Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 Atvinnumenn á hjólabrettum úr hinu heimsþekkta Flip gengi eru staddir á Íslandi um þessar mundir. Fyrir skemmstu gáfu þeir aðdáend- um sínum forskot á sæluna með því að bregða á leik í brettagarðinum við Miðberg en þar safnaðist saman fjöldi áhugasamra brettaiðkenda. Verslunin Smash bauð köppunum til landsins og að sýningunni lok- inni hentu hetjurnar bolum og hjólabrettum úr búðinni til krakk- anna. Ari Másson, fjórtán ára ein- lægur aðdáandi, var í hópi þeirra en svo undarlega vildi til að þegar hetjan Bastien Salabanzi frá Frakk- landi, kastaði bretti af öllu afli í átt að honum, fékk hann það í höfuðið. Strákurinn varð þó himinlifandi með að hafa náð brettinu, tók það með sér og hljóp vankaður inn í af- greiðslu Breiðholtslaugar þar sem hann fékk handklæði til að þurrka blóðið. Starfsfólk Smash hlúði vel að Ara, óku honum á Bráðamóttök- una þar sem sauma þurfti saman sárið, og gáfu honum stuttermabol í sárabætur. Einnig buðu þau Ara að koma og velja sér eitthvað úr búð- inni, enda er hann dyggur við- skiptavinur og góðkunningi starfs- fólksins. Ari eyðir öllum sínum frí- tíma á Ingólfstorgi þar sem slys af völdum hjólabretta gerast ósjaldan en þetta í óhapp þótti honum frekar óvenjulegt. ■ Hjólabretti af himnum ofan KATTARKONAN BERRY Leikkonan Halle Berry var glæsileg að vanda á frumsýningu nýjustu myndar sinnar Catwoman í Hollywood á dögun- um. Sharon Stone og Benjamin Bratt leika einnig í myndinni. ■ KVIKMYNDIR ■ HJÓLABRETTASLYS ARI MÁSSON er hæstánægður með hjólabrettið sem lenti á höfði hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.