Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. septembcr 1972 TÍMINN 5 Vestfirðir: Sex þúsund lestum minni afli en á sama tíma '70 Sendiherrar Kúbu og Kanada Stp—Reykjavík. Gæftir voru yfirleitt góðar i Vestfirðingafjórðungi i ágúst- mánuði, enda var landátt rikjandi mestan hluta mánaðarins. Afli færabáta sótti sig er á leið mánuðinn, og um hann miðjan fóru nokkrir bátar að róa með net i Djúpið, og fengu dágóðan afla um tima. Smærri linubátar fengu einnig sæmilegan afla á grunn- miðum. Stærri linubátar hafa stundað grálúðuveiðar i sumar, og var afli þeirra sáralitill i ágúst, enda hættu flestir þeirra veiðum um mánaðamótin. Fáeinir togbátar voru aö veið- um og fengu reitingsafla. Er meira um ýsu i aflanum en undanfarin haust, og vilja ýmsir Fleiri SVR ferðir í Breiðholt Á sunnudaginn verður bætt við einni strætisvagnaferð á klukku- tima i Breiðholtið. Ekið verður á hálftima fresti á leið 12 Hlemm- ur—Fell, en áður var aðeins ein ferð á klukkutima á þessari leið. Frá Hlemmi verður farið á heila og hálfa timanum, en frá Vestur- bergi (i Breiðholti III) verður farið þrjár minútur fyrir heila og hálfa timann. Ferðir aukavagns, sem ber heitið Breiðholt—Miðbær, verða óbreyttar frá þvi, sem nú er. Aldrei annar eins heyfengur GV-Finnbogastöðum i Trékyllis- vik. Hér hefur verið norðan hrein- viðri að undanförnu og ágætur þerrir. Við höfum yfirleitt verið sólskinsmegin i sumar, og þar af leiðandi hefur heyjazt vel og nýt- ing verið ágæt. Á sumum bæjum hér i sveitinni hefur aldrei fyrr verið fluttur annar eins heyfengur i garð. Við getum þess vegna sannarlega verið sáttir við náttúruna og veðurguðina. Stór skelfisk vinnslustöð í Stykkis hólmi -Reykjavik. I i I I j lstp p Skelfiskveiðar á Breiðafirði^ Éhafa gengið allvel i sumar.| pUm sautján bátar frá ver-p ^stöðvum á Suðvesturlandi^ phafa stundað þessar veiðar i^ ^sumar. Frá Stykkishólmi eru^ ^gerðir út fjórir bátar á skel-p dfiskveiðar. bar er nú verið að^ pkoma upp stórri skelfisk-p ^verkunarstöð, sem væntan-^ plega kemst i gagnið innanp Iskamms. Er aðeins beðið eftir^ pvélum i hana. 0 0 Kaupfélagið á Stykkishólmi^ pá meiri hlutann i stöðinni, en^ 0þó eru nokkrir aðrir hluthafar.^ pEftir upplýsingum, sem0 ^fréttamaður hefur aflað sér,^ pmun hún kosta um 12 milljón Éir. Fyrirtækið heitir Skeifisk-0 pvinnsla Stykkishólms h/f og er0 0W\ húsa i gamla frystihúsi^ pkaupfélagsins, s ^byggt hefur verið 0 Skelfiskurinn verður frysturp ^og seldur á utanlandsmarkað.^ | É endur-p I þakka það hækkandi sjávarhita. Alls voru gerðir út um þrjú hundruð og tuttugu bátar á hinar ýmsu veiðar i ágúst, þar af nokkrir á skelfiskveiðar. Heildaraflinn i mánuðinum var 3.279 lestir, en var 3.136 lestir i ágúst i fyrra. Heildaraflinn á sumarvertiðinni er þá orðinn 10.912 lestir, en var 12.375 lestir á sama tima i fyrra og 16.633 lestir árið 1970. Heildaraflinn var mestur i ágúst á Isafirði, 861 lest. Næst kemur Suöureyri með 615 lestir og Patreksfjörður með 431 lest. Af einstökum bátum eru afla- hæstir Drangey I frá Patreks- firöi, 150 lestir i tveim róðrum, Ólafur Friðbertsson I frá Suður- eyri, 132 