Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 24
Þó að sumarfríið þitt sé búið þá þýðir það ekki að þú þurfir að hanga
í bænum. Reyndu að vinna vel yfir vikuna og fara fyrr á föstudögum.
Þá geturðu farið í góða útilegu og komið aftur heim á sunnudags-
kvöldi.
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
Bændaferðir kynna:
Síðustu sætin í ferðir okkar í sumar
Sumar 8
ÍTALÍA OG FRAKKLAND
16.-30. ágúst
Flogið er til Milano og ekið til Verona þar sem gist er í 2 nætur. Næst er það
borgin Rapallo, þar er gist í 5 nætur á glæsihótelinu Europa. Skoðunarferðir
t.d. til Pisa, Riamaggiaore, Vernazza og Monterosso. Ekið til San Remo og
gist í 5 nætur á Hótel Nazionale. Þaðan eru ferðir til Frakklands og Monaco.
Að lokum er haldið til Como vatns og gist á Hotel Continental í tvær nætur
áður en haldið er heim á leið.
Innifalið: Flug og skattar, gisting í 2ja manna herbergi (aukagjald fyrir eins manns herbergi),
allur akstur erlendis, skoðunarferðir flesta daga, morgun- og kvöldverður alla daga.
Íslenskur fararstjóri með hópnum.
Verð 144.400 kr.
Sími: 555 3565 • www.elding.is
M
IX
A
•
f
ít
•
0
2
1
2
4
á sjó
Ævintýri
Reykjavík v/ Ægisgarð
Hvalaskoðun
Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir fjölskylduna!
Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30.
Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi.
Sjóstangaveiði
Helga Soffía sneri aftur til Afríku með íslenskt regn í farteskinu.
Heimsóttu fornar slóðir í Afríku:
Regngyðjurnar snúa aftur
Helga Soffía Einarsdóttir er þýð-
andi og þýddi meðal annars hina
geysivinsælu bók um Kvenspæj-
ara númer eitt. Helga Soffía á
ekki langt að sækja Afríkuáhug-
ann því hún bjó í Tansaníu með
fjölskyldu sinni þegar hún var
lítil. Fyrir nokkrum árum fór hún
ásamt vinkonu sinni á fornar slóð-
ir. „Það var mjög skrýtið að koma
aftur til Tansaníu því að þegar við
fórum var allt frekar aftarlega á
merinni og landið algjört þriðja-
heims land. Þegar við komum
aftur voru internetkaffi á hverju
götuhorni og allir með gemsa. „
Þær vinkonurnar gerðu víðreist í
þessari ferð. „Hildur vinkona mín
bjó í Kenýa og ég í Tansaníu svo
við heimsóttum bæði löndin,
fórum fyrst til Tansaníu og Zansi-
bar og tókum svo rútu til Kenýa
og enduðum í tveggja daga brúð-
kaupsveislu hjá vinkonu hennar.
Eitt af því fjölmarga sem hafði
áhrif á mig í heimsókninni var að
þegar við bjuggum þarna var
Tansanía fátæka landið og maður
fór til Kenýa til að fá smá sið-
menningu, íspinna, bíó og þess-
háttar. Nú hefur dæmið snúist við
og við fórum úr gemsavæddri
malbikaðri Tansaníu yfir á holótta
vegi í vatns- og rafmagnslausu
Kenýa. Þetta má kenna spilling-
unni sem því miður þrífst of vel í
mörgum Afríkulöndum.“ En
ferðin var skemmtileg og þær
stöllur náðu að leggja sitt af
mörkum til Afríku. „ Þegar við
komum til Kenýa hafði ekki rignt
þar í tvö ar. Við sögðum fólki að
örvænta ekki því við kæmum frá
regnlandinu mikla og værum
regngyðjur. Og viti menn, daginn
eftir fór að rigna. Góða veðrið
núna stafar væntanlega af því að
vinkona mín frá Chile er í heim-
sókn og hún er örugglega sólgyðja
frá sólarlöndum...“
brynhildurb@frettabladid.is
Hátíðir helgarinnar:
Hátíðarstemning á landsbyggðinni
Hin árlega fjölskylduhátið, Á
góðri stund í Grundarfirði, verður
haldin þar í bæ um helgina. Dag-
skráin byrjar með grillveislu við
veitingastaðinn Kaffi 59 á morgun
þar sem Kalli Bjarni heimsækir
gömlu æskuslóðirnar og skemmt-
ir og gefur áritanir. Á laugardeg-
inum verða sölutjöld á bryggjunni
þar sem seldur verður ýmis konar
varningur auk þess sem þar verða
ýmis leiktæki eins og hoppukast-
alar, rafmagnsbílar og fleira.
