Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 16
EVRÓPUMÁL Denis McShane, ráð-
herra Evrópumála í bresku ríkis-
stjórninni, segir að Ísland sé
evrópskt land með evrópska
menningu og tungu og því eigi
landið heima í samfélagi Evrópu-
þjóða. Hann segir það hins vegar
ekki sitt hlutverk að ráðleggja
Íslendingum hvort sækja eigi um
aðild. „Saga Íslands og viðskipta-
hagsmunir auk menningar benda
ótvírætt til þess að Ísland eigi
heima í Evrópu,“ segir McShane.
Hann er í nokkurra daga heim-
sókn á Íslandi. Í gær átti hann fund
með Valgerði Sverrisdóttur iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra og í dag
er ráðgerður fundur hans og
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra. Á þeim fundi er gert ráð
fyrir að rætt verði um framtíð og
framkvæmd samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið.
Hægt að finna lausnir
McShane telur að unnt sé að
finna lausnir í samningum um
mikilvæg hagsmunamál ef aðildar-
viðræður fara fram um aðild
Íslands. „Við vitum það í bresku
utanríkisþjónustunni að þorskur-
inn er mikilvægasti fiskur í heimi
og vanmetum ekki mikilvægi
hans,“ segir McShane.
Hann bætir því við að miklar
breytingar hafi orðið í efnahags-
málum í heiminum og margir aðrir
möguleikar í stöðunni. Hann segir
til að mynda að Ísland geti orðið
helsti áfangastaður ferðamanna í
Norður-Evrópu.
Evrópufjölskyldan ekki full-
komnuð
Hann segist hafa orðið var við
það í viðræðum sínum við Sviss-
lendinga og Norðmenn að þar sé
skilningur á því að óheppilegt sé
fyrir ríki að þurfa að lúta reglum
Evrópusambandsins án þess að
eiga aðkomu að setningu þeirra.
„Evrópa er ekki fullmótuð fyrr
en öll fjölskylda Evrópuþjóða er
hluti af Evrópusambandinu. Það
verður þó að gerast á þeim tíma og
samkvæmt þeim skilmálum sem
hentar viðkomandi þjóðum og
Evrópusambandinu,“ segir hann.
MacShane segir mikla gerjun í
Evrópusambandinu nú eftir
stækkunina 1. maí. Þá séu ýmsar
þjóðir í Austur-Evrópu á barmi að-
ildar, svo sem Króatía, Serbía og
Búlgaría auk þess sem umræða sé
mikil um hugsanlega aðild Tyrk-
lands að bandalaginu. Hann segist
ekki telja að erfiðara verði fyrir
Ísland að sækja um inngöngu eftir
nokkur ár jafnvel þótt búið verði
að samþykkja stjórnarskrá
Evrópusambandsins.
Bretland áfram í Evrópusam-
bandinu
Á undanförnum vikum og mán-
uðum hefur sú skoðun orðið sífellt
háværari í Bretlandi að ekki sé
útilokað að landið dragi sig úr
Evrópusambandinu. Tímaritið
Economist hefur meðal annars
sagt að þessi möguleiki sé fyrir
hendi.
Aðspurður um þetta segir
MacShane að slíkt hefði alvarleg-
ar afleiðingar í för með sér fyrir
Bretland. „Ég held að það yrði
mikið áfall ef Bretland einangraði
sig frá Evrópu, eins og sumir
hægrimenn leggja til. Það hefði
mjög vond áhrif á stöðu Bretlands
í alþjóðasamfélaginu bæði gagn-
vart Bandaríkjunum, Samveldis-
ríkjunum, í Asíu og öllum um-
heiminum,“ segir hann.
Hann segir Bretland hafa hlut-
verk sem nokkurs konar gluggi að
Evópumarkaði, sérstaklega í fjár-
málaheiminum og það hlutverk sé
mikilvægt. Þá telur hann að náið
samstarf við Evrópu hafi farnast
Bretum betur en hið gagnstæða.
„Ætíð þegar Bretland hefur snúið
baki við Evrópu og einangrað sig
hefur það haft hörmulegar, póli-
tískar og efnahagslegar afleiðing-
ar,“ segir MacShane.
