Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 12
MENNTAMÁL Rúmlega eitt hundrað nemendur hafa sótt um skólavist í nýjum fjölbrautaskóla Snæfell- inga í Grundarfirði. Mikil ásókn kom á óvart en nýtt húsnæði fyrir tvö hundruð nemendur er í b y g g i n g u . B æ j a r s t j ó r i Grundarfjarðar- bæjar segir skól- ann mikinn efna- hagslegan ávinn- ing fyrir bæjar- félög á Snæfells- nesi. Björg Ágústs- dóttir, bæjar- stjóri í Grundar- firði og formaður u n d i r b ú n i n g - nefndar fjölbrautaskólans, segir skólann fyrst og fremst koma fjölskyldufólki vel því nú þurfi ekki að senda börnin í burtu. „Bæði eru það félagslega meiri gæði að geta haldið fjöl- skyldunum saman og svo efna- hagslega mikil spurning að geta haldið aðeins eitt heimili.“ Björg segir skólann skapa fleiri störf og hluta þeirra fyrir háskólamenntaða. „Slík störf eru alltaf vel þegin þar sem þau eru ekki mörg á svona svæði og mikil þjónusta sem svona nemendahópur þarf.“ Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, segir ekki hafa ver- ið vitað hver ásóknin að skólan- um yrði en skólinn taki við öllum nemendum sem sótt hafi um. „Það verður auðvitað svolítið þröngt á haustönninni, en það er sama, húsnæðið er byggt fyrir um 200 manns þannig að þetta ætti að bjargast,“ segir Guð- björg. Hún segir upp undir 90 pró- sent þeirra sem sótt hafi um skólavist séu krakkar fæddir árin 1987 og 1988. „Við tókum þá ákvörðun strax í byrjun að tryggja það að geta boðið bæði fyrsta árs nemum og annað árs nemum fullt nám,“ segir Guðbjörg. Einnig hafi lítill hópur nemenda sem komnir séu lengra sótt um sem og lítill hóp- ur eldra fólks sem ætli sér að vera í hlutanámi. Ingibjörg Eyrún Bergvins- dóttir hefur stundað fjarnám í Grundarfirði síðasta vetur og fer nú á annað ár fjölbrautaskól- ans. „Persónulega finnst mér mjög gott að vera heima. Þeir sem ætluðu sér að fara eitthvert annað, þeir fara annað,“ segir Ingibjörg. „Ég held að það verði voða stemning. Ég held að það verði mjög gott félagslíf í skól- anum.“ gag@frettabladid.is 12 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR BUSH LAUG George W. Bush laug að þjóðinni þegar hann sagði að verkefninu væri lokið í Írak fyrir rúmu ári síðan. Það eru skilaboðin sem Ben Cohen, annar upphafsmannanna að Ben & Jerry ísnum, vill koma á fram- færi. Því lét hann útbúa líkneski af Bush þar sem buxurnar loga. Þar er lagt út af orðatiltæki um lygara í logandi buxum. FERÐAMÁL „Áhuginn er sýnu minni en í fyrra en umferð einkabíla er með mesta móti,“ segir Sveinn Pálmar Einarsson, sem rekur ferðaskrifstofuna Tanni Travel á Austurlandi. Fyrirtæki hans hefur í sam- vinnu við Flugfélag Íslands boðið upp á dagsferðir frá Reykjavík í framkvæmda- skoðun að Kárahnjúkum í sumar. „Áhuginn er sannarlega fyrir hendi eins og sannast best á þeim fjölda sem heimsækir Kárahnjúka á einkabílum. Það er á stundum erfitt að finna stæði þegar sem mest umferð er. Hins vegar hefur ekki verið mikill straumur ferðamanna hér fyrir austan það sem af er sumri og það hefur áhrif líka.“ Sveinn áætlar að um hundr- að manns hafi nýtt sér tilboðið en dagsferðin með leiðsögn og stoppi á forvitnilegum stöðum kostar tæpar 20 þúsund krónur og er flogið alla miðvikudaga og laugardaga í sumar. ■ Mikil ásókn í fyrsta framhaldsskólann Nýr fjölbrautaskóli rís fyrir haustið í Grundarfirði. Fyrsti framhaldsskólinn á Snæfellsnesi. Hann er mikill efnahagslegur ávinningur fyrir bæjarfélög Snæfellsness. Fjölskyldur þurfa ekki lengur að senda börnin burt í framhaldsnám. BRYGGJUHÁTÍÐ Á DRANGSNESI Hátíðin var haldin um helgina í blíðskaparveðri. Margt var brallað eins og undanfarin ár og voru gestirnir fjölmargir. Handverksmarkaðir, grásleppusýning og leiktæki fyrir börnin eru fastir liðir hátíðarinnar sem og sjávarréttahlaðborð þar sem gestum er boðið að smakka framandi rétti. Seinni part dags var söngvarakeppni fyrir börn og gestum boðið í grill. Hátíðinni lauk með dansleik í félagsheimilinu. Á fyrri myndinni má sjá nokkurn fjölda gesta fylgjast með fótboltaleik heimamanna í Neista og helstu keppinautanna í Geisla frá Hólmavík. Leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn sem mörðu sigur á síðustu mínútunni. Á þeirri síðari eru menn að njóta veðurblíðunnar fyrir framan handverksmarkað. FRAMHALDSSKÓLI Í BYGGINGU Skólinn býður upp á stúdentsbrautirnar, al- menna braut og fjórar starfsnámsbrautir, s.s viðskiptabraut. Daglegar rútuferðir verða frá Stykkishólmi, Ólafsvík, Hellissandi og Rifi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EL G A ,,Þetta hefur fyrst og fremst þýðingu fyrir fjöl- skyldurnar í bæjunum; að þurfa ekki að senda börnin sín í burtu. Á GANGI Á FLÓÐASVÆÐUNUM Milljónir hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna mikilla vatnavaxta. Flóð og eldingar: Fleiri en 500 látnir ASÍA, AP Náttúruhamfarirnar í Suð- ur-Asíu halda áfram að kosta fjölda manns lífið. Sautján létust af völdum eldinga í Bangladess og 49 Indverjar drukknuðu þegar þeir lentu í hringiðu í miklum vatnavöxtum í Assam-héraði í norðausturhluta Indlands. Tala látinna er komin yfir 500 manns. Flestir hafa látist í Ind- landi, nær 300. 125 hafa látist í Bangladess, 80 í Nepal og fimm í Pakistan. Í fyrra létust um 1.500 manns í óveðrum sem gengu yfir á regntímabilinu, frá miðjum júní fram í miðjan október. ■ AÐALBÚÐIR VIÐ KÁRAHNJÚKA Mikill fjöldi ferðamanna og forvitinna heimamanna ekur að Kárahnjúkum dag hvern til að skoða þessa stærstu fram- kvæmd Íslandssögunnar. Kárahnjúkar: Mikil umferð ferðalanga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G AG

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.