Fréttablaðið - 20.07.2004, Side 26

Fréttablaðið - 20.07.2004, Side 26
18 20. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR AROUND THE WORLD IN 80 DAYS kl. 10 NORÐURLJÓS kl. 4 PÉTUR PAN kl. 3.50 THE DAY AFTER TOMORROW kl. 5.15 WALKING TALL kl. 8 og 10 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 CHRONICLES OF RIDDICK kl. 10.15 B.I. 12 AROUND THE WORLD... kl. 8 HARRY POTTER 3 kl. 5.30 MORS ELLING kl. 6 TROY kl. 9 B.I. 14 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 SÝND kl. 5 og 7 M/ÍSL.TALI SÝND kl. 5, 7, 9 og 11 M/ENSKU TALI SÝND kl. 4, 6 og 8 M/ÍSL.TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI SÝND kl. 5, 6, 8, 9 og 11 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8.30 og 11.30 HHHHH SV MBL „Afþreyingarmyndir gerast ekki betri.“ HHHHH ÞÞ FBL „Geðveik mynd. Alveg tótallí brilljant.“ HHHH ÓÖH DV „Tvímælalaust besta sumar-myndin.“ HHHh kvikmyndir.com „Ekki síðri en fyrri myndin.“ i i i i. i . l llí illj . í l l i . i i . i í i i i . CHRONICLES OF RIDDICK kl. 8 og 10.30 B.I. 12 HARRY POTTER 3 kl. 5.30 M/ÍSL. TALI SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 M/ENSKU TALI Frá leikstjóra Pretty Woman Í GAMAN- MYNDINNI 2 9 þ ú s u n d g e s t i r á 1 1 d ö g u m BESTA SKEMMTUNIN HHHHH„Allt er vænt sem vel er grænt.“ K.D. Fbl. HHHH kvikmyndir.is HHHh kvikmyndir.com HHHH S.V. Mbl. HHHH DV HHHHH„Allt er vænt sem vel er grænt.“ K.D. Fbl. HHHH kvikmyndir.is HHHh kvikmyndir.com HHHH S.V. Mbl. HHHH DV Léttgeggjuð grínmynd. 3 barnalegir menn - 3 börn - 3falt gaman! SÝND kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.30 DIVINE INTERVENTION kl. 8 og 10 HHH1/2 kvikmyndir.is Tom Hanks er einhver útsmognasti, klárasti, færasti og mest heillandi afbrota-snillingur sem nokkru sinni hefur REYNT glæp aldarinnar. Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is ÚTIMÁLNING OG VIÐARVÖRN Róbert Stefánsson er einn af fáum Íslendingum sem stunda kraft- drekaíþróttina, eða Kite eins og hún kallast erlendis. Hún lýsir sér þannig að nokkurs konar loftbelg- ur er festur í spotta við iðkandann sem sjálfur er á farartæki á borð við snjóbretti, sjóbretti, línu- skautum eða skíðum. Vindurinn knýr síðan farartækið áfram. „Þetta er ólýsanleg tilfinning, alveg frábært,“ segir Róbert um sportið. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Ég er nýbúinn að fá græjurnar í hendurnar og er að ná tökum á þessu.“ Að sögn Róberts geta menn náð töluverðum hraða í íþróttinni og veit hann til þess að vinir sínir hafi náð allt að 60 kílómetra hraða á skíðum uppi á Langjökli. „Þetta er ótrúlega magnað,“ bætir Róbert við. „Maður finnur svo mikið fyrir kraftinum þegar drekinn tosar í mann og maður lyftist oft upp. Þeim á örugglega eftir að fjölga mikið á næstunni sem eru í þessu sporti.“ Aðspurður segir hann að kraft- drekasportið geti verið hættulegt eins og annað sport. Öryggislína er þó fyrir hendi sem hægt er að tosa í ef stefnir í óefni. Þá klemm- ist drekinn saman og ekkert loft kemst í hann. Róbert býst við að fara í margar drekaferðir í snjón- um í vetur, aðallega upp á jökla þar sem endalaust pláss er til að leika sér. ■ Britney Spears reynir nú hvað húngetur til þess að verja sig eftir að ljósmyndarar náðu mynd af henni út á götu í Los Angeles hella ofan í sig úr því sem leit út fyrir að vera smávaxin viskíflaska. Það er stranglega bann- að að drekka áfengi á almannafæri í borginni og því veltir slúðurpressan því fyrir sér hvort stúlkan eigi við áfengisvanda- mál að stríða. Talsmenn Britney segja að þetta hafi alls ekki verið áfengi, heldur gingsen-vítamínblanda. Framleiðandi myndar-innar Ocean’s Twel- ve sem var að miklu leyti skotin á Ítalíu þverneitar því að mafían þar í landi hafi reynt