Tíminn - 16.09.1972, Síða 6

Tíminn - 16.09.1972, Síða 6
6 TÍMINN Laugardagur 16. september 1972 „Þurfum að kynnast okkar þjóðlega Rætt við Árna Björnsson, þjóðháttafræðing 19. þing þjóðháttafræðinga á Norðurlöndum var haldið i lok ágúst i Sönderborg á Suður-Jót- landi. Árni Björnsson sótti það| fyrir hönd þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafnsins, og er hann nýlega kominn heim þaðan. Við höfðum tal af Arna og spurðum hann hvert heföi verið helzta viðfangs- efni þingsins. — Það hét að þessu sinni „landamæri” og þá öllu heldur menningarleg fremur en land- fræðileg, þótt slikt fylgist vita- skuld ósjaldan að. Það voru haldnir lærðir fyrirlestrar, sem siðan voru ræddir, farið i kynnis- ferðir um dansk-þýzk-frisnesku landamærahéröðin og m.a. sýnd- ar kvikmyndir af gömlum vinnu- brögðum, sem hafa verið við lýði fram á siðustu tima. Ég sá t.d. 3 þýzkar kvikmyndir gerðar af þjóðminjasafninu i Sléávik-Hol- stein. Ein þeirra fjallaði um upp- græðslu og festingu á flæðiland- inu með þvi að tyrfa það, önnur sýndi fiskveiðar niður um is, þar sem veiðimennirnir hjuggu vakir i isinn með nokkru millibili og þræddu net milli þeirra. Þriðja myndin var af gamaldags rúg- brauðsbakstri i einskonar Hans og Grétu ofni. Myndirnar voru svo smásmuglega og vel gerðar frá tæknilegu sjónarmiði, að hver skussi ætti að geta leikið efni þeirra eftir. Hinsvegar sá ég lika heldur vonda mynd danska, en af henni varð vart ráðið, hvort dam- an, sem þar fór með hlutverk, væri að föndra við hannyrðir eða pikka á ritvél, hún átti aö fjalla um kniplingagerð. Eini íslenzki þátttakandinn — Var þingið fjölmennt? — Þarna voru um 260 manns, og ég fer ekki i launkofa með, að þótt viðfangsefni þingsins væru merkileg, fannst mér ekki minna máli skipta að komast i kynni við þá, sem það sóttu. Enda held ég, að persónuleg kynni séu oft einn aðalkosturinn við alþjóðleg fræði- mannaþing yfirleitt. Og þetta var jú i fyrsta sinn, sem tsland átti fulltrúa á þingi sem þessu. — Fyrst minnzt er á fjöldanrr sakar ekki að geta þess, að menn undruðust nokkuð fæð islenzku fulltrúanna, sem voru einn tals- ins. En þó teygðist enn meir á andlitunum, þegar þeir tóku að spyrja um kennslu i þjóðhátta- fræði við Háskóla tslands og ég varð að svara þvi til, að hún væri enn allsengin. En þetta hefur þótt hin merkasta háskólagrein i Lungnakrabba- mein eykst í borgum Lungnakrabbamein er tvöfalt tiðara meðal fólks, sem lifir og hrærist i borgum og andar að sér menguðu lofti, heldur en meðal þeirra, sem eiga heima i sveitum, segir i skýrslu bandariskra vis- indamanna. Þessu fylgir, að tiðni lungna- krabbameins eykst sifellt. Evrópu og Ameriku á seinni ára- tugum. — Ert þú þá einn um aö starfa að þjóðháttafræði á tslandi? — Svo slæmt er það nú ekki. Lúðvik Kristjánsson vinnur á vegum þjóðháttadeildarinnar að sinu mikla verki um allt það, sem lýtur að sjómennsku og sjávar- siðunni, en ég er einn um að hafa fulltstarf við þetta þar fyrir utan. Þá hefur Þórður Tómasson, safn- vörður i Skógum, safnað afar miklu efni, og hann hefur auk annars