Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Sigvaldi Hjálmarsson: AÐ FARA KROKA- LEIÐIR HRATT HRAÐI er eitt af einkennum nútimans. Allir vita að tæknin kom með hraðann, og svo ger- bylti hann heiminum, allt tók skemmri tima en áður, og jörðin minnkaði niður i að vera einsog eitt byggðarlag. Nú er hins vegar svo komið að meiri hraði flýtir ekki fyrir neinu. t samskiptum fólks erum við sennilega komin að þvi sem kalla mætti hraðamörk. Hvernig gengur skiptir lika ekki höfuðmáli, að þvi er virðist. Hraðinn er dýrkaður samt, hann er orðinn takmark i sjálfum sér. Litum á eftirfarandi stað- reyndir. Flugvélar þær sem nú eru i daglegri brúkun meðal mann- kynsins fara uppundir 900 km á klst. Það er ærinn hraði. Samt finnst okkur hann ekki nægur. Fyrir þvi erum við að láta smiða vélar sem fara með nærfellt þre- földum hljóðhraöa. Og varla heyrist annað en seinna eigi farartæki okkar eftir að þjóta yfir jörðina með enn meiri ofsa. A hinn bóginn er einsog fáir vilji, gefa þvi gaum að sam- göngur ganga ekki lengur greiðar vegna aukins hraða. Það er alltaf jafnmikil þvaga og snúningar á flugvöllum, og að komast af flug- velli inni stórborg tekur stundum lengri tima en sjálf langferðin. Samt leggja snillingarnir hausana i bleyti til að rétta úr þessum krókum ferðalagsins. Þar á ofan kemur i ljós að hraðinn tefur. Hraði tilheyrir bissnisslifinu. Það fer að visu ekki hátt, en samt er það staðreynd að stórfyrirtæki i Evrópu banna agentum sinum, sem þau senda útum allar jarðir, að undirrita nokkurn samning fyrren 24 timum eftir þotuflug afþvi sannreynt er aö slikt feröa- lag rýrir stórum dómgreind manna um 10-20 klst bil. Það tæki þá kannski styttri tima ef fariö væri hægara. Úr bifreiðaheiminum er svipaða sögu að segja. Vandaðri og hraðskreyðari bilar hefa ekki i för með sér fljótari samgöngur á vegunum, Götur borganna eru hinar sömu, viða þröngar og krókóttar, svo fleiri og flottari bilar valda þvi iðulega að umferð gengur hægar, serstaklega ef meiningin er að flýta sér! Þannig er svo komið að hraði er allt annað en vera fljótur. 1 störfum gegnir sama máli. Póstsamgöngurnar i heiminum eru kapituli útaf fyrir sig. Þær eiga svosem að ganga greitt. Fátt er talið betur skipu- Iagt en hið hávirðulega póstkerfi — með alls konar merkilega frasa á frönsku máli. En hugleiðum eftirfarandi: Hægt er að komast til fjar- lægustu staða hvar sem er a jörð- inni á 15-20 klst eftir þvi hvernig stendur á ferðum, sé notazt við venjulegt þotuflug, og sannar- lega er það þokkalegur hraði miðað við lestagang fyrri alda. En þessa sömu vegalengd þarf flugpóstur sem sendur er með sömu þotum heila viku til að komast á leiðarenda! Það kemur þó fyrir af einhverri slysni, að þvi er virðist, aö bréf skili sér á þriðja degi. Hvað er það sem tefur? Ekki vantar hraðann i loftinu. Hann hlýtur þvi að skorta þarsem um póstinn ér fjallað niðri á jörðinni! Skip kvað vera viku eða svo að fara á milli Evrópu og Ameriku. En litil bókasending frá Ameriku útá þennan hólma hér úti miðju Atlantshafi getur verið mánuöi að komast til skila. Það er augljóst að fólkiö er almennt alls ekki með á allan