Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.09.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN. Þriftjudagur 19. september 1972 Lagt af staft i gúmmibát út i björgunarbátinn Gisl J. Johnsen, en hann túk niikinn þátt i æfingunni. Hér eru björgunarmennirnir 400 samankomnir i hiöftunni i Saitvik. Kkki ber á öftru en Vilhjálmur II Þýzkalandskeisari drottni yfir þeim. 400 björgunarsveitarmenn á samæfingu Mestu björgunaræfingar í sögu slysavarna landsins ÞÓ—Reykjavik Hátt á fjórfta hundrað björg- unarsveitarmenn vfftsvegar að af landinu tóku þátt í samæfingu margra björgunarliða í Saltvik á Kjalarnesi um helgina. Það var hjálpasveit skáta, sem gekkst fyrir æfingunni, en sveitin heldur upp á 40 ára afmæli sitt um þessar mundir.-Sveitirnar sem tóku þátt i æfingunni, voru úr 27 björgunarsveitum, og komu þær frá Slysavarnafélagi íslands, Landsambandi flugbjörgunar- sveita, Landsambandi hjálpar- sveita skáta og Stakki i Keflavik. Þær sveitir, sem voru komnar lengst að, voru frá Vík i Mýrdal og Skagafirði. Æfingin hófst með þvi að sýnt var fallhlifastökk. Siðan fluttu fjórir læknar erindi um ýms at- riði, sem björgunarmönnum getur komið vel að vita um. Þá voru flutt erindi um sjóslysa- björgun, flugslysabjörgun, klifur og fjallamennsku og rekstur sporhunda til björgunarstarfa. Ennfremur var mikil sjó- björgunarsýning. A sunnudagsmorgun hófst alls- herjar leitaræfing, þar sem leitað var að ímyndaðri týndri flugvél. Sameiginleg leitarstjórn allra að- ila stjórnaði leitinni, en leitar- svæðið náði yfir Esju, Kjalarnes og Kjósina. Bæði var leitað á landi og sjó. Greiðlega gekk að finna flug- vélina, og voru flugmaður og far- þegi, sem áttu að hafa slasazt, fluttir i Saltvik, annar með bifreið en hinn á björgunarbátunum Gisla J. Johnsen, sem tók þátt i æfingunni. Æfingunni lauk með þvi, að sjúklingarnir úr flug- vélinni voru látnir siga fram af háum kletti, og siðan dregnir upp aftur. A laugardagskvöldið var haldin kvöldvaka, og þar var eftir- farandi ályktun samþykkt: „27 björgunarsveitir, samankomnar til æfinga i Saltvik á Kjalarnesi senda af gefnu tilefni skip- herranum á Ægi, Guftmundi Kjærnested, svo og öðrum varð- skipsmönnum, kveðjur og þakkir og lýsa yfir fyllsta trausti og stuðningi við störf þeirra og að- gerðir vegna útfærslu fiskveiði- lögsögunnar.” Forráðamenn björgunar- sveitanna hafa gert mjög góðan róm að þessari fyrstu samæfingu og eru menn á einu máli um, að nauðsyn beri til, að ekki verði látið hér staðar numið, heldur stefnt að þvi að halda slikar æfingar árlega. Einnig kom fram mikill áhugi á,að björgunarsveit- irnar kæmu á sameiginlegum námskeiðum fyrir félaga sveit- anna. Alls konar æfingar voru framkvæmdar á samæfingunni i Saltvik. Hér sjáum vift einn björgunarsveitarmanna æfa klifur utan i háum kletti. Tímamyndir GE. Hannes Hafstein sýnir, hvernig skjóta á af merkjabyssu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.