Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 44
„On competing, oh when will this tired heart stop
beating? It’s all a game... existance is only a
game.“
- Morrissey í laginu I’m Not Sorry af nýjustu plötu hans You are the Quarry.
32 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
Í spilaranum hjá ritstjórninni
The Hives: Tyrannosaurus Hives, Jesse Malin: The Heat, Brúðarbandið:
Meira!, Morrissey: You are the Quarry, Rokksöngleikurinn Hárið: Úr söngleik,
Ísidor: Betty Takes a Ride, Cake: Prolonging the Magic og Hvanndalsbræður:
Hrútleiðinlegir.
PRODIGY
Nýja Prodigy
lagið fer rakleið-
is á toppinn hjá
X-inu 977.
Hvanndalsbræður gáfu út diskinn
Út úr kú fyrir síðustu jól. Nú snúa
þeir aftur, rétt rúmum sex mánuð-
um síðar með nýja plötu er heitir
Hrútleiðinlegir. Að þessu sinni að-
eins með frumsömdum lögum, en
á þeim fyrir voru aðeins þrjú úr
þeirra eigin suðurpotti innan um
tökulögin.
„Það var ákveðið að leggja að-
eins meira í þennan disk en síð-
asta,“ segir Valur úr sveitinni í
gegnum farsímann og heyra má
niðinn úr traktornum sem hann er
að keyra. „Það tók um sjö klukku-
tíma að taka þennan upp, en hinn
var um fimm tímar. Það er ekkert
gríðarlegur metnaður hjá okkur
að gera þetta fínpússað. Við vilj-
um láta þetta hljóma lifandi og
gera þetta eins og við viljum hafa
það. Við reynum að láta þetta
hljóma eins og við hljómum á tón-
leikum.“
Hvanndalsbræður eru sannir
rótum sínum og koma aldrei fram
nema klæddir í lopapeysur með
þæfðar húfur á kollinum. Sama
hvernig veðrið er. „Þetta getur
orðið þokkalega heitt. Við höfum
verið að spila á útihátíðum í sum-
ar í sól og hita. Það hefur stundum
legið við yfirliði. Við tökum ekki
annað í mál. Við erum orðnir
þekktir sem lopapeysukallarnir.
Við viljum ekki fara að skemma
það.“
Valur segir þá bræðurna vera
nýflutta „á mölina“ til Akureyrar
og að það sé erfitt að aðlagast
bæjarlífinu. „Við erum svo miklir
sveitamenn í okkur. Hér er svo
mikil fólksfjöldi og umferð. Við
bjuggum bara þrír á Hvanndal
með mömmu sem dó svo. Við
erum frekar ósjálfsbjarga menn.
Búum núna hjá frænku okkar sem
er að reyna kenna okkur að aðlag-
ast stórborginni. Við ætlum að
leggja land undir fót og fara á
traktornum okkar suður til þess
að spila í sjónvarpi. Svo ætlum við
að vera í Eyjum og Galtalæk um
verslunarmannahelgina. Það
verður gífurleg upplifun að fá að
fara þarna til útlanda.“
Frjóir Hvanndalsbræður
HVANNDALSBRÆÐUR
„Þetta eru okkar börn, öll fædd á þriggja
mánaða millibili,“ segir Valur. „Við feng-
um til okkar konur í Hvanndal, þegar við
vorum að drepast úr leiðindum. Eins og
einn í bandinu segir: „þá var sko líf í
tussunum!“.“
[ TOPP 20 ]
X-IÐ 977 - VIKA 30
„GIRLS“
Prodigy
„THE RAT“
The Walkmen
„THAT WOMAN IS A MAN“
Hot Damn
„NICE BOYS“
Mínus
„GROWING ON ME“
The Darkness
„BLACKEN MY THUMB“
The Datsuns
„Y CONTROL“
Yeah Yeah Yeahs
„THE END OF THE WORLD“
The Cure
„WALK IDIOT WALK“
The Hives
„SO SAYS I“
The Shins
„THE LETTER“
P.J. Harvey
„EVERYTHING I’VE KNOWN“
Korn
„MICHAEL“
Franz Ferdinand
„THE FUN MACHINE“
Manhattan
„ALMOST OVER“
Limp Bizkit
„VINDICATED“
Dashboard Confesionals
„MR. BRIGHTSIDE“
The Killers
„WAKE UP (MAKE A MOVE)“
Lostprophets
„DOWN“
Blink 182
„DUALITY“
Slipknot
* Listanum er raðað af umsjónar-
mönnum stöðvarinnar
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
ÍRAFÁR
Nýja Írafár-lagið fær mikla spilun á út-
varpsstöð allra landsmanna.