Bryggjuskemmtun verður haldin
þar sem söngelskir grundfirskir
krakkar syngja, Kaffibrúsa-
kallarnir koma í heimsókn ásamt
fleirum. Um kvöldið verður síðan
slegið upp hverfahátíð og
bryggjuballi með hinni grund-
firsku hljómsveit FEIK. Góð
skemmtun í Grundarfirði um
helgina sem enginn má missa af !
Sjá nánar á grundarfjordur.is
Hátíðarhöld vegna 100 ára af-
mælis síldarævintýris Íslendinga
verða haldin á Siglufirði um helgina
þar sem Síldarminjasafnið verður
með síldarsöltun, bryggjuball og
harmónikuleik. Á laugardeginum
munu Siglfirðingar og hátíðargestir
taka á móti heiðursgestum og öðr-
um opinberum gestum með stuttri
móttökudagskrá með tónlistaratrið-
um þar sem Karlakór Siglufjarðar
syngur og fleira. Á torginu verður
spiluð tónlist í anda síldaráranna og
haldin verður útidansleikur á Ráð-
hústorginu. Þetta og margt fleira á
Siglufirði um helgina. Sjá dagskrá á
siglo.is
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði
verða haldnir um helgina en það er
fjölskylduhátíð með fjölbreyttri
dagskrá þar sem undirstrikuð eru
tengsl Fáskrúðsfjarðar og Frakk-
lands. Á dagskránni verður meðal
annars franska óperan Le Pays
(Föðurlandið) eftir Ropartz frum-
flutt á Íslandi og einnig verður
sýning sem byggð er á þjóðsögum
sem gerst hafa á Fáskrúðsfirði.
Hátíðin Vopnaskak á Vopnafirði
verður formlega sett á morgun
með hátíðardagskrá við Vopna-
fjarðarskóla þar sem verða leik-
tæki, mini golf, kassabílarall og
fleira. Þá sýnir Pétur Pókus töfra-
brögð og hljómsveitin Mannakorn
leika nokkur lög ásamt mörgu
fleiru. Á laugardeginum verður
sandkastalakeppni og knattspyrnu-
mót ásamt skipulagðri dagskrá á
hátíðarsvæðinu sem stendur á milli
15:00-17:30. Um kvöldið verða
haldnir fjölskyldutónleikar í fé-
lagsheimilinu Miklagarði. Á sunnu-
deginum verður Vesturfaradagur-
inn í Kaupvangi þar sem verður
opið hús með veitingum, fyrirlestr-
um og vesturfarsmálefnum.
Nánari dagskrá er hægt að nálg-
ast á vopnafjordur.is ■
Í Grundarfirði verður fjölskylduhátíð um helgina þar sem ef-
laust margt verður um manninn. Idol stjarnan Kalli Bjarni er á
meðal þeirra sem ætla að skemmta hátíðargestum.
Á Siglufirði fagna menn hundrað ára afmælis síldarævintýris
Íslendinga. Þar verður bryggjuball, síldarsöltun og harmóniku-
leikur allsráðandi um helgina.