samið flestar þær spurn- ingaskrár, sem þjóðháttadeildin hefur sent út. Það þarl mjog mikla þekkingu til að semja slika spurningalista, svo að vit sé i. — Hvar lærðir þú þjóðhátta- fræði, fyrst þetta er ekki kennt hér heima? — 1 rauninni hef ég ekki lokið neinu prófi beinlinis i þjóðhátta- fræði (etnologi), en lokaritgerð min i islenzkum fræðum frá Há- skóla tslands stendur næst þeirri grein og fjallaði um jólahald á ts- landi. Auk þess lagði ég nokkra stund á þetta þau 4 ár, sem ég var sendikennari erlendis. En ég hef heldur takmarkaöa trú á gagn- semi þess fyrir okkur á þessu stigi að nema þetta einvörðungu i útlöndum. Þar sem þessi fræði hafa verið stunduð i hálfa öld eða meir vilja fyrirlestrarnir og verk- efnin oft verða hálfháspekilegt snakk. En við erum enn á „safnarastiginu” og þurfum fyrst og fremst að kynnast okkar eigin þjóðlega veruleik, áður en við snúum okkur að samanburði við aðra. Þetta er að sinu leyti likt og með rannsóknir á islenzkum ör- nefndum. Mér er til efs, að mönn- um væri það hentugust byrjun að læra örnefnafræði einhversstaðar erlendis. Slikt er unnt i læknis- fræði og ýmissi verkfræði, en að- ferðafræðin á sviði þjóðhátta er ekki þau ósköp að sækja þurfi til útlanda hennar vegna. Þarf aö gera þjóðhátta- fræöi aö háskólagrein — Telur þú, að þjóðhátta- fræðingum fjölgi hér i náinni framtið? — Um það get ég litið fullyrt, en ég vænti þess. Nokkrir stúdentar leggja þegarstund á þetta erlend- is, einkum sem aukagrein með fornleifafræði, og málið er til um- ræðu i heimspekideild Háskóla lslands. Þar á sér eðlilega stað nokkur togstreita. Sumum finnst t.d., aö litil ástæða sé til að bæta viö nýjum greinum, nær sé að efla þær, sem fyrir eru. En hefði það sjónarmið alltaf ráðið, þá hefðu fáar nýjar greinar bætzt við i 60 ár. Aðrir telja, að fá þurfi sér- menntaða þjóðfræðinga til að koma þessu af stað. Þeir yrðu þá að menntast i útlöndum eins og áður sagði, samkvæmt lögmáli vitahringsins, ellegar þá að mað- ur fengi útlending til þess! En þótt hingað kæmi t.d. sprenglærð- ur þýzkur eða sænskur prófessor i almennri etnólógiu til að stjórna sliku starfi, þá þyrffi hann án efa að eyða nokkrum árum i fyrstu til að kynna sér islenzkar aðstæður, sögu og þjóðlif. Ég hef átt tal og bréfaskipti við ýmsa þá menn, sem lærðastir mundu taldir i norðurgermanskri etnólógiu, og þeir vita yfirleitt snöggtum minna um islenzka þjóðhætti en hver meðalislendingur, sem eðli- legt er. Þórður Tómasson væri t.d. tifalt færari um að kenna þetta en þeir. Þeir sem öðru halda fram, vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Það þarf að hefja kennslu i þjóðháttafræði i ein- hverri mynd án tafar, ekki sizt vegna þess, að stúdentar gætu þá tekið að sér aökallandi verkefni, en af þeim er meira en nóg, og það má rétt eina ferðina benda á, að enn eru ofar moldu nokkur þúsund manns, sem gætu munað vel árin næstu á undan fyrra striði og jafnvel eitthvað aftur fyrir aldamótin siðustu. Vit- neskju þessa gamla fólks um vinnubrögð og hætti frá þvi fyrir hina margumtöluðu tæknibylt- ingu þyrfti að