Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 18

Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 18
18 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR SAMKEPPNI Auglýsingar Hreyfingar frá því í febrúar á Pilates-nám- skeiðum gáfu neytendum villandi upplýsingar samkvæmt ráðgjafa- nefnd samkeppnisráðs. Í áliti Sam- keppnisstofnunar segir að þar sem á námskeiðunum hafi verið kennt afbrigði af Pilates, svokallað Stott- Pilates, hefði átt að geta þess. Ágústa Johnson, eigandi Hreyf- ingar, segir málið snúið og að svip- að mál hafi komið upp í Bandaríkj- unum fyrir fimm árum. „Þróunin hefur orðið þannig að nafnið var orðið almennt heiti á ákveðinni teg- und líkamsræktar, svipað og jóga, þannig að það var úrskurðað að þar gæti enginn lengur átt einkarétt á nafninu. Þá fóru menn að tryggja sér einkarétt á því sem tengdist þessu eins og Stott-Pilates, sem er skráð vörumerki í Bandaríkjun- um.“ Ágústa segir að í kjölfar álits Samkeppnisstofnunar hafi Hreyf- ing ákveðið að nota Stott-Pilates í framtíðinni. Hún segir málið und- arlegt en þegar Pilates verði þekkt- ara á Íslandi eigi einkaréttur hugs- anlega ekki lengur við. Liisa S.T. Johanson, eigandi Pilatos-studio og rétthafi heitisins Pilates hérlendis, óskaði eftir áliti Samkeppnisstofnunar þar sem hún taldi notkun Hreyfingar á orðinu villandi og var það staðfest. ■ Unga fólkið fer til Eyja Straumurinn um verslunarmannahelgina virðist helst liggja til Eyja að sögn starfsmanns Flug- félags Íslands. Einnig mikið bókað til Akureyrar og Egilsstaða. Undirbúningur fjölda útihátíða um allt land stendur sem hæst. „Engin óveðurský sjáanleg,“ segir veðurfræðingur. VERSLUNARMANNAHELGI Fjöldi útihá- tíða verður að venju haldinn um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 2. ágúst. „Forsala gengur vel og bókanir eru mjög öflugar, bæði í flug og í skipið,“ segir Páll Scheving, fram- kvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að skipulagningu Þjóðhátíðar í Vest- mannaeyjum. „Við erum vissir um fjölmennari hátíð en á síðasta ári. Þá voru sjö til átta þúsund manns á Þjóðhátíð.“ „Unga fólkið fer til Eyja og við bókum langmest þangað,“ segir Anna María Káradóttir, þjónustufull- trúi hjá Flugfélagi Íslands. Að sögn Önnu Maríu býður Flugfélag Íslands í ár upp á pakkaferðir á Þjóðhátíð. „Það þurfti að bæta við vélum vegna mikillar aðsóknar,“ segir Anna Mar- ía. „Í fyrra var ekki boðið upp á pakkaferðir þannig að aðsóknin í flug var ekki eins mikil.“ Anna María telur um 450 sæti í boði til Eyja á föstudeginum og svip- að heim á mánudag. Enn eru til laus sæti. Þá er uppselt í allar ferðir með Herjólfi til Eyja fimmtudag og föstu- dag og til baka mánudag. Bætt hefur verið við næturferð aðfaranótt föstudags og eru ennþá til óseldir miðar. Að sögn starfsmanns Land- flutninga sem rætt var við í gær er meiri skriður á miðasölunni nú en á síðasta ári. Anna María segir einnig nokkra eftirspurn eftir flugmiðum til Akur- eyrar og Egilsstaða um verslunar- mannahelgina. „Þetta er ekkert áber- andi mikið en samt eitthvað sem mað- ur tekur eftir,“ segir Anna María. „Þetta er fjórða árið í röð sem há- tíðin er haldin og hún er komin í mjög fastar og öruggar skorður,“ segir Bragi Bergmann, einn Vina Akureyrar sem skipuleggja Eina með öllu. „Það hjálpar hátíðum að vera fastir liðir auk þess sem hátíðin hefur verið að hlaða utan á sig ár frá ári. Það er ekkert sem bendir til ann- ars en að það haldi áfram.