Líst vel á nýjan framkvæmda-
stjóra
Nokkur styr stóð um útnefn-
ingu nýs formanns framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins.
Denis MacShane hafði gagnrýnt
Romano Prodi, fráfarandi fram-
kvæmdastjóra, opinberlega og
sagt hann huga um of af stjórn-
málaástandinu í Ítalíu en þar er
hann áhrifamikill innan stjórnar-
andstöðunnar.
MacShane er bjartsýnn á að
Portúgalinn Duaro Barroso takist
vel upp í starfi formanns fram-
kvæmdastjórnarinnar.
„Við munum sjá nýtt upphaf
hjá Evrópu. Ný stjórnarskrá, nýtt
Evrópuþing, ný framkvæmda-
stjórn með 25 meðlimum og nýjan
forseta. Ég var í Portúgal árin
1974 til 1975 þar sem ég ásamt
herra Barroso studdum lýðræðis-
byltinguna í Portúgal og ég tel að
hann verði mjög góður forseti
framkvæmdastjórnarinnar,“
segir MacShane.
Að hans mati mun útnefning
Barroso fela í sér aukið vægi
smærri ríkja innan Evrópusam-
bandsins og að sambandið muni
njóta góðs af því að Barroso sé
lipur samningamaður og eigi gott
með að sameina fólk sem hefur
ólíka pólitíska afstöðu.
Engar töfralausnir frá Brussel
Þótt MacShane lítist vel á
Durao Barroso telur hann að
framtíð Evrópu ráðist fremur af
frammistöðu aðildarríkjanna
hvers fyrir sig heldur en ákvörð-
unum sem teknar eru í Brussel.
„Helstu vandamál Evrópu
verða ekki leyst með töfra-
formúlu í Brussel heldur með því
að aðildarríkin 25 endurlífgi efna-
hagslíf sitt og séu reiðubúin að
gera umbætur og hugsa um nýjar
hugmyndir og forgangsröðun í
Evrópu – og taki mið af viðfangs-
efnum 21. aldarinnar en ekki
fimmtíu ára gömlum viðfangs-
efnum,“ segir hann.
Tengslin við Bandaríkin mikilvæg
MacShane segir það skipta
miklu að næsti formaður fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins sé stuðningsmaður
góðra samskipta við Bandaríkin.
„Ég hef ætíð haft þá trú að Evrópa
megi aldrei skilgreina sjálfa sig
sem andstæðing Ameríku. Við
þurfum að vera hlynnt Evrópu en
ekki gegn Bandaríkjunum,“ segir
MacShane. ■
16 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
KLERKUR Í ELDGÖNGU
Hindúaprestur á Indónesíu gengur hér yfir
brennandi heit kol í trúarathöfn sem köll-
uð er eldganga. Athöfnin er til heiðurs
gyðjunni Draupadi.
Blendnar kenndir á Kýpur:
30 ár frá innrás Tyrkja
KÝPUR, AP Talsverður munur var á
því hvernig Kýpurbúar minntust
þess að þrjátíu ár eru liðin frá
innrás Tyrkja á eyjuna fyrir
þrjátíu árum. Á tyrkneska hluta
eyjunnar var tímamótunum fagn-
að en á gríska hlutanum voru þeir
sem féllu í árásinni syrgðir.
Tilefni innrásar Tyrkja fyrir
þremur áratugum var ótti við að
eyjan yrði sameinuð Grikklandi.
Tyrknesk yfirvöld viðurkenna að-
eins stjórnvöld norðurhlutans og
hafa 40 þúsund manna herlið í
landinu.
Kýpverjar eru uggandi yfir
framtíð landsins þar sem gríski
hlutinn hafnaði sameiningartillögu
Sameinuðu þjóðanna í vor, en sá
tyrkneski samþykkti þær. Evrópu-
sambandið og Bandaríkin styðja
sameiningartillöguna.
Grískir Kýpverjar segjast ekki
geta fallist á sameiningu fyrr en
brotthvarf tyrkneska hersins sé
tryggt og að grískir Kýpverjar geti
endurheimt lendur sína sem þeir
flúðu í innrásinni.
