Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 36
„Við erum með fjölbreytta dag-
skrá í ár sem við byggjum upp með
svipuðum hætti og áður. Tónleik-
arnir eru helgaðir Mozart í þetta
skipti, þrátt fyrir að hann eigi ekki
dánarafmæli fyrr en eftir 2 ár. Við
tökum því smá forskot á sæluna
enda er svo mikið til af fallegri
tónlist eftir hann að einir tónleikar
duga einfaldlega ekki,“ segir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir,
stjórnandi Reykholtshátíðar.
Hátíðin, sem nú er haldin í átt-
unda sinn, er að sögn Steinunnar
gerð þannig að allir geti notið tón-
listarinnar. „Þú þarf ekki að vera
sérmenntaður í tónlist til að hafa
gaman af tónleikunum. Það má
segja að hver og einn geti fundið
eitthvað við sitt hæfi svo lengi
sem hann hefur gaman af klass-
ískri tónlist.“
Meðal þeirra sem fram koma á
hátíðinni er Trio Polskie. Tríóið
var stofnað árið 1999 og hefur
síðan þá tekið þátt í fjölmörgum
alþjóðlegum keppnum og hátíð-
um. Það vann meðal annars
fyrstu verðlaun í Pierre Lantier-
keppninni í París auk þess sem
það komst á verðlaunapall í al-
þjóðlegu Johannes Brahms-
keppninni. Tríóið mun halda tón-
leika á laugardagskvöldið og leik-
ur á þeim þekkt verk eftir Haydn,
Beethoven og Schubert.
„Við erum mikið með samstarf
innlendra og erlendra tónlistar-
manna í tengslum við hátíðina
enda er það alveg nauðsynlegt fyr-
ir okkur hér á þessu litla landi. Það
færist líka í vöxt að erlendir hópar
komi gagngert til að vera á hátíð-
inni og það er draumurinn að
tengja þetta menningartengdri
ferðaþjónustu. Það er nefnilega
auðvelt að útvíkka hugmyndina án
þess að breyta henni í grunninum.“
Steinunn segir ótrúlega gef-
andi að halda tónleika í jafn fal-
legu umhverfi og er við Reyk-
holtskirkju. „Maður er ekki alltaf
í svona gefandi starfsumhvefi í
þessari grein. Fólk losnar líka úr
einhverjum viðjum þegar það
kemur út í sveit og það á bæði við
um tónlistarflytjendur og áheyr-
endurna sem virðast vera opnari í
þessu umhverfi.“
Hátíðin hefst með opnunartón-
leikum föstudag klukkan 20.00. Á
laugardag verða tvennir tónleikar,
annar vegar klukkan 15 með Elínu
Ósk Óskarsdóttur sópran og Stein-
unni Birnu og hins vegar klukkan
20 með Trio Polskie. Lokatónleik-
arnir verða á sunnudag klukkan
16. Nánari upplýsingar um hátíð-
ina má finna á reykholt.is. ■
24 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
RHYS IFANS
Velski leikarinn sem á það til að stela senunni
þegar hann mætir á svæðið er 37 ára í dag.
AFMÆLI
Steindór Hjörleifsson leikari er 78 ára.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
lektor er 52 ára.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tón-
listarmaður er 49 ára.
Sævar Jónsson, fyrrum knattspyrnu-
maður og verslunareigandi, er 46 ára.
BRÚÐKAUP
GUÐNÝ BERGLIND
GARÐARSDÓTTIR OG
INGÓLFUR JÓHANN-
ESSON
Guðný Berglind og
Ingólfur voru gefin
saman í Akureyrarkirju
þann 26. júní af séra
Pétri Þórarinssyni. Heim-
ili þeirra er á Akureyri.
ANDLÁT
Einar Ólafsson húsasmíðameistari,
Dverghömrum 30, Reykjavík, lést þriðju-
daginn 20. júlí.
Guðlaugur Elís Guðjónsson, Nordeide-
stölen, Bergen, Noregi, lést þriðjudaginn
20. júlí.
Gústaf Ófeigsson, Ársölum 6, Reykjavík,
lést mánudaginn 19. júlí.
Halldóra Magnúsdóttir frá Hólmavík,
lést sunnudaginn 18. júlí.
Jensína Waage andaðist mánudaginn
19. júlí.
Marteinn Sigurðsson, Gilsbakkavegi 7,
Akureyri, lést laugardaginn 17. júlí.
Sigurveig Oddsdóttir frá Mörtutungu,
lést mánudaginn 19. júlí.
JARÐARFARIR
13.30 Borghildur Kristín Magnúsdóttir,
Aflagranda 40, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Neskirkju.
13.30 Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lyngási
2, Garðabæ, verður jarðsungin frá
Garðakirkju.
14.00 Ísak Elías Jónsson, tónlistar-
kennari frá Ísafirði, verður
jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju.
Bandaríski flugmaðurinn Wiley
Post lenti á Floyd Bennett-vellinum
í New York á þessum degi árið
1933, eftir að hafa flogið einsamall í
kringum jörðina. Flugið tók sjö
daga, 18 klukkutíma og 49 mínútur.
Hann var fyrsti flugmaðurinn til að
takast þetta afrek.
