Fréttablaðið - 22.07.2004, Síða 49

Fréttablaðið - 22.07.2004, Síða 49
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 Atvinnumenn á hjólabrettum úr hinu heimsþekkta Flip gengi eru staddir á Íslandi um þessar mundir. Fyrir skemmstu gáfu þeir aðdáend- um sínum forskot á sæluna með því að bregða á leik í brettagarðinum við Miðberg en þar safnaðist saman fjöldi áhugasamra brettaiðkenda. Verslunin Smash bauð köppunum til landsins og að sýningunni lok- inni hentu hetjurnar bolum og hjólabrettum úr búðinni til krakk- anna. Ari Másson, fjórtán ára ein- lægur aðdáandi, var í hópi þeirra en svo undarlega vildi til að þegar hetjan Bastien Salabanzi frá Frakk- landi, kastaði bretti af öllu afli í átt að honum, fékk hann það í höfuðið. Strákurinn varð þó himinlifandi með að hafa náð brettinu, tók það með sér og hljóp vankaður inn í af- greiðslu Breiðholtslaugar þar sem hann fékk handklæði til að þurrka blóðið. Starfsfólk Smash hlúði vel að Ara, óku honum á Bráðamóttök- una þar sem sauma þurfti saman sárið, og gáfu honum stuttermabol í sárabætur. Einnig buðu þau Ara að koma og velja sér eitthvað úr búð- inni, enda er hann dyggur við- skiptavinur og góðkunningi starfs- fólksins. Ari eyðir öllum sínum frí- tíma á Ingólfstorgi þar sem slys af völdum hjólabretta gerast ósjaldan en þetta í óhapp þótti honum frekar óvenjulegt. ■ Hjólabretti af himnum ofan KATTARKONAN BERRY Leikkonan Halle Berry var glæsileg að vanda á frumsýningu nýjustu myndar sinnar Catwoman í Hollywood á dögun- um. Sharon Stone og Benjamin Bratt leika einnig í myndinni. ■ KVIKMYNDIR ■ HJÓLABRETTASLYS ARI MÁSSON er hæstánægður með hjólabrettið sem lenti á höfði hans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.