þennan hraða. Fyrir þvi þýðir ekki að fara verulega hraðar um loftið en nú er gert, hugur manns og hendur genga samt ekkert hraðar niðri á jörðinni. Þá er bezt að athuga svolitiö hraðann i bissnisslifinu. Til þess að afgreiðsla og störf gangi hraðar i fyrirtækjum er sifellt verið að finna upp ný vinnubrögð með tölvum og alls kyns vélakosti öðrum. Þegar þessi nýi útbúnaður er fenginn er álitið að mannafli sparist og pen- ingar — sem á að þýða að vara og þjónusta verði ódýrari. Fyrst er þetta þó alltaf dýrara og krefst meira fólks þvi allir eru óvanir hinum nýju vinnu- brögðum. Og þarmeð hækkar vara og þjónusta. En einhvern veginn fer svo aö nýju vinnubrögðin halda áfram aö vera dýrari og vinnufrekari. Þau geta haft ýmsa kosti, en þau flýta yfirleitt ekki fyrir — svo vara og þjónusta lækka ekki aftur i verði. Samt er það ekki talið umtals- vert. Hin nýju vinnubrögð voru sennilega ekki valin afþvi bau gengju betur — heldur af þvi að þau komu með hraði i starfi, ekki hraða i afköstum. Við dýrkum hraðann. Nútima skrifstofur — með simadömu (Fýlumálaskrifstofan, góöan dag), afgreiðslufólki, bókurum, fulltrúum einkaritara (einsog klippt útúr tizkublaði og þarf helzt að vera með ákveðin „mál”) og forstjóra — eru alveg sérstakt fyrirbæri i menningar- sögunni. Þær minna mig á helgi- athafnir fornra trúarbragða. Það má ekki skemma rítúalið. Þess vegna segir simadaman: Góðan dag, þótt hún sé varla vöknuð eða með túlan hálfan af tyggigúmíi. Svo kemur það fyrirbæri sem heitir „skýrsla”. Hún er skrifuö á marglitan pappir og er svo marg- brotin að venjulegur maöur botnar ekkert i henni, má mikið vera ef ekki er stundum spurt um hvort maður sé með falskar eður eigi tennur ellegar hvort búið sé að taka úr honum botlangann. Sérfræðilega aðstoð þarf til að fylla út skýrsluna. En þá kemur vanalega i ljós að starfsfólkið botnar ekkert i henni heldur. Þetta atriði gerir þó skýrsluna enn merkilegri þvi allt er betra sem er dularfullt. Nú gengur maður undir manns hönd að finna út hvað eigi að standa i einhverjum tilteknum reit, þvi ef ritúalið er ekki rétt mað farið heyrir guðdómurinn ekki bænina, þ.e. umsóknin er ekki tekin til greina vegna form- galla. Allan timann er óskaplega mikið að gera á skrifstofunni, allir að flýta sér að hlaupa^að- skiljanlega snúning, með áhyggjusvip. Föstudagur 15. september 1972 Annað álika fyrirbæri kallast „fundur”. Það var hérna fyrir nokkrum árum að sú árátta breiddist út að halda fundi i fyrirtækjum og stofnunum svo hægt væri að hafa meiri hraða — sem er aðalatriðið. Menn undruðust hvur hafði dottið niður á þetta snjallræði. Fyrst halda yfirmenn fundi. Svo heldur hver þeirra fund með sinum undirmönnum, ogsvo- framvegis. Seinast er svo komið að enginn timi er til að gera neitt fyrir fundahöldum —■ og nauð- synlegt að bæta stórlega við mannskapinn! Ef einhver heldur að þetta sé grín þá er það misskilningur. Þetta er fúlasta alvara. Við erum ekki að slæpast i vinnunni. Siður en svo. Móttóið er „meiri hraði”. Fólk þarf að vinna hratt og hafa i nógu að snúast — hvort sem fálmið ber endanlega nokkurn árangur. Enda er það hraðinn i vinnunni en