festa á blað, band eða filmu, en þetta fólk er að hverfa okkur óðfluga. Utlendingar vísir til aö birta bull — En hvaða atvinnumöguleikar væru fyrir fleiri þjóðháttafræð- inga? — Þetta er ein af spurningum úrdráttarmanna, sem aldrei geta hugsað útfyrir þann ramma, sem þeireru vaxnir upp i. I fyrsta lagi þyrfti að auka mjög starfslið við þjóðháttadeildina. Þar á ég ekki eingöngu við fólk meö háskóla- próf i greininni, heldur ekki siður starfskrafta til að annast hina bráðnauðsynlegu marghliða skrásetningu alls efnis, sem þarf til að safnið verði aðgengilegt til notkunar. En til þess þarf enga háskólagráðu, heldur bara al- menna greind. Þetta gæti lika verið aukavinna fyrir stúdenta. Hinsvegar þyrfti nokkra sér- fræðinga bæði til að safna efni og vinna úr þvi. Það er bagalegt, hvað við komumst yfir að birta litið af fræðilegum athugunum. Maður verður t.d. var við mik- innn áhuga erlendis á islenzkum þjóbfræðum i seinni tið, rétt eins og i félagsfræðinni og fleiri grein- um. Það er þessi frægi heimur i hnotskurn, sem menn sækjast eft- ir, en við getum litið bent á af les- efni. Svo koma bessir menn kannski hingað með heils árs styrki til að rannsaka einhvern fjárann, vitandi nánast ekki neitt, og ef við látum þá úmhirðulausa, af þvi við megum ekki vera að þvi að sinna þeim, þá eru þeir visir til að birta einhverjar „visindarit- smiðar” i viðlesnum erlendum timaritum, sem- eru meira og minna bull. Annars fer einmitt talsverður timi i að veita þessu fóki upplýsingar og leiðrétta mis- skilning, svo að blessuð land- kynningin verði ekki með ósköp- um. og þannig fer okkar timi i að Norræna tónlistarkeppnin fyrir unga píanista Arleg norræn tónlistarkeppni hefur verið haldin siðan 1969 sam kvæmt tillögu frá norrænu menningarmálanefndinni og kostuö af norræna menningarmálasjóðnum. Keppnin er haldin sem tilraun, sem nær yfir fimm ára timabil. Takmarkið, sem keppt er að, er að koma efnilegu ungu listafólki fram i sviðsljósiö og kynna norræna tónlist. A tilraunatimabilinu hefur keppni fariö fram i strokhljóð- færaleik 1969, i blásturshljóöfæraleik 1970,i söng 1971 og i ár er röðin komin að pianóleik. 1973 lýkur svo tilraunatimabilinu með keppni i orgelleik (úrslitakeppni i Sviþjóö) Á morgun laugardag verður keppt hér heima um, hverjir taki þátt i lokakeppninni, sem einnig verður hér i Reykjavik 6-8. oktober. Þeir islenzku keppendur, sem valdir verða til norrænu keppninnar leika svo með Sinfóniuhljómsveit Islands i Háskólabiói á æfingu hljómsveitarinnar þriðjudaginn 19. þ.m. Þar verður ákveðið hver fær 1. og 2. verðlaun, en þau eru 5000 og 3500 danskar krónur veruleik” hjálpa útlendingum til að skrifa eitthvað skammlitið um islenzka þjóðhætti i stað þess að gera það sjálfir, sem við þó auðvitað gæt- um mun betur. 