að kúga út peninga frá framleiðendum. Blöðin þar í landi héldu því fram að sést hefði til meðlimi mafíunnar á tökustað og að þeir hafi jafnvel stað- ið í hótunum við leikarahópinn. Í myndinni leika margar stórstjörnur á borð við George Clooney, Brad Pitt, Juliu Roberts, Matt Damon og Catherine Zeta-Jones. Leikstjóri myndarinnar, Steven Sodebergh segist aldrei hafa óttast um leikara- hópinn og að hann hafi ekkert orðið var við mafíuna á Ítalíu. Réttarhöldunum yfir leikaranumRobert Blake hefur verið frestað um tvo mánuði. Lögfræðingar leikar- ans báðu um meiri tíma til þess að undirbúa mál- ið, en leikarinn er ákærð- ur fyrir að taka þátt í samsæri til þess að myrða eiginkonu sína. Hún var skotin til bana eftir að hjónin höfðu snætt saman á veitingastað. Saksóknari segist hafa sönnunargögn þess efnis að leikarinn hafi ráðið laun- morðingja til þess að drepa konu sína. Réttarhöldin hefjast í nóvember. Táningsstjarnan LindsayLohan er komin í hóp þeirra leikkvenna í Holly- wood sem fær yfir sjö millj- ónir dollara greiddar fyrir hverja mynd. Eftir velgengni myndanna Freaky Friday og Mean Girls hafa launakröfur hennar hækkað all verulega og svo virðist sem framleiðendur í Bandaríkjunum séu reiðubúnir að borga. U2 óttast nú að væntanleg breið-skífa þeirra finni leið sína út á net- ið eftir að eintak af plötunni, sem er enn í vinnslu, var rænt þegar sveitin mætti í ljósmyndatöku í Frakklandi. Engin áform eru um að gefa plötuna út fyrr en í lok ársins og því væri það mjög slæmt ef lög- in væru fáanleg frítt á netinu. Platan mun að öllum líkindum heita Vertigo. FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR AF FÓLKI Á FULLRI FERÐ Róbert Stefánsson á fullri ferð á hjólabretti með loftbelginn festan við sig. KRAFTDREKAR RÓBERT STEFÁNSSON ■ stundar kraftdrekaíþróttina af miklu kappi og segir hana ótrúlega skemmtilega. Ólýsanleg tilfinning FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R RÓBERT OG BRYNJAR Róbert Stefánsson, til hægri, ásamt vini sínum Brynjari Guðmundssyni. Þeir félagar stunda nú kraftdrekaíþróttina af miklu kappi. Næsta plata rokkarana í Foo Fighters verður að öllum líkind- um tvöföld. Á annarri plötunni verða tíu órafmögnuð lög en á hinni önnur tíu í þyngri kantinum. Platan verður sú fyrsta sem ekki verður tekin upp í kjallaran- um á heimili forsprakkans Dave Grohl í Virginíu. Þess í stað verð- ur hún tekin upp í nýju hljóðveri í Los Angeles. Þetta verður fimmta plata Foo Fighters, en sú síðasta, One By One, kom út fyrir tveimur árum. Hlaut hún góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og aðdáenda sveitarinnar og vann meðal annars til Grammy-verðlaunanna. Grohl hefur í nógu að snúast um þessar mundir því ekki er langt síðan hann trommaði á fyrstu plötu Nine Inch Nails í fimm ár, Bleed Through. Hún kemur út í haust og að sögn Grohls hljómar hún frábærlega. ■ ■ TÓNLIST Tvöföld plata frá Foo DAVE GROHL Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, er önnum kafinn um þessar mundir. Jay Kay, söngvari hljómsveitarinnarJamiroquai, hefur játað að hafa ekið fjórhjóladrifnum bíl sínum hátt yfir leyfilegum hámarkshraða í febrúar á þessu ári. Jay, sem heitir réttu nafni Jason Kay, var stöðvaður af lögreglunni eftir að hafa tekið fram úr þó nokkrum bílum og ekið afar ógæti- lega. Hann á yfir höfði sér ökuleyfissvipt- ingu og yrði það mikið áfall fyrir þennan mikla bíla- dellukarl. Hann hefur þrisvar sinn- um áður misst ökuprófið fyrir að aka of hratt en virðist ekki hafa lært af því . Jay Kay, sem er 34 ára, hefur selt milljónir platna á ferli sínum. Á meðal þeirra þekktustu eru Emerg- ency On Planet Earth og Return Of The Space Cowboy.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.