Post, sem allir þekktu á leppnum
sem hann bar fyrir öðru auganu,
hóf ferðalag sitt þann 15. júlí með
beinu flugi til Berlínar. Eftir stutt
stopp flaug hann áfram til Sovét-
ríkjanna, þar sem hann lenti á
nokkrum stöðum áður en hann
flaug áfram til Norður-Ameríku,
þar sem hann lenti í Alaska og
Kanada, áður en hann lenti loksins
á þeim stað þar sem hann hóf flug
sitt, í New York.
Post varð þekktur tveimur árum
áður þegar honum tókst að fljúga
umhverfis norðurhvel jarðar með
Harold Gatty. Þegar hann flaug einn
árið 1933, ákvað hann að fljúga að-
eins lengri vegalengd og gerði það á
styttri tíma. Í báðum flugferðum
sínum flaug hann á Winnie Mae,
Lockheed Vega flugvél sem í var
sperry-sjálfstýring fyrir flug hans.
Í ágúst 1935 reyndi hann að
fljúga yfir norðurpólinn til Sovét-
ríkjanna, með bandaríska grín-
istanum Will Rogers. Flugvélin
hrapaði nærri Point Barrow í
Alaska og báðir menn létust. ■
ÞETTA GERÐIST
WILEY POST LENDIR EFTIR HNATTFLUG
21. júlí 1933
„Ég þekkti stelpu í skólanum sem hét Pandóra. Ég fékk samt aldrei
að sjá öskjuna hennar.“
Rhys Ifans sem hinn ógleymanlegi Spike í kvikmyndinni Notting Hill.
REYKHOLTSHÁTÍÐIN
HEFST Á MORGUN Í ÁTTUNDA SINN
WILEY POST
Flaug einsamall í kringum hnöttinn.
Umhverfis jörðina á sjö dögum
Forskot á sæluna
STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR
Píanóleikarinn hefur stjórnað
Reykholtshátíðinni frá upphafi.
Ástkær eiginkonan mín
Sigurlína Rut Ólafsdóttir
Stekkjargerði 10, Akureyri
lést föstudaginn 16.júlí í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin verður auglýst síðar.
Stefán Bragi Bragason
ÞETTA GERÐIST LÍKA
1376 Þjóðsagan um að rottufangarinn
frá Hamel hafi rekið rotturnar úr
bænum er sögð hafa gerst á
þessum degi.
1946 90 manns láta lífið þegar öfga-
hópur Gyðinga sprengja upp
álmu af King David hótelinu í
Jerúsalem.
1991 Desiree Washington, keppandi í
Miss Black America, ásakaði Mike
Tyson um að hafa nauðgað sér á
hótelherbergi í Indianapolis.
Tyson var síðar dæmdur í þriggja
ára fangelsisvist fyrir nauðgun.
1992 Kólumbíski eiturlyfjabaróninn
Pablo Escobar flúði úr fangelsi
nærri Medellin. Hann var drepinn
af öryggisvörðum í desember
1993.
1994 O.J Simpson lýsir sig saklausan af
því að myrða fyrrum eiginkonu
sína, Nicole og vin hennar Ronald
Goldman.
1998 Íranir gera tilraunir með meðal-
drægar flaugar sem geta náð til
Ísraels eða Saudi Arabíu.
2003 Synir Saddam Hussein, Odai og
Quasi láta lífið í skotbardaga við
bandaríska hermenn í norður-
hluta Írak.
2003 Eldur brýst út nærri toppi Eiffel-
turnsins í París. Um 4000 gestir
voru fjarlægðir úr turninum og
engin slys voru tilkynnt.
Út er komin á frönsku bókin 25
íslensk skáld sem hefur að
geyma ljóð eftir íslensk nútíma-
skáld, elstur er Matthías
Johannessen og yngstur er
Sindri Freysson. Þór Stefáns-
son, frönskukennari í MR, tekur
bókina saman og þýðir ásamt
Lucie Albertini. „Ég leitaðist við
að hafa aðeins núlifandi höfunda
í bókinni og því byrjaði ég um-
fjöllunina á eftir kynslóð atóm-
skáldanna. Eldri íslensk skáld
hafa verið kynnt nokkuð á
frönsku,“ segir þýðandinn Þór.
Öll skáldin í bókinni eru á lífi
utan Nína Björk Árnadóttir sem
lést meðan á vinnslu bókarinnar
stóð. Þór segist hafa farið að
vinna að bókinni árið 1999.
Á heimasíðu útgáfufélagsins
sem gefur bókina út er tekið
fram að reynt hafi verið að hafa
bókina fjölbreytilega og að-
gengilega lesendum sem búi
ekki yfir grunnþekkingu á ís-
lenskum bókmenntum og sögu. Í
lok bókarinnar er farið yfir sögu
íslenskrar ljóðlistar á tíma-
bilinu sem bókin tekur fyrir.
Ljóðabókin er 174 blaðsíður
og í henni birtast um fimm til
sex ljóð eftir hvert skáld. Henni
mun aðallega vera dreift í
hinum frönskumælandi heimi,
Frakklandi og Kanada. Bókin
mun verða kynnt sérstaklega á
alþjóðlegri ljóðahátið sem hald-
in verður í tuttugasta skipti í
Quebec-fylki í Kanada í haust. ■
Íslensk ljóð á frönsku
SÝNISBÓK
Í bókinni eru þýdd ljóðeftir
25 íslensk nútímaskáld.