[ A-listinn á Rás 2 ]
Mest spiluðu lögin í stafrófsröð
MY HAPPY ENDINGS
AVRIL LAVIGNE
BOLUR INN VIÐ BEIN
BRIMKLÓ
FALLEGUR DAGUR
BUBBI MORTHENS
FRÆG
ESTHER TALÍA
AHA
GEIR HARÐARSON
GAGALAGÚ
HEIÐA
BRÉFIÐ
HJÁLMAR
UPP MEÐ HÚMORINN
HLJÓMAR
EVERYBODY’S CHANGING
KEANE
CALIFORNIA
LENNY KRAVITZ
MARÍA
MANNAKORN
FLOAT ON
MODEST MOUSE
SKÁL
STUÐMENN
AÐ EILÍFU
SVERRIR BERGMANN
KYSSTU MIG
Í SVÖRTUM FÖTUM
LÍFIÐ
ÍRAFÁR
Magnús Stefánsson, trommuleik-
ari, var snöggur að leiðrétta mig
þegar ég spurði hann hver væri
megin ástæðan fyrir endurkomu
rokkhljómsveitarinnar Egó.
„Þetta er endurstofnun, ekki
endurkoma,“ undirstrikar Magn-
ús. „Við ætlum að vera til, spila
þegar okkur hentar og gera plötu
seinna, ef það gengur eftir. Það er
búið að vera í loftinu í smá tíma að
gera þetta. Utangarðsmenn komu
saman aftur fyrir fjórum árum
síðan og þegar tvö ár voru liðin
frá því fór ég að hugsa út í það að
stofna aftur Egó. Persónulegar
aðstæður liðsmanna leyfðu það
ekki þá, þegar sveitin átti tuttugu
ára afmæli. Það sem kom til var
einfaldlega löngunin til þess að
gera þetta núna, 22 árum seinna,
óvirkir og í dúndurformi.“
Í núverandi liðsskipan Egó eru
því auk Magnúsar og Bubba þeir
Einar Þór Jóhannsson gítarleikari
Dúndurfrétta, Hrafn Thoroddsen
úr Ensími á hljómborð og Jakob
Magnússon bassaleikari sem
hefur spilað lengi með Bubba.
Magnús kýs að líta á þetta sem
nýjustu útgáfu sveitarinnar sem
hann og Bubbi voru lengst með-
lima í á sínum tíma.
Magnús trommaði á báðum
meistarastykkjum sveitarinnar,
breiðskífunum Ímynd og Breyttir
tímar, auk þess að hafa verið
Utangarðsmaður á þoku-
kenndasta tímabili síns og Bubba.
Magnús viðurkennir fúslega að
hafa þótt vænna um Egó en Utan-
garðsmenn. „Ég þoldi ekki Utan-
garðsmenn en fílaði hins vegar
Egó og finnst mun skemmtilegra
að spila þau lög,“ segir hann, blá-
kaldur. „Á sama tíma og Utan-
garðsmenn voru frægir í blöðun-
um vorum við að lepja dauðann úr
skel. Í Egó var þetta orðið meira
mannsæmandi líf, þó að við höf-
um ekkert verið vaðandi í pening-
um. Ég kunni vel við kraftinn í Ut-
angarðsmönnum og lagði mikinn
metnað í hann. Til dæmis eins og
að keyra lögin áfram án þess að
taka hálftíma pásur eins og eldri
sveitir á borð við Brimkló gerðu.
Við tókum þennan kraft áfram í
Egó-ið. Þannig fékk sveitin það
besta frá Utangarðsmönnum og
svo urðu lagasmíðar betri og
melódískari. Þess vegna hafði ég
persónulega meira gaman af Egó-
inu, og hef enn. Það er ótrúlega
gaman á æfingum. Skemmtilegri
tónlist og skemmtilegri mórall.“
Magnús segir að Egó hafi eytt
tíma sínum á æfingum í að æfa upp
gömul lög. Þau eru tekin af plötun-
um Ímynd og Breyttum tímum en
auk þeirra sé sveitin að æfa upp lög
eftir Das Kapital, Utangarðsmenn
og nokkur af sólóferli Bubba. Þar á
meðal fá lögin Serbinn og Svartur
Afgann að fljóta með.
Magnús segir ekkert ákveðið
með það hvenær sveitin geti hugsað
sér að fara vinna að nýju efni. Allir
liðsmenn Egó séu í öðrum hljóm-
sveitum og því oft erfitt að finna
tíma. Sjálfum langar honum ekki að
byrja fyrr en sveitin hefur spilað
sig saman og fundið sinn persónu-
lega stíl. Hann vonast þó til þess að
geta byrjað lagasmíðar í vetur.
Hin enduruppreista Egó kemur
fyrst fram á Þjóðhátíð í Eyjum um
Verslunarmannahelgina, en
einnig er verið að vinna í því að
halda tónleika á Akureyri og í
Reykjavík.
biggi@frettabladid.is
Egó endurstofnuð