Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Electrolux Frystikista TC114 310 lítra, kr. 28.405. Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaöurinn hí. Mest seldi hvíldarstóll inn á Norðurlöndum Bólstraöir með ekta leöri og áklæöi Framleiðandi stálgrmdar: Stáliðjan h.f Bólstrun: Bólsturverkstæði Skeifunnar Einkaleyfi á islandi: Skeifan h.f. KJ'ÓRGARÐI, SIMI, I6975 I.ATUM IIATRID KKKI NA TÖKUM AOKKUR Kæri Landfari. Mikið er búið að ræða og rita um skattamálin i sumar, og flest af þvi er frá sjónarhóli þeirra óánægðu. Mér finnst á vanta, að einhverjir, sem góðs hafa notið af breytingunni, láti einnig til sin heyra. Ég á tvö börn á skólaaldri, sem bæði sluppu við skatta vegna niðurfellingar nefskattanna, bú mitt kom hins vegar svipað út að ööru leyti og i fyrra. Það er mikil hagsbót fyrir okkur, sem i dreif- býlinu búum og erum af litlum efnum að kosta börn okkar til náms á öðrum landshornum, aö þau þurfi ekki að borga nefskatta, og mér finnst ekki mega minna vera, en að þess sé getiö, sem vel er gert i þessum efnum. Ósköp slær miklum óhug á mann yfir atburðum þeim, er gerzt hafa á Ólympiuleikunum, þegar þjóöarhatur arabiskra skæruliða i garð Israelsmanna fær þá til að myrða saklausa iþróttamenn. Ekki er siður hræði- legur hlutur vestur-þýzkra lög- reglumanna, sem myrtu gislana. Mikið getur hatur komið mörgu illu til leiðar. Ég er að velta þvi fyrir mér, hvort hatur sé ekki sá skaðvaldur, sem flest illt hlýzt af hér i heimi. Á ég þar jafnt við hat- ur i garð þjóða og einstaklinga. tslenzk blaðamennska hefur oft taliö á þessu hatri: mönnum hefur verið brugðið um landráð og allt illt. fyrir það eitt að hafa IANDLEG HREVSn-AORAHBU-« n itt TMTr\ <2 M U N IlJ Frystikista 310 Itr.^y Bréf frá lesendum Auglýsið í Tímanum aðra skoðun á málum en greinar- höfundar þó er sú blaðamennska á undanhaldi, og er það vel. Slik hatursfull stóryrði eiga a.m.k. ekki hljómgrunn hjá sveitafólki. Þó kom einn pistill i þessum dúr i Timanum nú fyrir skömmu; var hann ei'tir Vilborgu Harðardóttur og fjallaði um rússnesku skák- mennina, sem hér voru. Vegna augljósrar andúðar á Rússum lét hún sér sæma að senda þeim tón- inn á mjög óskemmtilegan og ókurteisan hátt og drótta að þeim fáranlegustu svivirðingum af þvi einu, aö þeir væru Rússar. Jón Helgason svaraði þessu af sinni alkunnu, næmu háttvisi, en rit- hátt hans mættu fleiri islenzkir blaðamenn tileinka sér. Og þá er það þorskastriðið.Enn einu sinni hyggjast Bretar stunda sjórán innan islenzkrar fisk- veiðilögsögu. E.t.v. eigum við langa baráttu fyrir höndum áður en þeir hætta þessari óhæfuiðju sinni. Ég man það frá fyrra þorskastríðinu, að þetta þjóðarhatur, sem ég hef rætt um, skaut upp i kollinum i æ rikara mæli. Kvað jafnvel svo ramt að, að ekki þótti vansalaust að þekkja Breta. Eitt af siðustu sumrunum, sem þorskastriðið stóð yfir, heimsótti mig vinkona min frá Englandi, sem ég hafði skrifazt á við i mörg ár. Varð ég þá fyrir þeirri lifsreynslu, að vin- ir minur umgengust mig sumir eins og ég væri likþrá. Það er svona hatur,sem ekki má heltaka okkur. hvaða atburðir sem eftir eiga að gerast i viðskiptum okkar við brezku þjóöina. Við verðum æ að vera þess minnug, að innan allra þjóða er gott fólk, og aldrei láta þjóðarhatur ná tökum á hug- um okkar, og enn siður láta það bitna á einstaklingum, hvort sem þeir eru nú Bretar eða Rússar. Með kærri kveðju og þökk fyrir birtinguna. Dreifbýliskona Staða fulltrúa viö útibú bankans á Patreksfirði er laus til umsóknar. Góð laun og starfsaðstaða. Húsnæði í boði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist Samvinnubankan- um — starfsmannahaldi — Banka- stræti 7, Reykjavík, fyrir20. september n.k. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7— Reykjavík — Sími 20- 700. Electrolux Hjólbarðaviðgerðir Vörubílamunstur Fóklsbílamunstur — Snjómunstur — Jeppamunstur, ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 MM’M':- ’VctndeV Þéttir gamla og nýja steinsteypu. SIGMA H/F Bolholti 4, simar :tK718—86411 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmsti $ Samvinnubankinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.