Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 35

Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 35
Morgunblaðið greinir frá því á for- síðu sinni á laugardaginn að finnsk- ir hagfræðingar haldi því fram að vægi símafyrirtækisins Nokia sé orðið of mikið í finnsku efnahags- lífi. Haft var eftir hagfræðingunum að gengi þessa eina fyrirtækis væri farið að ráða miklu um hvort hag- vöxtur eða stöðnun ríkti í Finn- landi. Fram kom í fréttinni að á undanförnum árum hefði Nokia staðið fyrir um fimm prósentum af vergri þjóðarframleiðslu Finna og að rekja mætti 0,4 hagvaxtarpró- sentustig árin 2001 og 2002 til geng- is fyrirtækisins. „Á síðasta ári sló hins vegar í bakseglin hjá því [Nokia] og þá var hagvöxturinn í Finnlandi 2% en ekki 2,2% eins og ella hefði orðið. Síðan hefur staðan versnað enn,“ segir í frétt Morgun- blaðsins. Í leiðara blaðsins er fjall- að um forsíðufréttina. Þar er varað við því að Íslendingar setji öll egg- in í sömu körfuna með tilvísun til efnahagslegra áhrifa Nokia í Finn- landi. „Vitaskuld verður aldrei hægt að bólusetja hagkerfi fyrir skakkaföllum, en staðan má heldur ekki vera þannig að fái eitt fyrir- tæki kvef byrji allt hagkerfið að hósta,“ segir í leiðaranum. Það er vandlifað í þessum heimi. Nokia hefur verið vítamínsprauta efnahagslífs Finnlands og reif land- ið með sér úr djúpri efnahagslægð í byrjun tíunda áratugarins. Ein- hverjir myndu vafalaust draga þá ályktun að umsvif og velgengni Nokia hafi verið sannkölluð þjóðar- gæfa Finnlands. Ef finnsku fyrir- tæki gengur svo vel að það stendur undir stórum hluta af hagvexti þjóðarinnar þá hlýtur það að vera gott en ekki slæmt. Ef við hugsum þá hugsun til enda hvernig koma hefði mátt í veg fyrir að finnska hagkerfið fengi hósta undan kvefi Nokia þá er erfitt að sjá hvernig lækningin hefði mátt stuðla að meiri almennri efnahags- legri hreysti í Finnlandi. Ef það eitt hefði verið markmið finnskra stjórnvalda að draga úr vægi Nokia hefði miklu verið fórnað. Til dæmis hefði þessi staða ekki komið upp ef Nokia hefði verið skipt upp áður en það varð svona stórt eða það hefði verið neytt til þess að flytja starf- semi sína til útlanda eða draga al- mennt úr umsvifum sínum. Ef Nokia hefði hætt við þetta ný- tæknibrölt sitt og haldið sig í stíg- vélunum er náttúrlega vitað mál að misfellur í gengi félagsins hefðu ekki þau voveiflegu áhrif á finnskt efnahagslíf sem Morgunblaðið horfir nú fram á. Hefði Nokia hald- ið sig í stígvélunum hefði „Nokia eggið“ vitaskuld ekki vegið svo þungt í efnahagskörfu Finnlands. Hverjum slíkar aðgerðir hefðu gagnast er erfitt að segja til um – nema ef vera skyldi Sony - Ericsson og öðrum samkeppnisfyrirtækjum. Ef kaupa þarf hugarró nokkurra finnskra hagfræðinga og ritstjórn- ar Morgunblaðsins með því að fórna 0,4 prósentustigum af hag- vexti á ári undanfarin ár í Finnlandi verður það að teljast býsna dýrt. Í stjórnmálum vegast gjarnan á öfl íhaldsemi og frjálslyndis. Íhald- semin byggist á því að stöðugleiki, eða óbreytt ástand, séu meðal verð- mætustu lífsgæða. Þetta er sjónar- mið sem er hægt að skilja og virða - og vafalítið aðhyllast menn það í auknum mæli eftir því sem þeir eldast og eiga erfiðara með að sætta sig við breytingar. En það er engu að síður staðreynd að slík aft- urhaldssemi og fortíðarþrá er eitur í beinum efnhagslífsins og mun fyrr eða síðar koma niður á almenn- um lífsgæðum. Það hefur vitaskuld áhrif þegar efnahagslífið fer úr stígvélunum í hlaupaskó. Það er ef til