Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 38
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Tveir eru eins og
er í ólympíuhóp Íslands í frjálsum
íþróttum, tugþrautarkappinn Jón
Arnar Magnússon og stangar-
stökkvarinn Þórey Edda Elísdótt-
ir. Þessi tvö hafa náð lágmörkum
fyrir Ólympíuleikana í Aþenu en
frestur til þess rennur út 9. ágúst.
Guðmundur Karlsson, lands-
liðsþjálfari í frjálsum íþróttum,
sagði í samtali við Fréttablaðið í
gær að hann vonaðist að sjálf-
sögðu eftir því að hópurinn myndi
stækka áður en fresturinn til ná
lágmörkum myndi renna út. „Við
vorum með fjóra keppendur á síð-
ustu leikum í Sydney en það væri
ekkert áfall þó að keppendurnir
yrðu aðeins tveir í þetta skiptið.
Við myndum þá mæta til leiks
með keppendur sem eru báðir lík-
legir til að fara í tólf manna úrslit
í sínum greinum og það er sómi
fyrir hverja einustu þjóð. Ég tel
hins vegar vera helmingslíkur á
því að einhver keppandi bætist í
hópinn með Jóni Arnari og
Þóreyju Eddu áður en fresturinn
rennur út,“ sagði Guðmundur.
Aðspurður sagði Guðmundur
að nokkrir íþróttamenn væru
nálægt því að ná lágmörkunum
fyrir leikana og taldi hann spjót-
kastarana Vigdísi Guðjónsdóttur
og Ásdísi Hjálmsdóttur, sem varð
í sjötta sæti á HM 19 ára og yngri
á dögunum, líklegastar.
„Þær eru stutt frá lágmarkinu,
sérstaklega Ásdís sem er aðeins
51 sentímetra frá lágmarkinu.
Þær munu báðar reyna við lág-
markið á meistaramótinu um
helgina og miðað við hvernig þær
hafa kastað þá er ég bjartsýnn
fyrir þeirra hönd. Ásdís er mjög
ung en það væri frábært fyrir
hana að komast inn núna. Hún á
eftir að verða fastagestur á stór-
mótum í framtíðinni en aðalmark-
miðið hjá henni er að stefna á
Ólympíuleikana í Peking 2008.“
Guðmundur sagðist einnig
vonast til þess að kringlukastar-
inn Magnús Aron Hallgrímsson
myndi höggva nærri lágmarkinu.
„Hann hefur verið mikið
meiddur en kastaði 58 metra á
sínu fyrsta móti í langan tíma á
dögunum þrátt fyrir að aðstæður
væru ekki góðar. Hann hefur
kastað best 63,09 sem er yfir lág-
markinu en auðvitað þarf hann að
hitta á mjög góðan dag. Hann þarf
að ná nokkrum mótum í röð og þá
gæti þetta smollið hjá honum.“
Guðmundur sagði að sömu
sögu væri að segja um Völu Flosa-
dóttur.
„Það vita allir hvað Vala getur
og hún gæti þess vegna stokkið
yfir 4,40 sem er lágmarkið fyrir
Aþenu. Hún hefur verið meidd á
læri en er orðin góð og gæti þess
vegna náð lágmarkinu í Bikar-
keppni FRÍ sem fer fram 6.–7.
ágúst. Það er síðasti möguleikinn
til að ná lágmarkinu og ég verð að
vera bjartsýnn á að einhverjum
takist það,“ sagði Guðmundur.
oskar@frettabladid.is
Við hrósum...
...Eiði Smára Guðjohnsen, framherja hjá Chelsea og fyrirliða íslenska
landsliðsins, en frammistaða hans hjá félaginu hefur gert það að
verkum að hann fékk nýjan fjögurra ára samning sem færir honum
milljón á dag út samningstímann. Gott hjá honum og föður hans
Arnóri sem var hans hægri hönd í samningagerðinni.
26 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Opnum í dag glæsilega
verslun á besta stað!
Meiriháttar úrval af sexý
fatnaði og skóm auk allra
hinna ómissandi
hjálpartækja ástarlífsins.
Sjón er sögu ríkari!
LÍTTU VIÐ
OG SJÁÐU EITTHVAÐ
SEM EKKI HEFUR SÉST
Á ÍSLANDI ÁÐUR!
Verið velkomin á Frakkastíg 8.
Sími í verslun 552 4240
Ath. Aðeins fyrir 18 ára og eldri.
SPJALLAÐU BEINT - 905 2030
STELPURNAR ERU VIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN - 299.990 KR. MÍNÚTAN
Op
ið
sun
-fim
kl.
12-
24
Opið fös-lau
kl. 12-04
Við mælum með...
... því að handboltamaðurinn Vilhjálmur Halldórsson, sem er í besta
falli afskaplega seinheppinn, haldi sig héðan í frá á jörðinni en sé ekki
að standa í stórræðum í mikilli hæð. Hann handarbrotnaði við fall af
húsþaki og var það í áttunda sinn sem bein í líkama hans brotnar.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
19 20 21 22 23 24 25
Fimmtudagur
JÚLÍ
■ ■ SJÓNVARP
10.00 Suður-Ameríku-bikarinn á
Sýn. Útsending frá leik Brasilíu og
Úrúgvæ í undanúrslitum.
18.45 Inside the PGA Tour á Sýn.
19.15 Kraftasport á Sýn. Sýnt
verður frá keppninni um
Suðurlandströllið.
21.35 Landsmótið í golfi á Sýn.
Samantekt frá fyrsta keppnisdegi.
Kvennalið ÍBV:
Ungverskur
liðsstyrkur
HANDBOLTI Kvennalið ÍBV, sem varð
Íslands- og bikarmeistari á
síðasta tímabili og náði skínandi
góðum árangri í Evrópukeppn-
inni, hefur fengið góðan liðsstyrk
fyrir komandi tímabil.
Ungverska skyttan Zsofia
Pasztor, sem er 29 ára, er gengin
til liðs við félagið en hún á að baki
20 landsleiki fyrir Ungverjaland.
Pasztor lék með portúgalska lið-
inu Madeira Andebol á síðasta
tímabili og vann alla titla sem í
boði voru.
Samkvæmt heimsíðu ÍBV þá
skoraði hún 210 mörk í 30 leikjum
sem gera sjö mörk að meðaltali í
leik. ÍBV hefur misst marga öfl-
uga leikmenn í sumar þannig að
liðinu veitir ekki af þessum
liðsstyrk. ■
Tvö örugg til Aþenu
en nokkrir nálægt
Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum, segir helmingslíkur að ólympíu-
hópur Íslands stækki fram að leikum.
MAGNÚS ARON HALLGRÍMSSON Kastaði 58 metra á síðasta móti en þarf að bæta sig
um rúma 4,50 metra til að komast til Aþenu.