Tíminn - 16.09.1972, Side 7

Tíminn - 16.09.1972, Side 7
Laugardagur 16. september 1972 TÍMINN 7 /rrrrrrrrrrrr <9 mmm Útgefandi: FraTnsóknarflokkurinn yt+S Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: í>ór arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns) Augiýsingastjóri: Steingrimur, Gislasoni. • Ritstjórnarskrif 'jxjj stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306. j;j;j; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs :j;j;j; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjali :;•;•;: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasöiu 15 krónur ein takiö. Blaðaprent h.f. Grein Sverris Sverrir Hermannsson alþm. birti grein i Mbl. 13. þ.m.,þar sem hann ræðir um landhelgismálið. 1 grein þessari segir hann m.a.: „Þegar landhelgismálið kom aftur i sviðsljósið að marki i ársbyrjun 1971 var undirritaður i hópi þeirra, sem voru þeirrar skoðunar, að varlegra væri að segja upp samningnum frá 1961. Þá voru aðstæður gerbreyttar frá 1961, þar sem afstaða fjölmargra þjóða hafði breytzt til fylgis við okkar málstað og likur fyrir að hann næðist fram og þvi varlegast að eiga ekkert undir alþjóðadóm- stólnum. Sú skoðun varð þó ekki ofan á i Sjálf- stæðisflokknum um hrið. Hins vegar tóku allir stjórnmálaflokkar eina ákvörðun saman á Alþingi hinn 15. febrúar s.l. Samningnum frá 1961 var þá sagt upp og hann þar með úr sögunni’ ’. Það hefur vissulega reynzt rétt mat hjá Sverri Hermannssyni og öðrum, sem voru sömu skoð- unar, að varlegast væri að segja upp samn- ingunum frá 1961 og eiga ekkert undir alþjóða- dómstólnum. Ef samningunum hefði ekki verið sagt upp, hefðu Islendingar nú verið bundnir af bráðabirgðaúrskurði eða fyrirmælum dómsins. Vegna uppsagnarinnar geta Islendingar með góðri samvizku neitað að fara eftir fyrir- mælunum, þar sem alþjóðadómstóllinn eigi ekki lögsögu i málinu. Afstaða hins eina dómara, Padilla Nervo frá Mexico, sem greiddi atkvæði gegn fyrir- mælunum, var lika byggð á þvi, að dómstóllinn ætti ekki lögsögu i málinu. Höfuðniðurstaða Nervo var þessi: ,,Að minu áliti hefði dómstóllinn ekki átt að samþykkja ályktun um verndaraðgerðir. Sér- staða þessa máls getur aldrei réttlætt slikar að gerðir gegn riki, sem viðurkennir ekki lögsögu dómstólsins, sem ekki er aðili að þessum dómi, og fullveldi þess er þannig ekki virt”. (Mbl. 18. f.m.) Aðrir dómarar tóku ekki afstöðu til lög- sögunnar að sinni. En þótt íslendingar hafi þannig losað sig undan bindingsákvæðum samningsins frá 1961, verður það ekki sagt, að þeir séu þar með úr sögunni. Stjórnir Bretlands og Vestur-Þýzkalands reyna að halda þvi fram, að þeir séu enn i fullu gildi og íslendingum sé þvi skylt að fara eftir bráða- birgðafyrirmælum dómstólsins. Þeir Bretar og Þjóðverjar, sem eru okkur andstæðastir i málinu, leggja meginkapp á, að ekki sé gengið að ráði til móts við íslendinga fyrr en þrautreynt sé, hvort samningarnir frá 1961 geti ekki komið Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi að einhverju haldi. Þetta hefur öðru fremur staðið i vegi samkomulags til þessa. Margt bendir til, að þegar hefði náðzt samkomulag við Breta og Vestur-Þjóðverja ef þessi þröskuldur væri ekki i veginum. Samkomu- lag náðist við Belgiumenn m.a. sökum þess, að þar var þessi þröskuldur ekki fyrir hendi. Forustugrein úr „The Times”: Hafna Norðmenn og Danir aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu? Það gæti ýtt undir hlutleysisstefnu á Norðurlöndum l’cr Bortcn llafna Norðmenn og Danir að- ild að Efnahagsbandaiagi Evrópu? Það gæti ýtt undir hlutleysis- stefnu á Norðurlöndum Um næstu helgi eða 24.—25. þ.m. fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla i Noregi um aðild Norðmanna að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Viku siðar eða 2. október fer fram atkvæða- greiðsla um aðiidina i Dan- mörku. Hörð barátta hefur ver- ið háð i báðum þessum löndum um aöildina og benda siðustu skoðanakannanir til þess, aö andstæðingar aðildarinnar séu að vinna á. i Noregi hafa þrir flokkanna tekið afstöðu gegn aðild eða Miöflokkurinn, Vinstri flokkurinn og Kristilegi flokkur- inn, en mikill klofningur er þó i Iiði tveggja hinna sfðastnefndu. Hins vegar er Miðfiokkurinn, sem er undir forustu Per Bort ens fyrrv. forsætisráðherra, ó- klofinn i andstöðunni. Alþýðu- flokkurinn og ihaldsfiokkurinn hafa tekið afstöðu með aðild, en mikill klofningur er i röðum hins fyrrncfnda. Róttækir smá- flokkar, sem ekki eiga fuiltrúa á þingi, hafa tekið afstöðu gegn aðildinni. Þvi er yfirleitt spáð,að veröi aðild hafnað i Noregi, sem nú þykir