lestir i tveim róðrum, og Sigurvon I frá Suðureyri með 128 lestir i tveim róðrum. Aðalfundir Klúbbanna Öruggur akstur 73 fundir á 13 dögum Klp-Reykjavik Frá þvi um siðustu mánaða- mót, hafa Klúbbarnir Oruggur akstur haldið samtals 13 fundi viðsvegar um land, og hafa þeir verið sóttir af um 300 manns, sem telja má mjög gott^þvi viða hefur verið annasamt á þeim stöðum, sem fundirnir hafa verið haldnir. Baldvin Þ. Kristjánsson félags- málafulltrúi Samvinnutrygginga, sagði i viðtali við Timann i gær, að þessir fundir hefðu verið haldnir á Vestur- og Norðurlandi. A þeim 8, sem haldnir hefðu verið fyrir norðan, hefði Stefán Jasonarson frá Vorsabæ, formað- ur Landssamtaka Klúbbanna öruggur akstur, verið aðalræðu- maður, en á hinum 5, sem haldnir hefðu verið fyrir vestan, hefðu það verið Óskar Ólason yfirlög- regluþjónn og hann sjálfur, sem heföu flutt aðalræðurnar. Á þessum fundum hefðu sam- eiginleg áhugamál klúbbanna verið rædd. Voru þau m.a. um aukna merkingu vega, einkum varðandi endurskinsstikur á var- hugaverðum leiðum. Fram- kvæmd almennrar umferðar- fræðslu i skólum, sem skyldu- námsgrein samkvæmt landslög- um. Gjörbreytingu á ökukennslu i landinu og margt fleira. Sagði Baldvin að mikill einhug ur hefði rikt um þessi mál og um- ræður verið gagnlegar. Þá sagöi hann,að á þessum fundum hefðu verið sýndar litskuggamyndir og bandarisk umferðarslysamynd, sem hefði vakið sérstaka athygli. Á þessum 13 fundum hefði verið kosin stjórn viðkomandi klúbba, en formenn þeirra væru þessir: Sauðárkróki Ingimar Bogason verzlunarmaður, Hofsósi Gunnar Baldvinsson bifreiðarstjóri, Siglufirði ólafur Jóhannsson lög- regluþjónn, Ólafsfirði Stefán B. Ólafsson múrarameistari, Húsa- vik Vigfús Hjálmarsson slökkvi- liðsstjóri, Kópaskeri Friðrik Jónsson deildarstjóri, Þórshöfn Aðalbjörn Arngrimsson flug- vallarstjóri, Vonafirði Sigurður Ólafsson bóndi, Króksfjarðarnesi Halldór D. Gunnarsson forstöðu- maður, Patreksfirði Guðmundur Þ. Sigurðsson lögregluþjónn Þingeyri Gunnar Guðmundsson vélstjóri, tsafirði Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari. VERKEFNI A miövikudaginn afhentu tveir nýskipaðir sendiherrar á tslandi, trúnaðarbréf sín. Þeir voru: Alcalde Valls sendiherra Kúbu og Kenneth Ilougias Mcllwraith sendiherra Kanada. Hvorugur sendi- herranna hefur aðsetur á tslandi. Viðstaddur athöfnina var Einar Ágústsson utanrikisráðherra. Siðar um daginn þágu sendiherrarnir boð forsetahjónanna aö Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Gefa 100 þús. kr. í landhelgis- sjóð Á fundi sinum i gær gerði stjórn B.S.R.B. einróma svofellda ályktun um landhelgismálið. Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja lýsir fullum stuðn- ingi við þá ákvörðun að færa fisk- veiðilögsögu tslands út i 50 milur. Samþykkir bandalagsstjórnin, að B.S.R.B. greiði 100 þúsund krónur i landssöfnun til Landhelgissjóðs til kaupa á varðskipi. Skorar stjórn B.S.R.B. á opin- bera starfsmenn að sýna hug sinn i landhelgismálinu i verki með þvi að taka þátt i landhelgissöfn- uninni. Þjóðleikhússtjóri hélt fund með blaðamönnum i fyrradag og skýrði frá þvi, sem