ekki i af- köstunum sem skiptir höfuð máli. En ef þú sérð einhvers staðar mann sem fer sér hægt, fær sér oft i nefið og raular lagstúf við og við, þá er það vanalega sá mað- urinn sem mestu afkastar — pipir á ritúalið, spyr þig rakleitt hvað þér sér á höndum þegar þú kemur inn og segir þér að láta af- ganginn af skýrslunní óútfylltan. Þessir menn eru blessunarlega margir til. Annars væri allt farið i strand fyrir löngu. En stundum er þeim bara sagt upp fyrir að slæpast i vinnutimanum! Þetta sem við daglega köllum hraöa er að fara krókaleiðir hratt. Þú átt aðhlaupa. En það skiptir engu þótt þú sért alltaf að elta skottið á sjálfum þér. Eysteinn Þorvaldsson: FRIÐLÝSUM ÖSKJU llinn 20. ágúst birtist í Timan- um grcin cftir Fctur Jónsson i Rcynihlið, þar sem hann scndir incr ófagrar kvcðjur, cn þvi mið- ur frctti cg ckki af þcssari grcin fyrrcn 20 dögum siðar. Tilcfnið cr grcinarkorn mitt um bilaslóðina cftir öskjudal, scm birtist i blað- inu 5. ágúst s.l. Mér þykir gaman að heyra, að Pétur.Jónsson hefur haft fyrir þvi að leita að nafni minu i fræðibók- um, en auðvitað hafði hann ekki erindi sem erfiði, og það virðist hafa ergt hann nokkuð. Nú skal ég játa að ég kannast heldur ekkert við Pétur þennan Jónsson, svo að það er jafnt á komið með okkur. Það kann að vera stórt nafn. Pét- ur Jónsson. og stendur kannski i fræðibókum, en þótt ég komi all- oft að Reynihlið (og i öskju) á ári hverju og hafi kynnzt þar mörgu ágætu fólki, þá hef ég aldrei heyrt minnzt á þennan mann og tel það raunar ekki með skaða minum eftir fyrstu kynnum af skrifum mannsins að dæma. Er ég fylli- lega ásáttur um að láta málflutn- ing beggja deila heimildum, og vikjum þá aðgrein Péturs, en hún ber nafnið „Um öskju”. Sært vegagerðarstolt Það, sem mesta furðu vekur við lestur greinarinnar, er það. hversu feikileg ólund er i mannin- um og hversu óspar hann er á stóryrðin. Hann byrjar á þvi að senda mér tóninn á eftirfarandi hátt: „Hér er auðsjáanlega um spjátrung að ræða. sem ferðast um landið. þykist hafa vit á öllu og fellir dóma um það”. Þannig skrifar nú maðurinn, sem telur aðra fella létta dóma, og i þessum dúr er svo málflutningurinn allur sem að grein minni snýr. Það getur vel verið, að Pétur þessi þykist vera að upphefja sjálfan sig með þvi að kveða upp sleggjudóma um annað fólk og velja þeim hin verstu skammar- yröi. sem ekki eru honum sam- mála. Og hann má gjarnan skemmta sjálfum sér við slika iðju. En með sliku atferli lýsir hann fyrst og fremst eigin inn- ræti, og þannig reyna menn að breiða yfir slæman málstað með gifuryrðum. En þótt.grein hans lýsi hvorki skarpskyggni né drengskap, þá dettur mér ekki i hug að slá þvi föstu, að hann sé grunnhygginn hrokagikkur, þvi lengi skal manninn reyna. Ég hef leitazt við,i grein Péturs Jónssonar að finna ástæðuna fyr- ir þvi, að hann stekkur svona upp á nef sér. Hvar i ósköpunum gat ég komið við svona auman blett á manninum. eða er þetta eintómur vindur i honum? Það, sem ég deili á i grein minni, er það, að bilum skuli hafa verið rudd braut inn um öskjuop og þvert yfir öskjudældina að öskjuvatni og Viti. 1 grein minni er þetta orðað