Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.09.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. september 1972 Útgefandi: Framsóknarflokkurihn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:| arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson^j Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns).1;: Auglýsingastjóri: Steingrimur, Gislasoiii, ■ Ritstjórnarskrifý: stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-183061: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs-;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Áskriftargjaldl; 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j:; takiö. Blaðaprent h.f. Alyktun þings SUF um efnahagsmál Það er ótvirætt, að efnahagsmálin verða að þessu sinni eitt helzta viðfangsefnið, sem Alþingi fær til meðferðar, eins og oft áður. Það var þvi hyggilega ráðið af ungum Fram- sóknarmönnum að gera efnahagsmálin að einu helzta viðfangsefni sinu á nýloknu myndarlegu þingi þeirra, sem haldið var á Akureyri um siðustu mánaðamót. Þing þeirra samþykkti um þau itarlega ályktun, sem er mjög at- hyglisverð, og verður þvi reynt að rekja hér efni hennar i stuttu máli: 1 upphafi ályktunarinnar er bent á, að þeir efnahagserfiðleikar, sem viðreisnarstjórnin skildi við, hafi enn ekki verið yfirunnir, og enn sé aðeins að litlu leyti hafin sú mótun islenzks atvinnulifs á grundvelli félags- og skipulags- hyggju, sem Framsóknarflokkurinn hafi boðað á undanförnum árum. Þau efnahagsvandamál, sem við er að glima á liðandi stund og þarfnast skjótar úrlausnar, séu i aðalatriðum þessi: 1) Þensla, sem stafar af of mikilli eftirspurn. 2) Alvarlega horfur i greiðslustöðu landsins gagnvart útlöndum, sem afleiðing af innflutn- ingseftirspurn siðustu missera. 3) Yfirvofandi alda verðhækkana, sem nú er haldið i skefjum með timabundinni verð- stöðvun. Verði þeirri öldu hleypt út i verðlagið, mun hún koma af stað vixilhækkunum kaup- gjalds og verðlags og grafa enn frekar undan greiðslugetu atvinnuveganna. Þá vekur þing SUF athygli á, að þessi vanda- mál eru ekki ný af nálinni. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að gömul, hefðbundin úrræði eru ekki einhlit til lausnar á þeim. Þvi verður að leita nýrra leiða. Þing SUF leggur áherzlu á, að tekið verði til- lit til eftirfarandi atriða, þegar ákveðnar verða aðgerðir til lausnar þeim skammtima efnahagslegu vandamálum, sem nú blasa við: 1) Verði dregið úr fjárfestingu um ákveðinn tíma, liggi til grundvallar þeirri ákvörðun skýr forgangsröðun um framkvæmdir. Fjárfest- ingartakmarkanir verði ekki látnar ná til fisk- iðnaðar, skóla eða ibúðarhúsnæðis. 2) Fjárlög ársins 1973 verði afgreidd með greiðsluafgangi. 3) Beitt verði stighækkandi óbeinum sköttum á ýmsar vörur, sem eru umfram daglegar lifs- nauðsynjar. 4) útlánastefna bankakerfisins verði sam- ræmd. Þá er lögð áherzla á stóraukið skattaeftirlit. Sá hluti efnahagsályktunar SUF, sem hér hefur verið rakinn, fjallar nær eingöngu um vandamál liðandi stundar. Mestur hluti ályktunarinnar fjallar hins vegar um skipan efnahagsmála i framtiðinni, þar sem megin- áherzla er lögð á að komið sé á markvissum áætlunarbúskap i samvinnu við stéttasamtök og landshlutasamtök. Mikil áherzla er lögð á, að Framkvæmdastofnun rikisins geti sinnt þvi hlutverki, sem henni er ætlað. Að þessum meginþætti i efnahagsáætlun þings SUF verður vikið siðar. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Robbins er tekjuhæsti rithöfundur heimsins Meira en 100 millj. eintaka hafa selzt af bókum hans llarold Robbins — EF ÞIÐ ætlið að spyrja mig að þvi, hver sé mesti rit- höfundur i heiminum um þess- ar mundir. þá er þvi fljótsvar- að: Það er ég. En rétt er að taka fram, að þetta sama svar mynduð þið fá hjá Norman Mailer og flestum rithöfund- um öðrum, ef þeir svöruðu hreinskilnislega. Ég lýsi sam- timanum á svipaðan hátt og Dickens, Dumas og Victor Hugo á sinum tima. Fyrsta bók min, ,,Never love a Stranger”, kom út 1948. Sama ár gáfu þau Norman Mailer, James Jones og Kathleen Winsor út fyrstu bók sina. Enginn man lengur, hver fyrsta bók þeirra var, en „Never love a Stranger” er enn metsölubók. EITTHVAÐ á þessa leið læt- ur Harold Robbins oft orð falla, þegar blaðamenn ræða við hann um ritmennsku hans og rithöfundarferil. Hann er ekki myrkur i máli um álit sitt á hæfileikum sinum, þótt margir ritdómarar séu á allt öðru máli, og ýmsir þeirra flokki bækur hans með óvönd- uðustu reyfurum. Það getur Robbins látið sér i léttu rúmi liggja, þvi að bækur hans selj- ast nú meira i heiminum en nokkurs annars rithöfundar. Þegar hafa verið seld meira en 100 milljón eintök af þeim. Hann hefur verið metsölu- höfundur i Bandarikjunum, Vestur-Þýzkalandi og mörg- um löndum öðrum undanfarin ár. Bækur hans hafa verið þýddar á 40-50 tungumál og m.a. verið gefnar út á fjórum tungumálum i Júgóslaviu. Þær hafa allar verið kvik- myndaðar og hann hlotið mikil laun fyrir. Eignir hans eru nú taldar a.m.k. 50 milljónir doll- ara, og af fyrri verkum sinum eru honum tryggðar árlegar tekjur, sem ekki eru innan við eina milljón dollara. Hann er vafalitið rikasti og tekjuhæsti rithöfundur heimsins um þessar mundir. Hann á glæsi- lega villu hjá Hollywood og aðra i Suður-Frakklandi, marga lúxusbila og skemmti- snekkju. Hann er enginn meinlætamaður i lifnaðar- háttum, en getur lika verið mikill verkmaður, þegar hann vinnur á annað borð. Hann skrifaði siðustu bók sina á þremur og hálfum mánuði og vann stundum tólf til átján klst. á dag. Ef hann sezt við skrifborðið, heldur hann lát- laust áfram, og hann lætur ekki trufla sig, þótt hávaða- samt sé i kringum hann. Svo fullkomlega getur hann ein- beitt sér á verkinu. SÖGUHETJUR Robbins eru yfirleitt engir meðalmenn. Ferill þeirra flestra er ævin- týralegur. Þetta gildir lika um Robbins sjálfan. Hann hefur enn ekki, þrátt fyrir mikla könnun, getað fengið upplýst, hverjir foreldrar hans eru. Saga hans hefst, er hann fann- st sem hvitvoðungur á munaðarleysingjahæli i New York, og honum fylgdu ekki önnur skilriki en miði, sem á stóð, að hann væri fæddur 1916 og héti Francis Lane. Hann eignaðist siðan ýmsa fóstur- foreldra, og gáfu þeir siðustu honum nafnið Harold Rubin. Hann yfirgaf þau og hætti jafníramt allri skólagöngu, þegar hann var 15 ára. Hann lagði siðan stund á alls konar störf og hóf ýmiss konar við- skipti á eigin spýtur i Suður- rikjunum. Hann hafði heppn ina með sér og var orðinn milljónamæringur áður en hann fékk kpsningarétt. Þá var heimsstyrjöldin að skella á, og