Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Skoðana- skiptimiðar Í sól og sumaryl er sælt að vera til.Þeir sem komust ekki út í sveita- sæluna í vikunni gátu nú heldur betur bætt sér það upp með tveggja tíma löngum þætti í sjónvarpinu um kýr af ýmsum stærðum og gerðum með mörgum góðum nærmyndum af júgrum. Í áhyggjuleysi er frábært að sveifla sér upp og niður eftir sól- stöfum eins og litli sólargeislinn í barnabókinni Sólstafir gerði forðum. GÚRKUR eru nú á frábæru verði en það er óskaplega lítið minnst á þær þó svo að það sé hásumar. Það þarf kannski ekki að tala um þær, þegar lifandi gúrkur kvaka hver í sínu gróð- urhúsi og keppast við að henda grjóti út um glerveggina. Fyrsta afborgun af fellihýsinu er ekki fyrr en í október þannig að Gudda og Baddi bruna keik um hringveginn í leit að grænni lautu til að njótast í og nýta nýja dótið sitt. ÞAÐ leggur grillfnyk milli garða og gömul hús með slitnum gólfdúkum eru seld á verði heillrar götu. Hver getur beðið um betra samfélag? Hér er ró og hér er friður og ekkert vandamál að setjast niður og skipta um skoðun. Er það ekki skoðana- skipti að skipta um skoðun? Það er hverjum manni hollt að skipta um skoðun því skoðanirnar eru eins og skótauið, það er hætta á táfýlu ef menn eru of lengi í sömu skónum. Fyrir svo utan að það er óhollt fyrir bakið og slæmt fyrir kálfana að vera í sömu skónum allan daginn. Hitt er svo annað mál að það er svolítið pirrandi þegar menn eru mikið með stáltá á skónum og traðka oná öðrum. GLAÐUR og ánægður nútímamaður kom nýlega fram í spjallþætti þar sem hann þakkaði guði fyrir að gamli tím- inn væri hér ekki enn við líði. Gamli tíminn, var sá tími þegar allt var póli- tískt. Það þurfti að vera í sérstakri pólitískri klíku til þess að eignast kartöflugarð og það þurfti að vera í pólitískri klíku til þess að komast yfir nokkrar krónur í erlendum gjaldmiðli og það þurfti að vera í pólitískri klíku til þess að gerast heildsali og síðast en ekki síst voru blöðin pólitísk. Nú ríkir aftur á móti suðræn sæla í svala ljúfa blænum þar sem orðið klíka hefur nánast verið strikað út úr tungumálinu og pólitísk vinátta er bara áróður og öfundsýki runnin undan rifjum smá- menna sem komast hvorki lönd né strönd sökum eigin nöldurs. Þeir geta kannski náð sér í skoðanaskiptimiða næst þegar þeir fara í strætó ■ ELÍSABETAR BREKKAN BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.