liklegast, verði hcnni einnig hafnað í Danmörku. Mikið er nú rætt um þessar þjóðaratkvæðagreiðslur i blöð- um utan Noregs og Danmerkur. i siðastl. viku birti enska Stór- blaðiö „Thc Times” forustu- grein um þær, og ræddi þær scrstaklega, hvaða áhrif það hefði, ef aðiidinni yrði hafnað í Noregi og Danmörku. Þessi grcin fer hér á eftir: KJÓSENDUR i Noregi og Danmörku taka á næstunni á- kvarðanir, sem skipta mjög miklu máli fyrir framtið rikj- anna. Þeir kveða sjálfir á um, hvort þau gerast aðilar að Efna- hagsbandalagi Evrópu eða ekki, en hitt er ekki nema sanngjarnt, að aðrir, sem ákvörðun þeirra snertir, lýsi hug sinum og hags- munum. Þjóðaratkvæðagreiðslan i Noregi fer fram dagana 2(1. og 25. september og er að nafninu til aðeins ráðgefandi, en i fram- kvæmd mun hún þó ráða úrslit- um um, hvor niðurstaðan verð- ur. 1 Noregi ber öllum saman um, að ef þjóðaratkvæða- greiðslan sýni ekki einfaldan meirihluta með aðild, verði þess enginn kostur að fá hana sam- þykkta i Stórþinginu með tveimur þriðju atkvæða eins og tilskilið er. Þjóðaratkvæða- greiðslan um aðild fer fram viku síðar i Danmörku, og nið- urstaða hennar er bindandi. HORFUR á meirihlutafylgi við aðild eru nú minni i báðum rikjunum en' þær voru fyrr á þessu ári. Niðurstöður nýjustu skoðanakannana i Noregi benda til stækkandi meirihluta gegn aðild. Skoðanakannanir i Dan- mörku virðast gefa i skyn, að þar verði mjög mjótt á munum ef meirihluti Norðmanna hefir áður greitt atkvæði gegn aðild. Ef Danir hefðu ákveðið að greiða atkvæði á undan Norð- mönnum væru horfurnar á sam- þykkt aðildar i báðum rikjunum mun meiri en þær eru nú. Eins og horfir virðast ekki likur á, að Norðmenn samþykki aðild og verulegur vafi leikur á um úr- slitin i Danmörku. ÞETTA eru uggvænleg tiðindi fyrir Breta. Þeim væri sérstök ánægja að eiga samstarf við fulltrúa þessara þjóða beggja innan Efnahagsbandalagsins, bæði vegna rótgróinna stjórn- málahefða þeirra og eins vegna góðrar og siaukinnar samvinnu við þessi riki um langt árabil. Stjórnmálahefðirnar valda þvi, að aðild þessara rikja væri sér- lega vel til þess fallin að stuðla að aukinni lýðræðisþróun innan Efnahagsbandalagsins og stofn- ana þess. Þessar þjóðir eiga einnig nána samstöðu með Bretum i lifsvenjum og atferli öllu. Við Bretar höfum ákveðiö að gerast aðilar að Efnahags- bandalagi Evrópu og þvi væri okkur hryggðarefni ef þessir vinir okkar yrðu utan garðs. VARNAMALIN koma einn- ig til athugunar i þessu sam- bandi. Fráleitt væri að lita svo á, að andstaðan i Noregi og Danmörku gegn aðild að Efna- hagsbandalaginu væri undan rifjum vinstrimanna og and- stæðinga Atlantshafsbanda- lagsins runnin. Andstaðan á sammerkt I þvi meðal beggja þjóða, að hún er byggð á al- mennu áliti, sem er af margvis- legum rótum runnið. Þess verður einkum vart i Noregi, að einlægir stuðnings- menn Atlantshafsbandalagsins áliti, að auðveldara verði fyrir þjóðina að fylgja þvi að málum ef hún standi utan Efnahags- bandalags Evrópu, en þeir hinir sömu telja viðunandi stefnu i varnarmálum einmitt undir slikri fylgni komna. Hitt er ljóst, að hvert svo sem andstaða gegn aðild kann að eiga rætur að rekja, þá gæti varla hjá þvi far- ið, að höfnun aöildar i þjóðarat- kvæðagreiðslu efldi hlutleysis- stefnuna um nokkurt skeið. ALLNAIN og margvisleg sam- vinna i ýmsum málum er þegar komin á meðal Norðurlanda- þjóðanna. Ef þær stæðu allar ut- an Efnahagsbandalagsins en Bretar gerðust aðilar, væri ekki nema eðlilegt, að þær þokuðu sér enn fastar saman en áður. Ekkert bendir til, að þetta þyrfti að breyta afstöðunni til varna- málanna i bráð, en hinu má ekki gleyma, að almenningsálit meðal Norðurlandaþjóðanna hneigist yfirleitt til hlutleysis. Gera mætti ráð fyrir, að baráttu gyrir hlutleysi Norðurlandanna yxi fiskur um hrygg þegar fram liðu stundir, ekki hvað sizt þeg- ar þess er gætt, að þeim, sem að slikri framvindu keppa, yxi stjórnmálaafl við þá ákvörðun þjóðanna að standa utan Efna- hagsbandalags Evrópu. Ekki væri unnt að telja þá þróun mála Bretum i hag sér i lagi né Atlantshafsbandalaginu yfirleitt. Brotthvarf Noregs og Danmerkur úr Atlantshafs- bandalaginu hlyti að valda verulegum kviða, einmitt þegar þannig stendur á, aö floti Rússa á norðurhöfum er sem óðast að færa út kviarnar. Norðmenn og Danir ákvarða sjálfir, hvort þeir gerast aðilar að Efnahags- bandalaginu eða ekki, en af framangreindum ástæðum hlýt- ur þó að vera einlæg von Breta, að þessar þjóðir standi við hlið þeirra þegar þeir hefja þátttöku i Efnahagsbandalaginu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.