Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 54
Stjörnustríðshetjan Harrison Ford heimsótti Ísland aftur í vik- unni en ekki er langt síðan fréttir bárust af honum á Thorvaldsen. Nú kíkti meðal annars út á lífið á Vegamótum. Þar settist hann niður ásamt fé- laga sínum sem virtist talsvert eldri en hann og starfsfólkið taldi vera frænda hans. „Harrison var mjög þreytu- legur að sjá, ógreiddur og ábyggilega nývaknaður. Hann pantaði sér einn drykk, gin í tónik, borgaði með korti og var mjög venjulegur. Í fyrstu sat hann og horfði niður allan tím- ann eins og hann vildi ekki að fólk vissi af honum en þegar smáborgararnir uppgötvuðu hann fylktust þeir í kringum hann og báðu um eiginhandar- áritanir. Hann hafði greinilega ekki mjög gaman af því og neitaði að gefa áritanir. Þegar hann var búinn með drykkinn og fólkið var orðið yfirþyrmandi, stóð hann upp og labbaði út,“ segir vaktstjóri Vegamóta en upplýsir að Ford hafi ekki verið fullur. Leikarinn dvaldi eina nótt á Hótel 101 en þar gisti hann einnig í síðustu Íslandsheimsókn sinni. „Það var fínt eins og alltaf að fá Harrison Ford á hótelið. Hann er mjög rólegur maður sem fer lítið fyrir og hefur ef- laust millilent á Íslandi í stutta stund,“ segir starfstúlka í mót- töku hótelsins. „Hér fékk hann að minnsta kosti frið því það er rólegt hjá okkur á þriðjudags- kvöldum.“ Harrison Ford er væntanlegur í kvikmyndunum The Wrong Elem- ent og Godspeed í leikstjórn Ryne Douglas Pearson en upptökur á þeirri mynd hefjast bráðlega. ■ Ford ofsóttur á Vegamótum HARRISON FORD Flúði undan ágengum gestum Vegamóta. 42 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Íslandsmeistarar rokksins á Íslandi, Mínus, hafa verið ráðnir til þess að opna aðalsvið Reading- hátíðarinnar sama kvöld og Green Day loka. Hátíðin er haldin í tveimur borgum samtím- is, og koma allar sveitirnar fram í báðum borgum sitt hvort kvöldið. Þannig opnar Mínus aðalsvið- ið í Leeds, föstudaginn 27. ágúst, og svo í Reading, sunnudaginn 29. ágúst. Eftir Mínus stíga á svið sveitirnar Thrice, New Found Glory, The Rasmus, Drop- kick Murphy’s, The Streets, Lostprophets, Placebo, 50 Cent og Green Day í þessari röð. Mínus má þakka rokktímarit- inu Kerrang! fyrir velgengni sína en þar er farið fögrum orð- um um sveitina, nánast í hverju blaði. Í síðustu viku var mynd af Mínus á forsíðu blaðsins og sveitin nefnd sem ein af þeim 30 sveitum sem fólk verður að kynna sér, að mati blaðsins. Sex aðrar sveitir prýddu forsíðuna, í sama dálki. Inn í blaðinu fær sveitin tveggja síðna viðtal, auk heilsíðu myndar þar sem blaða- menn leika sér að því að ímynda sér hvernig sveitin komi til með að líta út á forsíðu blaðsins í framtíðinni. „Þeir eru fyrsta alvöru rokk og ról klíka þessarar aldar,“ stendur m.a. í greininni. ■ Kolbrá Bragadóttir myndlist- armaður lenti í óskemmtilegu at- viki á dögunum þegar dýru mál- verki var stolið frá henni. „Það sem gerðist var að ég hélt sýningu á Sólon og það hringdi maður í mig sem vildi kaupa af mér mál- verk. Hann gaf mér númerið sitt en ég týndi því síðan,“ segir hún. „ Svo hringdi hann í mig úr leyni- númeri deginum áður en ég tók sýninguna niður. Við mæltum okkur mót klukkan níu morguninn eftir en hann mætti ekki.“ Kolbrá segist hafa skroppið frá um tíuleytið og þá hafi maðurinn komið og tekið verkið en ekki skilið eftir símanúmerið sitt eða neinn pening. Hún veit aðeins að maðurinn heitir Jón Valur. Atvikið átti sér stað fyrir rúmum tveimur mánuðum og síðan þá hefur Kol- brún bæði talað við lögregluna og sendibílastöðvar en án árangurs. „Ég þarf nauðsynlega að ná sam- bandi við þennan mann,“ segir hún. „Þetta kostaði mikinn pening þetta málverk, 125 þúsund krónur. Vonandi er þetta bara týpískur ís- lenskur slugsi sem hefur ekki ætlað að stela verkinu. Mig langar bara að biðja hann um að hafa samband við mig og ef hann er er- lendis, þá vil ég tala við einhvern sem þekkir til hans. Ef hann ætlaði að stela málverkinu er ekk- ert flott að hafa verk uppi hjá sér sem allir vita að er stolið.“ Kolbrá saknar málverskins mikið og því er þeim sem vita um afdrif málverksins bent á að hafa samband við hana í síma 869 4571. ■ Dýru málverki stolið TÓNLIST MÍNUS ■ Rokka í Reading. STJÖRNUR HEIMSÓKN TIL ÍSLANDS ■ Friðhelgi erlendra stórstjarna ekki lengur til staðar MYNDLIST DÝRU MÁLVERKI ■ var stolið frá Kolbrá Bragadóttur myndlistarmanni fyrir tveimur mánuðum. MÍNUS Opna aðalsvið Reading-hátíðarinnar og spila þar með Placebo, 50 Cent og Green Day. í dag Harrison Ford aftur á Íslandi Fékk íslenskan koss á Vegamótum Hákon sendur þegjandi í geðrannsókn Harmleikurinn á Hagamel Móðirin ósakhæf MÁLVERKIÐ Þetta málverk var tekið frá Kolbrá fyrir rúmum tveimur mánuðum. Það er 130 sinnum 120 að stærð. Þeir sem vita um afdrif þess eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við hana. Lárétt: 1 líffæri, 5 fölsk, 6 titill, 7 höfuðáttir, 8 fugl, 9 skinnpoka, 10 leyfist, 12 þræta, 13 flana, 15 félagsskapur, 16 tarfur, 18 sælgætisgerð. Lóðrétt: 1 auðmann, 2 hita, 3 slá, 4 húsin, 6 illmenni, 8 biblíunafn, 11 fljótið, 14 sár, 17 grastotti. LAUSN: ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Rafstöðinni í Elliðaárdal Í andapollinum í Laugardal Japan 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1eyra,5flá,6dr, 7ns,8lóa,9belg, 10má,12agg,13ana,15aa,16naut, 18móna. Lóðrétt: 1efnamann,2yls,3rá,4braggana, 6dólga,8lea,11ána,14aum,17tó. Á aðalsviði Reading

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.