Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 29
Heru Björk Þórhallsdóttur söng- konu áskotnaðist uppáhaldsstellið sitt á markaði í Kristjaníu. „Ég var á gangi með Gísla vini mínum um Kristjaníu og við vorum bara að skoða hvað var á borðstólum. Þá sá ég lítið mokkastell á einum básnum, bara sá það og andaðist á staðnum. Ég sagði við Gísla að ef þetta kostaði innan við tíu þúsund- kall þá myndi ég kaupa það, sama hvað hver segði. Hann sagði að ég væri geðveik en það er nú ekkert nýtt. Svo spurði ég sölumanninn með öndina í hálsinum hvað stellið kostaði og þegar hann sagði fimmhundruð danskar, sem er eitthvað rúmlega fimmþúsund kall varð ég svo glöð að ég prútt- aði ekki neitt, heldur reiddi fram féð umsvifalaust,“ segir Hera og er ánægð með röggsemina. „Þetta er lítið mokkastell, kaffikanna, sykurkar og mjólkurkanna, og ör- litlir bollar úr næfurþunnu postu- líni. Það lítur út fyrir að vera frá viktoríutímabilinu og er svo fínt að ég tími aldrei að nota það. Ég held að það hafði gerst tvisvar að ég bauð upp á kaffi í þessu stelli af alveg sérstöku tilefni og ég var á taugum allan tímann. Þetta er það eina sem ég á heima hjá mér sem er bara upp á punt, annars er ég mjög mikið fyrir nytjahluti,“ segir Hera og fellst náðarsam- legast á að taka stellið fram fyrir ljósmyndarann. ■ 7FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 ÚTIMÁLNING OG VIÐARVÖRN Flestir kannast við að hafa bein- línis grátið úr sorg þegar uppá- haldsstyttan eða skálin fór í gólfið og mölbrotnaði. Titrandi úr gremju tínir fólk saman brotin og ef styttan er ekki því verr farin er límið sótt og hafist handa við að klastra styttunni saman. Árangur- in er dæmdur til að mislukkast. Jón Vilhjálmsson, sem hefur sérhæft sig í að gera við styttur, segir að erfiðustu tilfellin séu þegar fólk kemur með illa límda styttu sem það vill láta gera við. „Þá þarf ég að byrja á því að brjóta allt upp og taka límið af, sem er miklu verra. Það tekur oft lengri tíma að hreinsa styttuna en gera við hana.“ Jón hefur verið í styttu- viðgerðum í mörg ár en byrjaði smátt fyrir vini og kunningja. „Þetta hófst eiginlega með útskurðarnámskeiði og því að ég gerði við heljarmikla ljósakrónu sem var útskorin. Ég fór svo að dútla við stytturnar og smám saman vatt það upp á sig.“ En hversu illa brotnar mega stytturnar vera til að Jón geti gert þær eins og nýjar? „Ja, þessi sem ég er að gera við var til dæmis í 16 molum. Ég fylli í hana, mála og lakka og set glassúrinn yfir. Það er líka í lagi þó brot vanti því ég steypi bara ný. Ég held að ég geti nánast gert við allar styttur hversu illa sem þær eru brotnar,“ segir Jón og brosir. Jón hefur aðstöðu fyrir styttu- viðgerðirnar í Klink og Bank í Brautarholti 4, þar sem hann dundar sér líka við að mála. Síminn hjá honum er 690 8069. ■ Stellið mitt: Mokkastell frá Kristjaníu Hera féll fyrir mokkastellinu í Köben og prúttaði ekki neitt Styttuviðgerðir: Brotna styttan verður sem ný Jón Vilhjálmsson gerir við laskaðar styttur og skálar þannig að ekki er hægt að sjá að þær hafi brotnað Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.