Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 26
Ef tölurnar á jakkanum þínum eru lausar en þú hefur ekki tíma til að sauma þær betur á þá er upplagt að setja glært naglalakk á töluna og þræðina til að festa þræðina við miðju tölunnar. Tímabundin lausn sem virkar. útsala Viðótarafslátturi l Opið mán-föst. 13-18 Fyrir herra: Hattar og húfur Fyrir dömur: Derhúfur í úrvali Alcatara hattar Poplin hattar Regn hattar Hattar og húfur Fyrir ferðalagið Fyrir alla veðráttu PHONCHO Nýtt í Skarthúsinu – til í mörgum litum NÝ TÖSKUSENDING SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 „Uppáhaldsflíkin mín er kúrekahatturinn minn,“ segir Valur Gunnarsson ritstjóri mánaðarritsins Grapevine, söngvari hljómsveitarinnar Ríkisins og rithöfundur og leikskáld með meiru. „Ég keypti þennan kúrekahatt í Minneapolis í Bandaríkjunum í febrúar árið 2001. Þar var ég að spila á klúbb sem heitir First Avenue á Leonard Cohen-hátíð. Tónleikahaldarinn hafði keypt plötuna mína Reykjavíkurkvöld í gegnum netið og bað mig um að koma á hátíðina. Ég spilaði á klúbbnum aleinn með kassagítarinn og keypti hattinn minn góða,“ segir Valur en mikið flakk hefur verið á þessum blessaða hatti. „Frá Minneapolis fór ég síðan til Finnlands og þar gleymdi ég hattinum þegar ég fór aftur heim. Ég ferðaðist aftur til Finnlands um haustið þar sem verið var að frumsýna leikrit eftir mig sem heitir Tricks. Þar fékk ég hattinn minn aftur,“ segir Valur en Tricks var frumsýnt í stærsta og eina enskumælandi leikhúsinu í Helsinki, höfuð- borg Finnlands. Ekki var ferðalagið á kúrekahattinum búið og týndist hann aftur nokkru seinna. „Á útgáfutónleik- um Ríkisins í desember í fyrra týndist hann aftur og þá var hann týndur í um það bil þrjá mánuði. Síðan rakst gítarleikari hljómsveitarinnar á hann í Mos- fellsbæ og ég hef svo sem aldrei fengið skýringu á því af hverju hann var þar niðurkominn,“ segir Valur en honum finnst þetta ferðalag á hattinum þó ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. „Hatturinn hefur verið á vísum stað síðan hann fannst aftur. Mér finnst nú bara frek- ar spennandi ef hann týnist aftur að sjá hvar hann birtist,“ segir Valur sem á svo sannarlega hatt sem kemur alltaf á óvart. lilja@frettabladid.is Kúrekahattur á faraldsfæti: Kemur alltaf á óvart Valur Gunnarsson á sérstakan kúrekahatt sem birtist á ótrúlegustu stöðum. Thomas Burberry opnaði fyrstu búðina sína árið 1856 í Hampshire á Englandi. Viðskiptin urðu fljót- lega blómleg og hann var duglegur að prófa sig áfram í textílnum og lagði sig fram við að þróa efni sem yrði vatnshelt. Um aldamótin hannaði hann einkennisbúninga á breska herinn og fyrsti suðurpólsfarinn var klæddur í Burberry-fatnað frá toppi til táar. Burberry-munstrið, svarthvítu köflurnar á húðlit- um grunni og rauðar línur yfir, kom fram 1924 og hefur verið vörumerki Burberrys síðan. Rykfrakkinn eins og við þekkjum hann er hug- mynd Burberrys og í fyrstu var köflótta efnið bara notað í fóður í frakkann en á sjöunda áratugnum var munstrið sett á regnhlífar og töskur. Í kringum 1980 var mikil þensla hjá fyrirtækinu og fjölmargar búðir opnuðu í Bandaríkjunum, eftir það hægði aðeins um og Burberry varð meiri klassík heldur en tíska. Það var svo í lok aldarinnar að inn í fyrirtækið komu nýir stjórnendur, vörumerkið var sett í nýjan búning og stórar auglýsingaherferðir fóru af stað. Burberrry hóf flugið á ný og ekkert lát er á vinsæld- um þessara vara í dag. Hér á Íslandi fæst Burberry-fatnaður í GK á Laugaveginum og einnig í versluninni CM.■ Burberry í eina öld: Klassískar tískuflíkur Burberry-taska 48.900 kr. Seðlaveski 17.990 kr. Svart pils 28.900 kr. Gallapils 24.990 kr. Hvítt pils 31.990 kr. Svört taska 48.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.