1 þriðja lagi ættu islenzk þjóð- fræði auðvitað að vera einn þáttur islenzkunáms i skólum, engu að siður en t.d. málfræði eða setn- ingafræði. Þetta þýðir, að i há- skólanum legðu menn ekki endi- lega stund á þetta sem aðalgrein, heldur tækju i þvi einhver stig. Auk þess virðast þarna vera kjör- in verkefni á sviði svonefndrar átthagafræði, sem mér skilst, að margir kennarar séu i hálfgerð- um vandræðum með. 1 heima vistarskólum úti á landi mætti t.d. án efa koma á hópvinnu nem- enda við að kanna tiltekin atriði varðandi venjur og vinnubrögð i sveitunum umhverfis. Þetta væri auðvitað hægt i Reykjavik lika með annarri skipulagningu, og þetta mundi varla hafa nema sáralitinn aukakostnað i för með sér ef þá nokkurn, en gæti verið gagnlegt fyrir alla hlutaðeigend- ur: nemendur, kennara, viðmæl- endur og fræðigreinina sjálfa. Ég hef i hyggju að koma þessari hug- mynd á framfæri við skólayfir- völd sem viðast. Nauðsyn aö kvikmynda — Þú minntist á kvikmyndir fyrr i þessu spjalli. — Já, ég tel mjög æskilegt, að gerðar verði kvikmyndir um vinnubrögð, sem eru að liða undir lok, og það er jú alltaf að gerast, og svo grenja menn eftirá yfir að hafa ekki bjargað þessu. Þar á ég við nákvæmar myndir af liku tagi og þær þýzku, sem ég drap á áð- an. Að visu er hætt við, að smá- smyglislegar kvikmyndir ættu ekki vel við alla, en fræðslu- myndasafnið og aðrir, sem vildu gera myndir fyrir stóran hóp áhorfenda eða skóla, gætu þá fengið kópiur af slikri mynd og skorið sundur og skeytt saman að vild sinni. — Yrði ekki rikið að veita fé til sliks? — Jú það tel ég einsýnt, ef nokkur mynd ætti að verða á þessu. Að visu hafa mörg samtök mikinn og einlægan hug á þessum málum, átthagafélög, ungmenna- félög, búnaðarfélög, kvenfélög o.s.frv. En yfirleitt eru þessi samtök ekki nógu fjársterk, þvi það er nokkuð dýrt að gera góða kvikmynd. Sú hætta er þvi alltaf nálæg að leitað verði til lægst- bjóðanda um gerð kvikmyndar, þ.e. ekki fagmanna, og þá er að öðru jöfnu hættara við, að verkið verði fúsk. Vilji svo þessi samtök reyna að kria út styrk frá rikinu til þess arna, þá verða oddvitar þeirra helzt að sitja yfir alþingis- mönnum eins og grenjaskyttur, og auðvitað geta þingmenn ekki útvegað hverjum og einum nema einhvern piring, jafnvel þótt þeir vilji það af einhverjum ástæðum. En þær ástæður þurfa ekki endi- lega að vera áhugi á kvikmynda- gerðinni sem slikri, eins og hver maður getur skilið. Ég teldi þvi skynsamlegast, að Þjóðminja- safninu yrði árlega veitt allriflegt framlag i þessu skyni, og af þvi fé væri svo hægt að styrkja þá aðila, sem vilja gera kvikmyndir, og hafa um leið nokkurt eftirlit með tæknilegum og fræðilegum gæð- um. Þvi það borgar sig aldrei að gera svona hluti illa. — En erum við ekki of fátæk þjóð fyrir alla þessa þjóðfræða- starfsemi? — Þab er menningarpólitiskt atriði á hvaða sviöi við viljum teljast fátækir. Ég hef farið i gegnum siðustu fjárlög og séð ýmislegt broslegt. En ég tek það sem dæmi, að ef við notuðum það fé, sem við nú eyðum i svokallaöa varnarmáladeild utanrikisráðu- neytisins, til að bjarga þessum menningarverðmætum, þá gæt- um viö bætt við sem svarar 5 manns til að safna og vinna úr þjóðháttalegu efni og auk þess varið tveim milljónum til að gera visindalegar þjóðlifskvikmyndir. Hvort er meira þjóðþrifamál? ÞB.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.