Robbins hugðist tvöfalda eigur sinar á einu bretti. Hann keypti sykur fyrir aleiguna, þvi að hann taldi vist, að sykurverðið myndi hækka af völdum styrjaldarinnar. Hann átti ekki von á þvi, að Roose- velt gripi til verðstöðvunar. Hún gerði Robbins gjaldþrota. Auralaus hélt hann til Holly- wood og ruddi sér þar fljótt braut hjá Universal Fictures. Hann var orðinn hálaunaður forstjóri fjármála- og skipu- lagsdeildar fyrirtækisins, þeg- ar hann lagði út á rithöfundar- brautina, en fyrsta bók hans kom út 1948. Alls eru bækur hansorðnar ellefu, en sú tólfta er i smíðum. Hún á að fjalla um verkalýðshreyfinguna á kreppuárunum, en margar bækur hans gerast á þeim tima. Nafn hennar á að verða „Memories of Another Day”. i lifnaðarháttum sinum hef- ur Robbins verið heimsmaður, og er hann þvi vel kunnugur samkvæmislifinu, ekki sizt hjá hinu efnameira fólki. Hann segist hafa kvænzt fimm sinn um en hafa átt fjórar eigin- konur. Hinni siðustu, Grace, hefur hann verið kvæntur i réttan áratug, og hefur hann helgað henni nokkrar siðustu bækur sinar. Hún er af itölsk- um ættum. SIÐASTA bók Robbins, ,,The Betsy”, fjallar um for- ustumenn bilaiðnaðarins ameriska og lifnaðarhætti þeirra. Aður en Robbins hóf að rita hana, fór hann sjálfur til Detroit ásamt nokkrum að- stoðarmönnum, eða réttara sagt einkaspæjurum. Þeir öfl- uðu sér náinna upplýsinga um bilakóngana þar, starfshætti þeirra, f jölskyldulif og lifnaðarhætti. úr þessu efni vann svo Robbins bók sina. Siðan hún kom út, hafa margir Detroitbúar reynt að finna út, hvaða fólk það sé eða atburðir, sem Robbins er að lýsa. Þetta hefur þó reynzt litt gerlegt. Eitt getur átt við þennan, en annað við hinn. Sannleikurinn virðist sá, að Itobbins styðst talsvert við persónur, sem hann hefur þekkt eða haft spurnir af, og sama gildir um atburði. Siðan býr hann lil persónu úr mörgum persónum ogatburði úr mörgum atburð- um. Sögur hans eru þvi i senn bæði sannar og ósannar, eins og einn ritdómari hefur kom- iztaðorði. i þvi Ijósi verður að meta heimildagildi þeirra um samtima hans. En óneitanlega rifja þær margt upp og vekja athygli á mörgu, hvort sem það er tilgangur höfundarins eða ekki. Þótt margir eða flestir rit- dómarar geri litið úr bók- menntagildi verka Robbins, verður ekki um það deilt, að hann kann að segja sögu. Hann hefur kunnáttu til að búa til persónur, sem lesandinn vill fylgjast með, og búa til at- burði, sem vekja áhuga á framhaldinu. P’rásögnin er hröð og laus við miklar mála- lengingar. Höfuðefnið er bar- átta um völd, peninga og kon- ur. Þetta efni er vissulega ekki neitt nýtt, en þó er eins og hinn almenni lesandi fái aldrei of- mikið af þvi. Haft er eftir einum bóksala, að margir þeirra, sem fást við lestur skáldsagna, láti sér nægja aö lesa upphaf og endi og gripa svo niður hér og þar. Sami bóksali telur bækur Robbins henta vel slikum les- endum, og dragi það ekki úr sölu verka hans. Robbins læt- ur sögur sinar gerast viða, og hann gætir þess að láta oftast eitthvaö vera að gerast, m.a. i ástamálum, sem geti vakið áhuga lesandans. Hvaða álit, sem menn hafa á verkum Robbins, verður þvi ekki neit- að, að hann er einn mesti kunnáttumaður i skáldsagna- gerð, sem nú er uppi. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.