vill meiri hætta á því að hagkerfi á hlaupum misstigi sig stöku sinnum. En það er engin spurning um að það kemst hraðar. Það að lengja eftir stígvéla- hagkerfinu getur verið skiljanlegt á umrótatímum - en það er hættulegt ef taugaveiklun út af breyttu lands- lagi í efnahagslífinu dregur mátt- inn úr þeim spretthörðustu. Það er uppskrift að stöðnun. Grein þessi birtist upphaflega á vefrit- inu Deiglunni.com. Hömlum verði aflétt Önnur leið til að auka frjálsræði og þar með lífsgæði okkar sem búa á Íslandi er að aflétta hömlum af utanríkisviðskipt- um á landbúnaðarvörum. Hið opinbera hefur of lengi haldið matarverði á Íslandi háu með ómarkvissum afskiptum af landbúnaði. Hvorki bændur né neytend- ur eru að njóta góðs af þessum afskipt- um, t.d. eru sauðfjárbændur ein fátæk- asta stétt landsins þrátt fyrir hátt verð á afurðum. Aðgerðir í þessa átt eru öllum til góðs. Hinir venjulegu borgarar þessa lands hafa meira milli handanna og um leið verður landið að álitlegri fjárfesting- arkosti erlendis. Hinrik Már Ásgeirsson á politik.is Samfelldur áróður Frá fyrsta degi hefur verið rekinn sam- felldur áróður gegn frumvarpinu og Fréttablaðið, sem dreift er ókeypis í hvert hús, hvort sem húsráðendum er það að skapi eða ekki, er eins og hvert annað áróðursblað. Enginn stjórnmálaflokkur hefur rekið jafn umfangsmikinn og kostnaðarsaman áróður fyrir þröng stefnumið sín og Fréttablaðið hefur gert fyrir hagsmuni eigenda sinna. Tengslin milli Sigurðar G. Guðjónssonar, forystu- manns eigendanna, og Ólafs Ragnars Grímssonar eru augljós og skýr, fögnuð- urinn í DV,Ý annexíu Fréttablaðsins, yfir því, að Ólafur Ragnar hætti við að fara í brúðkaup danska krónprinsins sýndi, að þar á bæ töldu menn sig eiga góðan bandamann í Ólafi Ragnari og vildu hafa hann við höndina. Björn Bjarnason á bjorn.is Ofbeldi sem einkamál Því miður virðist enn eima eftir af þeim þankagangi að sumt ofbeldi flokkist sem einkamál og að heimilisofbeldi geti flokkast til prívatsamskipta sem samfé- lagið, og þar á meðal lögreglan, geti ekki skipt sér af. Þessa skoðun má greina hjá Karli Steinari Valssyni, aðstoðaryfirlög- regluþjóni í Reykjavík, en í Morgunblað- inu er haft eftir honum sl. sunnudag að vissulega hafi lögreglan takmarkaðan rétt til að hafa afskipti af fólki í heima- húsum. Undir það er hægt að taka. En þegar Karl Steinar nefnir heimilisofbeldi sem dæmi um takmarkaðan rétt lögregl- unnar til afskipta af fólki í heimahúsum hlýtur maður að staldra við og spyrja hvers vegna í ósköpunum unnt er að líta svo á. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á deiglan.com AF NETINU 23FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 Ef Nokia hefði hætt við þetta nýtækni- brölt sitt og haldið sig í stíg- vélunum er náttúrlega vitað mál að misfellur í gengi fé- lagsins hefðu ekki þau vo- veiflegu áhrif á finnskt efnahagslíf sem Morgun- blaðið horfir nú fram á. Hefði Nokia haldið sig í stígvélunum hefði „Nokia eggið“ vitaskuld ekki vegið svo þungt í efnahagskörfu Finnlands. Aftur í stígvélin? ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR UMRÆÐAN NOKIA OG FINNSKT EFNAHAGSLÍF ,, OD DI H ÖN N UN L 21 03 Hér er farsími handa þér! C60 SMS, EMS og MMS Fullkominn litaskjár Upptökumöguleiki Útskiptanlegar hliðar „Tri-band“ virkni Þyngd 85 g 12.900 kr. stgr. Líttu á verðið! CF62 Smekklegur samlokusími Hringiljós Tveir skjáir SMS, EMS og MMS „Tri-band“ virkni Þyngd 85 g 19.900 kr. stgr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.