þannig: „Ein- hverjir framtakssamir aðilar hafa lagt sig fram um að spilla tign og kyrrð staðarins með þvi að leggja bilveg inn um öskjuop og alla leið að öskjuvatni”. Þetta virðist hafa komiö verst við kauninn á Pétri Jónssyni. Þaö upplýstist sem sagt, að hann er vegagerðarmaður og kann að fara með „jarðýtu og krabbabil”. En það er óþarfa viðkvæmni hjá Pétri að álita. að ég telji hann al- geran óþurftarmann. þótt hann hafi rutt þessa vegarskömm inn i öskjudal. Það er öðru nær. Ég tók það fram i grein minni. að ég léti það óátalið. þótt vegur yrði rudd- ur upp undir öskjuop, þannig að varðandi vegalagningar get ég ekki séð. að okkur Pétur greini á um annað en umferðina um sjálfa öskju. En þetta ruglast allt i höfðinu á Pétri. Hann skrifar: „En þegar vandlætarinn byrjar að reikna nýlega runnin apal- hraun og gosgrjótssléttur sem frumfegurð, sem ekki megi snerta og sé eyðilögð, ef bilaslóö komi i þetta, er of langt geng- ið. . .” Hér hlýtur hann aö eiga við hraunið frá 1961. sem auðvitaö er utan öskjudals. Nú þykir mér fyrir þvi að hafa sært vegagerðarmetnað Péturs Jónssonar þvi slóðin að öskju er þarfaþing. þótt hún sé ógreiðfær og raunar hinn versti óvegur. En ég þykist viss um, að Pétur Jóns- son hafi gert sitt bezta, og aðrir hefðu eflaust ekki gert þetta bet- ur. En hitt er mér undrunarefni, að þessi ágæti vegagerðarmaður skuli vera stoltur af þvi að kom- ást á bil alla leið að öskjuvatni og Viti, en hérna stangast á gjörólik sjónarmið okkar Péturs Jónsson- ar. Mat á náttúruverðmætum Sigdældin Askja og eldstöðv- arnar þar eru einstætt náttúru- fyrirbæri og frægt viða um heim fyrir jarðfræðileg verðmæti og tignarlega fegurð. Ég álit, að þennan stað eigi að varðveita eins og náttúran skilar honum, og vill hafa hann á hverjum tima. Þetta er lika skýlaust álit allra þeirra jarðfræðinga, sem ég hef fylgt i öskju, og þeir eru margir. Ég hef engan mann heyrt mæla bilaslóð- inni um öskju bót, og ég hélt satt að segja að hún væri óvitaverk manna, sem ekki hefðu gert sér Ijóst. að eldstöðvamyndanir geta verið náttúruverðmæti, þótt þar vaxi ekki gras. En nú kemur Pét- ur Jónsson fram á sjónarsviðið og er stoltur af bilaslóð i öskjudal og leggur til að sett verði upp um- ferðarskilti við Viti. Pétur skrif- ar: „Þaðan (þ.e. frá gigunum i öskjuopi) varauðveltað aka eftir gjallsléttu alla leið að vatninu bæði að Vitinu og Knebelsvörð- unni. Og þá er komin full yfirsýn yfir öskju (leturbreyting min)”. Hér kemur glöggt fram ólikur smekkur okkar Péturs Jónssonar á náttúruskoðun. Min skoðun kemur glöggt fram i fyrri grein minni. Ég kýs að fara gangandi i öskjudalinn og tel mig ekki njóta náttúrurikisins nema ganga upp i hliðarnar og á fjöllin umhverfis, og sama skoðun kemur fram i orðum Þorvalds Thoroddsens, sem ég tilfærði i fyrri grein minni. En Pétur Jónsson telur „fulia yfirsýn yfir öskju” fást með þvi að aka i Volvó eftir dal- botninum þennan stutta spöl frá öskjuopi að vatninu. Þess má geta að Askja er 50 ferkilómetrar að flatarmáli. Það má vera, að einhver sé sammála Pétri, en með bilaslóð sinni og bilum spilla þeir náttúrufegurðinni i öskju aö minu áliti