Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 21

Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 21
Leiður á kjósendum Það er sorglegt þegar að annars farsælir stjórnmálamenn þekkja ekki sinn vitjunar- tíma og hætta ekki í pólitík fyrr en kjós- endur eru löngu búnir að að fá nóg af þeim. Það sem verra er í tilfelli Davíðs er hvað hann virðist orðinn leiður á kjósend- um og finnst lítið til skoðana þeirra koma. Þegar að svo er komið eiga stjórnmála- menn að hætta sjálfum sér og flokki sín- um til heilla. Einar Mar Þórðarson á sellan.is Völd til að afturkalla lög Gangur [fjölmiðla-]málsins hefur svo sýnt fram á tvennt: 1. Að stjórnmálamenn ótt- ast ekkert meir en að þjóðin fái að segja hug sinn um verk þeirra. Óttinn við þjóðar- atkvæðagreiðslu varð að lokum til þess að ríkisstjórnin fór öfug út úr málinu. 2. Að til- raunir ríkisstjórnarinnar til að skerða stjórn- arskrárbundin völd forseta Íslands hafa misheppnast. Þvert á móti hefur forsetinn nú fengið í hendur meiri völd en honum hafa nokkurn tíma verið gefin áður. Í stað þess að vísa lögum til þjóðarinnar hefur forsetinn nú í raun fengið völd til að aftur- kalla lög, vegna paranoiukennds ótta ráða- manna við þjóðaratkvæði. Sverrir Jakobsson á murinn.is Vefþjóðviljinn á móti Vefþjóðviljinn fagnar því að breytingar sem gerðar voru á útvarps- og samkeppn- islögum í vor verða afturkallaðar. Ástæður sínar fyrir því hefur hann rakið bæði áður og eftir að frumvarp um þessar lagabreyt- ingar var lagt fram á Alþingi. Vefþjóðviljinn er einfaldlega andvígur „samkeppnislög- gjöf“ sem nær til einkafyrirtækja. Hvort sem það er bakarí eða blaðaútgáfa sem á í hlut. Hann þarf engar málamyndaástæð- ur eins og „málsmeðferðina“ til setja sig á móti lögum af þessu tagi. Vefþjóðviljinn á andriki.is Vinstrisinnuð umræða Undanfarið hefur sprottið upp umræða í kringum furðulega skýrslu ríkisendurskoð- unar sem gagnrýndi hægrisinnaðan menntamálaráðherra fyrir að vera ekki sósíalisti. Af hverju ríkisendurskoðun ákveður að koma með gagnrýni af sósíal- ísku meiði er umhugsunarvert. Reyndar er umræða um menntamál, því miður, almennt mjög vinstrisinnuð. Kristinn Már Ársælsson á frelsi.is Vald og frelsi Vald eins yfir öðrum er í eðli sínu vont en reynist þó stundum nauðsynlegt til að tryggja frelsið, hversu þversagnakennt sem það kann nú að hljóma. Þess vegna styðja frjálslyndir lýðræðissinnar ákveðna tegund af ríkisafskiptum til að koma í veg fyrir að menn brjóti hver á öðrum. Ágætt dæmi um slík ríkisafskipti eru einhverjar reglur um fjölmiðla til að tryggja tjáningar- frelsið. Völd eru hins vegar þess eðlis að þau eru hægt að nota bæði til góðs og ills. Því hlýtur það að teljast skynsamlegt að dreifa völdum eins og kostur er. Því ber að hafna öllum hugmyndum um aukið vald þings og ríkis á kostnað hins almenna borgara. Er því ástæða til að hvetja ráða- menn til að auka rétt almennings til að hafa áhrif á stjórnvaldsaðgerðir. Frelsisunnendur vilja meira lýðræði, ekki minna. Sigurður Hólm Gunnarsson á skodun.is Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum ræða Íslendingar nú grund- vallarmál er varða stjórn- skipan og lýðræði í landinu. Sannarlega kominn tími til. Málskotsrétturinn verði færður til þjóðarinnar Ætli megi ekki fullyrða að okkar ágæti forsætisráðherra Davíð Odd- son hafi farið heldur mikla sneypu- för í fjölmiðlafarsanum. Var sem bet- ur fer gerður afturreka með arfavit- laus haftalög sín á fjölmiðla sem að- eins gátu gengið upp í hans eigin kolli. Merkilegast er þó kannski hversu langt hann komst með vit- leysuna áður en að hann sökk endan- lega ofan í heimatilbúinn forarpytt- inn sem hann hefur verið að malla sér og sínum frá því í vor. Honum tókst þrátt fyrir allt að hafa alla þing- menn Sjálfstæðisflokksins og megnið af Framsóknarflokknum með sér út á foraðið þar til þeir sátu allir saman pikkfastir í eigin aur, upp fyrir haus. Það hratt þeim enginn út í. Samt eira þeir engu. Hver sá sem komst í færi var umsvifalaust attur auri; lögfræðingar, blaðamenn, kaup- héðnar, fyrrverandi samherjar, stjórnarandstæðingar og aðrir sem áttu leið hjá áttu fótum sínum fjör að launa. Aursletturnar fengu að fjúka út um allt. Svo reyndi blessaður forsetinn meira að segja að bjarga þeim upp úr og kastaði til þeirra reipi með því að vísa málinu til þjóðarinnar í almenna atkvæðagreiðslu. En ríkisstjórninni virtust þá allar bjargir bannaðar. Í stað þess að nota reipið til að hífa sig upp úr mykjuhaugnum hengdu þeir sig á því. Reyndu að beita þjóðina brellum; fyrst með því að girða af þjóðaratkvæðagreiðsluna með ýmis- konar þröskuldum og höftum og svo með því að afturkalla atkvæða- greiðsluna en setja samt samskonar lög á um leið. Og þeir slógu meira að segja um sig og þóttust bæði snið- ugir og snjallir, - nema Björn Bjarna- son sem rann á rassinn þegar hann reyndi að ritskoða sjálfan sig eftir á. En sem betur fer lét þjóðin brellur stjórnarstrákanna ekki blekkja sig og flengdi þá á beran bossann eins og mæður þurfa stundum að gera við óþekka stráka. Það eina sem stendur eftir, eftir allan darraðardansinn, er að tví- burarnir í íslenskum stjórnmálum, Davíð og Halldór, ganga ansi laskað- ir til stólaskiptanna 15. september, en það er það eina sem núorðið heldur þessari þráu og þaulsetnu ríkisstjórn saman, - nefnilega nakið valdið. Dav- íð hrökklast beygður maður út úr stjórnarráðinu, eftir að mörgu leyti farsælan feril, og Halldór sest í lang- þráðan forsætisráðherrastólinn rúinn trausti sem áður þótti hans höfuðkost- ur. Það verður enginn friðarstóll. En það er ljós í myrkrinu. Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum ræða Íslendingar nú grundvallarmál er varða stjórnskipan og lýðræði í land- inu. Sannarlega kominn tími til. Von- andi verður stjórnarskráin nú loksins endurskoðuð og málskotsrétturinn færður frá forseta til þjóðarinnar. Það er auðvitað út í hött að einn maður á höfðingjastóli úti á Álftanesi ráði því hvaða mál fara í þjóðarat- væðagreiðslu. Miklu nær að þjóðin ráði því sjálf, til að mynda að fjórð- ungur atkvæðisbærra manna geti farið fram á það. ■ 21FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON UMRÆÐAN FJÖLMIÐLAMÁLIÐ ,, AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.