“ Tólf til fjórtán þúsund manns eru taldir hafa sótt viðburði Einnar með öllu í fyrrasumar. Aðstandendur hátíðarinnar vonast að minnsta kosti eftir öðru eins í ár. Um hundrað miðar höfðu verið seldir í forsölu á Bindindismótið í Galtalækjarskógi í gær og fer salan hraðar af stað en í fyrra að sögn Aðalsteins Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar. Á átt- unda þúsund gestir voru í Galtalæk á síðasta ári og á Aðalsteinn von á svipuðum fjölda í ár. „Tilgangur hátíðarinnar er að gefa fólki tækifæri til þess að skemmta sér saman í vímulausu um- hverfi,“ segir Aðalsteinn en um fimmhundruð sjálfboðaliðar munu vinna við hátíðina. „Það er aldrei á vísan að róa,“ segir Theódór Júlíusson, fram- kvæmdastjóri Síldarævintýris á Siglufirði, sem segir erfitt að spá fyrir um gestafjölda á hátíðinni. „Þetta fer alltaf mjög mikið eftir veðri,“ segir Theódór. „Það er ákveð- ið fólk sem kemur alltaf en við get- um aldrei vitað hversu margir koma. Það er hlutur sem verður að koma í ljós þegar helgin rennur upp.“ „Það er ekki að sjá nein óveður- ský í kortunum og gildir þar einu hvert litið er á landinu,“ segir Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfræðing- ur. Hann telur að öðru leyti ekki tímabært að slá neinu föstu um verslunarmannahelgarveðrið þar til spárnar skýrast frekar. helgat@frettabladid.is ÆFA VIÐBRÖGÐ Grískar öryggissveitir æfa nú af kappi við- brögð við hugsanlegum hryðjuverkum á ólympíuleikunum sem hefjast þar í landi 13. ágúst næstkomandi. Öryggisviðbúnaður hef- ur aldrei verið meiri í sögu ólympíuleikana. Gert að gefa líkamsræktarnámskeiði nýtt nafn: Villandi upplýsingar í auglýsingu Hreyfingar PILATES-ÆFINGAR Ýmis afbrigði eru til og ber Hreyfingu að aðgreina sín námskeið með öðru heiti en Pilates, þar sem Pilates Studio hefur einkarétt á nafninu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Forsvarsmenn CBS: Vilja ekki greiða sekt VIÐSKIPTI Forstjóri sjónvarpsstöðvar- innar CBS lýsti því yfir á fundi með sjónvarpsstjórum að stöðin myndi ekki sætta sig við það að greiða sekt vegna umdeildrar og óvæntrar brjóstaberunar Janetar Jackson í leik- hléi á úrslitaleiknum í ameríska fót- boltanum í febrúar. Forstjórinn segir að viðbrögðin við atvikinu hafi komið „hættulega ná- lægt því að brjóta á tjáningarfrelsi“. Samtök lista- og fjölmiðlafólks í Bandaríkjunum hafa einnig goldið varhuga við því að atvikið hafi í för með sér skerðingu á tjáningarfrelsi. ■ FÓR FYRIR BRJÓSTIÐ Á MÖRGUM Ekki sættu sig allir við að Janet Jackson beraði brjóst sitt í beinni útsendingu í febrúar. Viðbrögðin hafa verið harkaleg. VILJA KIRKJURNAR AFTUR Rúss- neska kirkjan hefur höfðað mál á hendur stjórnvöldum. Kirkjunnar menn vilja fá aftur í sínar hendur kirkjur sem kommúnistar þjóð- nýttu eftir að þeir komust til valda og breyttu meðal annars í skemmur og verksmiðjur. Þá voru munir og landareignir tekin eignarnámi. ■ NOKKRAR HÁTÍÐIR UM VERSLUNARMANNAHELGINA Þjóðhátíð í Eyjum Bindindismótið í Galtalæk Ein með öllu á Akureyri Síldarævintýri á Siglufirði Neistaflug í Neskaupstað Kántrýhátíð á Skagaströnd ÞJÓÐHÁTÍÐ Aðstandendur eru vissir um fleiri gesti en á síðasta ári þegar á áttunda þúsund fóru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. GALTALÆKUR Tilgangur Bindindishátíðar í Galtalæk er að gefa fólki tækifæri til að skemmta sér saman í vímulausu umhverfi að sögn framkvæmdastjóra hátíðarinnar. STOKROTKA Pólsk matvöruverslun Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði • sími 517 1585 Pólsku pylsurnar komnar Opið virka daga frá 12.00 til 19.00, laugardaga frá 12.00 til 18.00 og sunnudaga frá 12.00 til 16.00. ■ EVRÓPA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.