og hundrað ferðalanga, sem ég hef verið samferða i öskju. Furðulegrar ónákvæmni gætir i grein Péturs. Hann hneykslast á einhverri frétt i Timanum sem ég hef ekki séð, en þar mun hafa staðið að menn hafi ekið upp að Viti. „Það er ekki upp á neitt að fara, þótt ekið sé að Vitinu”, skrifar Pétur Jónsson. Ég á hins vegar erfitt með að trúa þvi, að menn greini á um það, að allbratt sé upp á gigbarmana viðast hvar. Steindór Steindórsson segir i bók sinni. Landinu þinu 11. bindi, að vikurkeilan umhverfis giginn sé um 12 metra há. Þar sem stolt Péturs Jónssonar. bilaslóðin, liggur frá Knebelsvörðu að Viti er lika nokkur halli, og hljóta menn að verða hans varir, jafnvel þótt þeir aki á Volvó, jarðýtu eða krabbabil. Það er einmitt þarna sem jarðvegurinn er verst útieik- inn. Bilar hafa festst i þessum halla, og þarna hafa margfaldar bilaslóðir grafizt djúpt i jarðveg- inn. Ég var siðast i öskju 23. ág- úst s.l.. og hef ég aldrei séð gig- barmana jafn illa útleikna eftir bila og þá. Ég hélt. að allir viðurkenndu, að mat manna á fegurö og þar með náttúrufegurð væri afstætt. En Pétur Jónsson virðist á öðru máli, og margir munu hafa gam- an af meinfýsi hans. sem bitnar óspart á hraunum og söndum: „Hraun eru bannlýsingarmerki á jörðunni og óskópnir hinn mesti. Þab er þvi alrangt að tala um hraun sem fegurð sem slik” (sic). Og hann gripur til tilvitnunar til að leggja áherzlu á að sandar og eyðimörk séu „bannlýst jörð”. Og loks kveður þessi andstæð- ingur léttvægra dóma upp endan- legan úrskurð um það, hvaða smekk menn skuli hafa: „Það er þvi fáranlegt smekkleysi aö tala um það i umvöndunartón, þó veg- arrispa komi i gegn um stórt hraun”. Ekki veit ég hver hefur hallmælt vegarrispu i gegn um stórt hraun i eyru Péturs Jóns- sonar, en sjálfur kemur hann smekk sinum á framfæri á þenn- an hógværa hátt. Og þá er að þakka Pétri Jóns- syni fyrir hugulsemina og hjarta- hlýjuna þar sem hann elur meö sér áhyggjur af þvi að ég kunni að verða haltur af þvi að ganga eftir flötum vikursléttunum i öskju- dældinni. Þaðerekkiað spyrja að innrætinu. En Pétur má láta hug sinn sefast i þessu efni, þvi að það er mál manna, að ekki sé nú Pét- ursbraut i öskju greiðfærari veg- ur en svo, að sýnu minni hætta sé að ganga hana en aka. Stærsti hlutinn af grein Péturs Jónssonar fer þó i það að koma á framfæri upplýsingum um at- hafnasemi hans sjálfs i vegagerð- armálum, og er það hin merkasta heimild. Er vel, að það komist á prent. þvi vel má vera, að menn hafi vanmetið störf hans. Og úr þvi að Pétur miðlaði lesendum visu (sem reyndar er bölvað hnob), þá skal hér önnur kynnt sem er ólikt skárri. Hún var ein- mitt ort i öskju nú i haust: Þeim, sem lagði veginn að Viti, er vorkunn. þvi að hann á sér fann, að hann þyrfti bráðum að fara i flýti til fundar við myrkrahöfðingjann. Friðlýsing Að öllu gamni slepptu, get ég ekki skilizt við þetta mál án þess að itreka það álit mitt, að öskju beri að friðlýsa og banna þar með alla bilaumferð fyrir innan öskjuop. Steindór Steindórsson hefúr fyrir löngu langt til aö Herðubreiðarlindir yrðu friðlýst- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.