er fyrirhugað af starfsemi Þjóðleikhússins næsta vetur. A fundinum voru honum til fulltingis Klemenz Jónsson og Ivar H. Jónsson, skrif- stofustjóri. Engar stórvægilegar breyting- ar verða á rekstrinum i vetur, enda ekki timabærar fyrr en ný þjóöleikhúslög og reglugerðir þar að lútandi hafa komið til fram- kvæmda. Verð aðgöngumiða verður óbreytt frá þvi i fyrra og hópafsláttur 20% verður áfram, er þá miðað við 50 manns eða fleira. Leikarar hófu æfingar 1. sept., og 16. september verður fyrsta sýning vetrarins. Þá verða teknar upp sýningar á Sjálfstæðu fólki' Laxness, undir stjórn og i leik- gerð Baldvins Halldórssonar. Leikritinu hefur verið þjappað saman og verður sýningartiminn um hálftima skemmri en var sl. vor. Ein breyting verður á hlut- verkaskrá. Gunnar Eyjólfsson verður ekki með vegna veikinda, og fer Erlingur með hlutverk hans. Einþáttungar Birgis Engil- berts, sem sýndir voru tvisvar á Listahátið, verða sýndir i haust og barnaleikritið Glókollur heldur áfram göngu sinni, en það var af- ar vel sótt á siðasta ári. Túskildingsóperan eftir Bert- hold Brecht verður sýnd um mánaðamótin sept./okt. Er hún i nýrri þýðingu Þorsteins Þor- steinssonar, en söngvar eru þýdd- iraf Þorsteini frá Hamri, Böðvari Guðmundssyni og Sveinbirni Beinteinssyni. Gisli Alfreðsson er leikstjóri og Carl Billich stjórnar tónlistinni. Róbert Arnfinnsson, Ævar Kvaran, Rúrik Haraldsson, Briet Héðinsdóttir, Edda Þórar- insdóttir, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Lovisa Friðjeifsdóttir fara með hlutverk i leiknum. Lysistrata Aristofanesar i þýö- ingu Kristjáns Árnasonar verður tekin til sýningar upp úr miðjum október. Brynja Benediktsdóttir er leikstjóri og leikmyndir gerir Sigurjón Jóhannsson, nýkominn heim frá Kaupmannahöfn. Jólaleikritið verður að öllum likindum Maria Stuart eftir Schiller, undir stjórn þekkts þýzks leikstjóra. Það er þó ekki endanlega ákveðið. Eftir jól verða tekin til sýningar fjögur verk, ekki er þó búið að ákveða nema tvö þeirra. Það eru Indiánar eftir Bandarikjamann- inn Arthur Kopit^þekkt nútima- verk, og skopleikurinn Fló á skinni eftir Feydeau. Veikindi Gunnars Eyjólfssonar urðu þess valdandi.að ekki reynd- ist unnt að taka Lausnargjaldið, eftir Agnar Þórðarson, til sýning- ar i haust og verður þvi frestað fram á veturinn. 20 sovézkir dansarar eru væntanlegir i októberlok og munu þeir sýna ballet i Þjóðleikhúsinu. 50-60 manna hópur frá Skozku óperunni kemur svo i byrjun nóvember og flytur Jónsmessu- næturdraum Benjamins Britten, sem byggður er á samnefndu verki Shakespeares. Þjóðleikhús- stjóri vakti athygli á þvi, að fátt væri um innlend verk næsta vetur og eins væri ekki nóg við hæfi barna. Kvaðst hann vona, að hvortveggja stæði til bóta i fram- tiðinni. 10 nýir leikarar voru ráðnir til leikhússins i vor, og er milli 70 og 80 manns fastráöið við það. En óhætt mun vera að sjöfalda þann fjölda, til að fá fram heildarfjölda þeirra, sem leikhúsið kemur til með að greiða laun á næsta ári. Siðasta leikár voru sýningar 219 og sáu 100850 gestir þær. Þ.B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.