 Ratka Zivkovic 74.
BEST Á VELLINUM
Ratka Zivkovic Fjölni
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 14–7 (4–5)
Horn 4–4
Aukaspyrnur fengnar 9–10
Rangstöður 3–0
MJÖG GÓÐAR
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stjörnunni
Ratka Zivkovic Fjölni
GÓÐIR
Auður Skúladóttir Stjörnunni
Jóna S. Jónsdóttir Stjörnunni
Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnunni
Anna Margrét Gunnarsdóttir Stjörnunni
Anna Rún Sveinsdóttir Fjölni
Edda María Birgisdóttir Fjölni
Andrea Rowe Fjölni
0-1
STJARNAN FJÖLNIR
0–1 Erna Björk Sigurðardóttir 1.
0–2 Ólína Guðrún Viðarsdóttir 4.
0–3 Erla Hendriksdóttir 41.
0–4 Sandra Sif Magnúsdóttir 45.
0–5 Erla Hendriksdóttir 47.
0–6 Erla Björk Sigurðardóttir 62.
0–7 Erla Hendriksdóttir 83.
0–8 Erna Björk Sigurðardóttir 90.
BEST Á VELLINUM
Erla Hendriksdóttir Breiðabliki
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6–14 (4–10)
Horn 1–6
Aukaspyrnur fengnar 11–3
Rangstöður 0–5
MJÖG GÓÐAR
Erla Hendriksdóttir Breiðabliki
Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki
GÓÐIR
Guðrún Soffía Viðarsdóttir Þór/KA/KS
Hildur Sævarsdóttir Breiðablik
Ólína G. Viðarsdóttir Breiðabliki
0-8
ÞÓR/KA/KS BREIÐABLIK
Valur 9 8 1 0 32–4 25
ÍBV 9 6 2 1 47–7 20
KR 9 6 2 1 37–10 20
Breiðablik 9 4 0 5 19–23 12
Stjarnan 9 1 4 4 11–28 7
Þór/KA/KS 7 1 3 3 8–21 6
Fjölnir 9 1 1 7 4–20 4
FH 8 1 1 6 6–43 4
MARKAHÆSTAR
Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV 18
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 12
Nína Ósk Kristinsdóttir, Val 10
Olga Færseth, ÍBV 10
Guðlaug Jónsdóttir, KR 8
Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV 7
NÆSTU LEIKIR
FH – Þór/KA/KS mán. 26. júlí 20.00
[ STAÐAN ]
■ ■ LEIKIR
19.15 Þróttur og Þór leika í 1.
deild karla í fótbolta.
■ ■ SJÓNVARP
20.30 Fákar á Sýn. Þáttur um
hesta og hestamenn.
20.15 Sterkasti maður heims á
Sýn. Hrikaleg átök.
00.35 Suður Ameríku-bikarinn á
Sýn. Bein útsending frá leik
Argentínu og Kólumbíu í undan-
úrslitum keppninnar.
Drogba til Chelsea:
Loksins klár
FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Didier
Drogba er loksins á leiðinni til
enska úrvalsdeildarliðsins
Chelsea en hann hefur verið orð-
aður við félagið í nokkurn tíma.
Franska liðið Marseille sam-
þykkti 24,5 milljóna punda tilboð
Chelsea í kappann og kemur hann
til Englands í dag til að ganga frá
samningi við félagið og gangast
undir læknisskoðun. Miklar vænt-
ingar eru gerðar til kappans og
sagðist Drogba, sem fer með
Chelsea-liðinu til Bandaríkjanna á
morgun, vonast til að standa und-
ir væntingum en hans bíður hörð
keppni um framherjastöðuna við
Eið Smára Guðjohnsen, Adrian
Mutu og Mateja Kezman. ■
DIDIER DROGBA Kominn til Chelsea fyrir
24,5 milljónir punda
Emil skaut FH–ingum
á toppinn
Skoraði sigurmark sinna manna í toppuppgjörinu gegn Fylki í gær-
kvöld og kom liðinu á toppinn í fyrsta sinn í sumar.
Jafntefli staðreynd í leik Grindavíkur og ÍA í gær:
Grétar og Grétar
á skotskónum
FÓTBOLTI Grindavík og ÍA skildu
jöfn, 1-1, í leik liðanna í Lands-
bankadeildinni í Grindavík í gær-
kvöld. Grindvíkingar mættu til
leiks í sínum fyrsta leik undir
stjórn nýrra þjálfara og það má
segja að breytingar hafi strax sést
á leik liðsins.
Sinisa Kekic, annar þjálfara
liðsins, var kominn aftur í vörnina
og við það styrktist varnarleikur-
inn en að sama skapi veiktist
sóknarleikurinn verulega við
brotthvarf Kekic þaðan. Grind-
víkingar eru enn í fallsæti en
frammistaða þeirra í gærkvöld
hlýtur að gefa þeim von um betri
tíð.
Leikurinn var jafn til að byrja
með en ef eitthvað þá voru Skaga-
menn sterkari aðilinn. Það var því
nokkuð gegn gangi leiksins sem
Grétar Ólafur Hjartarson kom
Grindvíkingum yfir á 22. mínútu
úr vítaspyrnu eftir að Gunnlaugur
Jónsson, fyrirliði Skagamanna,
hafði brotið á honum.
Skagamenn létu markið ekki á
sig fá og uppskáru jöfnunarmark
á 58. mínútu þegar Grétar Rafn
Steinsson skoraði eftir góðan
undirbúning Stefáns Þórðarsonar.
Eftir markið datt leikurinn
niður en Grindvíkingar pressuðu
síðustu tíu mínútur leiksins án
þess að ná að tryggja sér sigurinn
sem hefði gefið þeim þrjú dýr-
mæt stig í botnbaráttunni. ■