Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 39
GOLF Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag og verða fyrstu keppendur ræstir út kl. 8. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hafa titil að verja en þau fóru með sigur af hólmi í Vestmannaeyjum í fyrra. Fréttablaðið ræddi við Ragn- hildi í gær og það var ekki annað að heyra á henni en að hún væri klár í að verja titilinn frá því í fyrra. „Ég hlakka mikið til að keppa á þessu móti. Ég var uppi á Akra- nesi um helgina og skoðaði völlinn og hann lítur mjög vel. Ég er reyndar á leiðinni upp eftir núna að skoða völlinn enn frekar en völlurinn er glæsilegur og þetta mót verður án nokkurs vafa mjög spennandi,“ sagði Ragnhildur. Hún lenti í smávandræðum á meistaramóti Golfklúbbs Reykja- víkur um síðustu helgi en sagðist halda að það væri eingöngu þreytu um að kenna. „Ég hef spilað mikið og æft stíft og ég held að þetta hafi verið þreyta. Mér gekk vel fyrstu tvo hringina, setti meðal annars vallarmet fyrsta daginn og fannst ég vera ósigrandi. Síðan fór að halla undan fæti og spilið gekk engan veginn upp. Ég hef hvílt mig vel síðustu daga og það var kannski ágætt að fá þessa áminningu, að taka engu sem g e f n u m h l u t , núna svona skömmu fyrir þetta mót.“ Ragnhildur, sem hefur unnið tvö af þremur mótum á Toyota- mótaröðinni á þessu ári, segist bú- ast við hörkukeppni í kvenna- flokknum og segir það engan veg- inn sjálfgefið að hún verji titilinn. „Breiddin er alltaf að aukast í kvennagolfinu. Nú erum við þrjár, ég, Ólöf María Jónsdóttir og Þór- dís Geirsdóttir, með 0 í forgjöf og aðrar stelpur eru sífellt að lækka sig. Sú, sem ætlar að vinna þetta mót, þarf að spila afskaplega vel alla fjóra dagana og mér sýnist að þær sem muni veita mér mestu keppni séu Ólöf María og Þórdís auk Herborgar Arnardóttur sem hefur lítið spilað á þessu ári og kemur væntanlega mjög hungruð til leiks. Einnig eiga ungu stelpurnar, Anna Lísa Jóhanns- dóttir og Tinna Jóhannsdóttir, eftir að vera í toppbaráttunni, sagði Ragnhildur. Ragnhi ldur sagðist ekki b ú a s t við neinu óvæntu í karlaflokki þar sem Birgir Leifur Hafþórsson á titil að verja. „Ég held að stóru nöfnin, Birgir Leifur, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson berjist um titilinn en einnig gætu þeir Magnús Lárus- son og Heiðar Davíð Bragason blandað sér í baráttuna.“ Flatirnar á Garðavelli á Akra- nesi eru mjög hraðar og mikið af brotum í þeim og Ragnhildur sagðist búast við því að spila- mennskan á þeim réði úrslitum. „Ef veðrið verður gott þá mun stutta spilið ráða úrslitum. Stutta spilið er auðvitað alltaf mikilvægt en sjaldan eins mikilvægt og á þessum velli þar sem flatirnar eru mjög hraðar og mikið af brotum,“ sagði Ragnhildur. oskar@frettabladid.is FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s / N M 1 2 9 5 6 CRISTIANO RONALDO Missir af upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Fer á Ólympíuleikana. Áfall fyrir Man. Utd: Ronaldo á Ólympíu- leikana FÓTBOLTI Portúgalski landsliðsmað- urinn, Cristiano Ronaldo, leik- maður Manchester United, hefur verið valinn í ólympíulandslið Portúgala og mun því missa af upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er vissulega áfall fyrir Manchester United en Ronaldo, sem er aðeins 19 ára, var án efa einn besti leikmaður nýafstaðinn- ar Evrópukeppni sem fram fór í Portúgal. Knattspyrnumót Ólympíuleikanna er í raun aðeins ætlað leikmönnum sem eru yngri en 23 ára og því margir bestu leik- menn heims ekki gjaldgengir. Á Ólympíuleikunum er Portúgal í riðli með Írak, Marokkó og Costa Rica og ætti því væntanlega ekki að eiga í miklum vandræðum með að komast áfram. ■ Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd: Peningar ekki allt í boltanum FÓTBOLTI Framkvæmdastjóri Man- chester United, Sir Alex Fergu- son, lætur ekki sitt eftir liggja í sálfræðiorrustunum frekar en venjulega. Hann skýtur nett á nýráðinn framkvæmdastjóra Chelsea, Jose Mourinho, en flestir muna eftir munnlegum átökum þeirra þegar Portó sló United út úr meistara- deild Evrópu í vetur en Mourinho stýrði einmitt Portó til sigurs í þeirri keppni. „Peningar eru ekki málið. Að velja réttu leikmennina er það hins vegar,“ lét Ferguson hafa eftir sér og hann telur að allir milljarðarnir hans Romans Abra- movich muni ekki sjálfkrafa tryggja Chelsea titla þótt liðið verði gífurlega sterkt og líklegt til afreka: „Næsta keppnistímabil gæti orðið mjög athyglisvert því bæði Chelsea og Liverpool eru með nýja framkvæmdastjóra og við Arsene Wenger erum eiginlega orðnir gömlu kallarnir í deildinni. Ég sé fyrir mér að Tottenham taki miklum framförum og sama má segja um okkur. Við ætlum okkur stærri hluti en á síðasta tímabili og ég hygg að Arsenal, Chelsea og Liverpool komi til með að slást við okkur um stóru titlana sem í boði eru þetta tímabilið,“ sagði Sir Alex Ferguson. ■ SIR ALEX FERGUSON Lætur ekki sitt eftir liggja í sálfræðistríði knattspyrnustjóranna á Englandi. Stutta spilið ræður úrslitum á Akranesi Ragnhildur Sigurðardóttir, sem á titil að verja, spáir spennandi keppni í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst í dag á Akranesi. RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Var á leiðinni upp á Akranes í gær til að kíkja á aðstæður og segist vera klár í að verja titilinn frá því í fyrra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.