Gríski hluti Kýpur flaug inn í
Evrópusambandið 1. maí en sá
tyrkneski fær ekki aðgang að sam-
bandinu fyrr en eyjan hefur verið
sameinuð. ■
■ VIÐSKIPTAFRÉTTIR
BELKA OG KARZAI
Leiðtogar Póllands og Afganistans hittust í
gær og ræddu öryggismál landsins.
Forsætisráðherra
Póllands í Afganistan:
Hyggst
bæta við
heraflann
KABÚL, AP Pólverjar íhuga að fjölga
í mannafla sínum í Afganistan en
draga úr herliði sínu í Írak, að sögn
Marek Belka, forsætisráðherra
Póllands en hann var í opinberri
heimsókn í Afganistan í gær. Um
2.400 pólskir hermenn eru við
störf í Írak um þessar mundir en
þeim verður fækkað niður í 1000
til 1500 í janúar næstkomandi.
Belka segist íhuga að auka í liði
Pólverja í Afganistan í kjölfar
samtals sem hann átti við Hamid
Karzai, forseta landsins. NATO-
ríkin munu fjölga í mannafla sín-
um eftir því sem nær dregur for-
setakosningunum í október. Nú eru
um 6.400 hermenn í landinu en
þeir verða 8.700. Þorri heraflans
verður þó áfram í Kabúl. ■
VÍSITALA BYGGINGARVERÐS
HÆKKAR Vísitala byggingaverðs
hækkaði um 0,3 prósent og er nú
301,7 stig. Á síðustu tólf mánuð-
um er hækkunin 5,2 prósent.
Hækkun þessarar vísitölu hefur
ekki verið skarpari síðan í lok árs
2002.
3M OLLI VONBRIGÐUM Hagnaður
bandaríska stórfyrirtækisins 3M
var minni á öðrum ársfjórðungi
en ráð hafði verið fyrir gert.
Hlutabréf í félaginu lækkuðu um
ríflega fimm prósent við tíðindin.
Annað þekkt fyrirtæki, Black &
Decker, kom hins vegar á óvart
með því að skila betri hagnaði en
búist var við og ruku hlutabréf
félagsins upp við tíðindin.
■ EVRÓPA
BBC EKKI PENINGANNA VIRÐI
Nær helmingur Breta, 46 prósent,
telur BBC ekki peninganna virði.
Lögum samkvæmt verður hver
eigandi sjónvarpstækis að greiða
andvirði um 16.000 króna í afnota-
gjald til BBC árlega. Áhorfendur
voru almennt ánægðir með stöðina
en töldu gæði efnis hennar hafa
farið hrakandi.
UPPSKERAN EYÐILÖGÐ
Andstæðingar erfðabættra mat-
væla segjast hafa staðið á bak við
skemmdarverk sem voru unnin á
akri í Hollandi þar sem voru rækt-
aðar erfðabættar kartöflur.
FRÁ KÝPUR
Í tyrkneska hlutanum var fagnað í tilefni
þess að 30 ár eru liðin frá innrásinni.
RÁÐHERRA EVRÓPUMÁLA Í BRETLANDI Á FUNDI MEÐ IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA
Denis McShane átti fund með Valgerði Sverrisdóttur í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Í dag hittir hann Halldór Ásgrímsson.
ÞÓRLINDUR KJARTANSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTAVIÐTAL
RÆTT VIÐ
DENIS MACSHANE
EVRÓPUMÁLARÁÐHERRA
BRETLANDS
UNDIR FÁNA EVRÓPUSAMBANDSINS
Nú eru 25 ríki í Evrópusambandinu og enn
útlit fyrir fjölgun. McShane telur ekki að
erfiðara verði fyrir Ísland og Noreg að kom-
ast í Evrópusambandið þrátt fyrir fjölgunina
hafi þjóðirnar á annað borð hug á því.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Ísland á heima í Evrópu
Ráðherra Evrópumála í Bretlandi telur að unnt verði að finna lausn sem henti Íslandi ef sótt yrði
um aðild. Hann segir það þó ekki sitt hlutverk að ráðleggja Íslendingum að sækja um aðild eða ekki.